Spænski landsliðsfyrirliðinn í fótbolta kvenna, Veronica Boquete, á mesta heiðurinn að því að tölvuleikjarisinn EA, sem gefur út FIFA, ákvað að vera með tólf kvennalandslið í nýjustu útgáfu leiksins, FIFA 16, sem kemur út á heimsvísu 22. september næstkomandi.
Nú hefur verið gefinn út listi yfir tuttugu bestu leikmenn kvennalandsliða í leiknum, og er það fyrirliði heimsmeistaraliðs Bandaríkjanna, Carli Llyod, sem er með hæstu einkunn allra, 91 á skalanum frá 1 til 100.
FIFA leikirnir eru með allra vinsælustu tölvuleikjum heimsins, og gera áætlanir EA ráð fyrir að leikurinn sem kemur út eftir tæpar tvær viku muni slá öll fyrri sölumet.
Á heimsvísu seldust tæplega sjö milljónir eintaka af FIFA 15 leiknum, en tekjur af netspilunar viðmótinu, FIFA Ultimate Team, eru einnig ört vaxandi, en þar geta leikmenn keypt spilapeninga, byggt upp lið og keypt við aðra í gegnum netið.
Boquete þrýsti á um að FIFA leikurinn væri einnig með kvennaliðum ekki síst til að efla orðspor kvennafótboltans og vinna gegn þeirri ímynd að fótbolti sé frekar fyrir stráka en stelpur. Hún setti af stað undirskriftarsöfnun á netinu og setti markið á að fá 50 þúsund einstaklinga til að þrýsta á EA um að kvennalið væru einnig í leiknum vinsæla.
Það markmið náðist og gott betur, og brást EA strax við með því að verða við kröfum fjöldans sem skrifaði undir og bjóða upp á tólf kvennalandslið, með áform um að fjölga þeim hratt þegar fram í sækir í árlegum endurátgáfum leiksins.
Listann yfir bestu leikmenn kvennaliða í leiknum má sjá hér að neðan.
20. Caroline Seger - Svíþjóð - 84
19. Nilla Fischer - Svíþjóð - 84
18. Rosana - Brasilía - 84
17. Anji Mittag - Þýskaland - 84
16. Alex Morgan - Bandaríkin - 84
15. Tobin Heath - Bandaríkin - 85
14. Christie Rampone - Bandaríkin - 85
13. Celia Sasic - Þýskaland - 85
12. Dzsenifer Marozsan - Þýskaland - 86
11. Nadine Angerer - Þýskaland - 86
10. Becky Sauerbrunn - Bandaríkin - 86
9. Lotta Schelin - Svíþjóð - 87
8. Hope Solo - Bandaríkin - 87
7. Marta - Brasilía - 88
6. Christine Sinclair - Kanada - 88
5. Nadine Kessler - Þýskaland - 89
4. Louisa Necib - Frakkland - 90
3. Abby Wambach - Bandaríkin - 90
2. Megan Rapinoe - Bandaríkin - 90
1. Carli Lloyd - Bandaríkin - 91
https://www.youtube.com/watch?v=WY0cJysUrAw