Þrýsti á um að fá kvennalið í FIFA 16 - Carli Llyod best kvenna í leiknum

veronica.jpeg
Auglýsing

Spænski landsliðsfyrirliðinn í fótbolta kvenna, Veronica Boquete, á mesta heiðurinn að því að tölvuleikjarisinn EA, sem gefur út FIFA, ákvað að vera með tólf kvennalandslið í nýjustu útgáfu leiksins, FIFA 16, sem kemur út á heimsvísu 22. september næstkomandi.

Nú hefur verið gefinn út listi yfir tuttugu bestu leikmenn kvennalandsliða í leiknum, og er það fyrirliði heimsmeistaraliðs Bandaríkjanna, Carli Llyod, sem er með hæstu einkunn allra, 91 á skalanum frá 1 til 100.

FIFA leikirnir eru með allra vinsælustu tölvuleikjum heimsins, og gera áætlanir EA ráð fyrir að leikurinn sem kemur út eftir tæpar tvær viku muni slá öll fyrri sölumet.

Auglýsing

Á heimsvísu seldust tæplega sjö milljónir eintaka af FIFA 15 leiknum, en tekjur af netspilunar viðmótinu, FIFA Ultimate Team, eru einnig ört vaxandi, en þar geta leikmenn keypt spilapeninga, byggt upp lið og keypt við aðra í gegnum netið.

Boquete þrýsti á um að FIFA leikurinn væri einnig með kvennaliðum ekki síst til að efla orðspor kvennafótboltans og vinna gegn þeirri ímynd að fótbolti sé frekar fyrir stráka en stelpur. Hún setti af stað undirskriftarsöfnun á netinu og setti markið á að fá 50 þúsund einstaklinga til að þrýsta á EA um að kvennalið væru einnig í leiknum vinsæla.

Það markmið náðist og gott betur, og brást EA strax við með því að verða við kröfum fjöldans sem skrifaði undir og bjóða upp á tólf kvennalandslið, með áform um að fjölga þeim hratt þegar fram í sækir í árlegum endurátgáfum leiksins.

Listann yfir bestu leikmenn kvennaliða í leiknum má sjá hér að neðan.

 

20. Caroline Seger - Svíþjóð - 84

19. Nilla Fischer - Svíþjóð - 84

18. Rosana - Brasilía - 84

17. Anji Mittag - Þýskaland - 84

16. Alex Morgan - Bandaríkin - 84

15. Tobin Heath - Bandaríkin - 85

14. Christie Rampone - Bandaríkin - 85

13. Celia Sasic - Þýskaland - 85

12. Dzsenifer Marozsan - Þýskaland - 86

11. Nadine Angerer - Þýskaland - 86

10. Becky Sauerbrunn - Bandaríkin - 86

9. Lotta Schelin - Svíþjóð - 87

8. Hope Solo - Bandaríkin - 87

7. Marta - Brasilía - 88

6. Christine Sinclair - Kanada - 88

5. Nadine Kessler - Þýskaland - 89

4. Louisa Necib - Frakkland - 90

3. Abby Wambach - Bandaríkin - 90

2. Megan Rapinoe - Bandaríkin - 90

1. Carli Lloyd - Bandaríkin - 91

https://www.youtube.com/watch?v=WY0cJysUrAw

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None