„Trúðu öllu illu“ upp á svartan mann að skokka

Karlarnir þrír sem drápu Ahmaud Arbery er hann var að skokka um hverfið þeirra gerðu það af því að hann var svartur, sögðu sækjendur í nýjum réttarhöldum yfir þremenningunum. Niðurstaðan: Morðið var hatursglæpur.

Gregory McMichael, Travis McMichael og William Bryan voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ahmaud Arbery.
Gregory McMichael, Travis McMichael og William Bryan voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ahmaud Arbery.
Auglýsing

Morðið á Ahmaud Arbery var hat­urs­glæp­ur. Þetta er nið­ur­staða kvið­dóms sem fékk það hlut­verk að skera úr um það hvort að þrír hvítir karlar hafi elt og skotið Arbery, svartan ungan mann, til bana vegna lit­ar­háttar hans. Þeir hafa þegar verið sak­felldir fyrir að drepa hann og hlotið lífs­tíð­ar­fang­els­is­dóm fyr­ir. En alrík­is­yf­ir­völd í Banda­ríkj­unum vildu einnig fá morð­ingj­ana dæmda fyrir hat­urs­glæp – að þeir hafi „trúað öllu illu“ upp á unga mann­inn sem varð á vegi þeirra, út af því einu að hann var svartur á hör­und. Verj­endur mann­anna þriggja, þeirra Tra­vis McMichael, Gregory McMich­ael og William Bryan sögðu þá hafa talið sig bera kennsl á Arbery af upp­töku úr örygg­is­mynda­vél og héldu hann hafa borið ábyrgð á inn­broti.

Kvið­dómur í nýjum rétt­ar­höldum yfir þre­menn­ing­unum kvað upp nið­ur­stöður sína í dag: Morðið var hat­urs­glæp­ur. Merrick Gar­land, dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sagði á blaða­manna­fundi síð­degis að Arbery hefði verið „sigtaður út, elt­ur, skot­inn og drep­inn“ á meðan hann var að skokka á almanna­færi. Hann sagði „ras­is­ma“ verið und­ir­rót­ina. Eng­inn í Banda­ríkj­unum ætti að þurfa að ótt­ast um líf sitt þegar farið væri út að hlaupa, eng­inn ætti að eiga á hættu að verða „sigtaður út og drep­inn vegna húð­litar síns“.

Morðið á Arbery vakti ekki mikla athygli þegar það var framið í febr­úar árið 2020. „Sjálfs­vörn,“ sögðu feðgarnir sem höfðu elt hann og skot­ið. „Hann var úti að skokka,“ sagði móðir hans. Skýrsla var tekin af feðg­unum og nágranna þeirra sem tók þátt í elt­ing­ar­leikn­um, „veið­un­um“ eins og sumir hafa kallað það sem átti sér stað. Þeir sögð­ust hafa grunað unga mann­inn um inn­brot og því elt hann. Hann hafi svo ráð­ist á anna þeirra. Sem sagt: Tveimur skotum var hleypt af í sjálfs­vörn.

Þetta var tekið gott og gilt af lög­regl­unni í smá­bænum Brunswick í Georg­íu-­ríki. Gregory McMich­ael var enda fyrr­ver­andi lög­reglu­mað­ur.

Það var ekki fyrr en sjö­tíu dögum síð­ar, eftir að mynd­band af árásinni var birt opin­ber­lega, að í ljós kom að atburða­rásin var allt önnur en þre­menn­ing­arnir höfðu lýst.

Auglýsing

Það var áður en George Floyd var myrtur af lög­reglu­manni í Minnesota, áður en Black Lives Matt­er-hreyf­ingin hóf stöðug mót­mæli. En í þeim var morðið á Arbery eitt margra sem haldið var á lofti sem dæmi um það kerf­is­bundna mis­rétti sem svartir Banda­ríkja­menn verða fyrir af hálfu yfir­valda í landi sínu.

Þre­menn­ing­arnir voru dæmdir fyrir morðið á hinum 25 ára gamla Arbery í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. McMichaels-­feðgarnir fengu lífs­tíð­ar­fang­els­is­dóm án mögu­leika á reynslu­lausn. Bryan fékk einnig lífs­tíð­ar­dóm en getur sótt um reynslus­lausn eftir þrjá ára­tugi. Hann er 52 ára gam­all.

Ahmaud Arbery var 25 ára er hann var skotinn fyrir tveimur árum síðan.

Í loka­ræðu sinni við rétt­ar­höldin í gær, mánu­dag, sagði ákæru­valdið að ekk­ert annað hafi legið að baki morð­inu en kyn­þátta­for­dóm­ar. „Þeir voru drifnir áfram af kyn­þátta­hat­ri,“ sagði einn sak­sóknar­anna, Christopher Perras. „Þeir sáu svartan mann í hverf­inu sínu og hug­uðu þegar það versta.“

Pete Theodocion, verj­andi Bryans, sagði að sann­anir fyrir ras­isma væru „að­eins óbein­ar“. Hann ítrek­aði að menn­irnir hefðu talið sig þekkja Arbery af upp­töku úr örygg­is­mynda­vél og hefðu verið að verja hverfið sitt.

Ég er að skokka, ekki skjóta mig. Mikil mótmæli fóru fram er upp komst um aðdraganda morðsins á Arbery. Mynd: EPA

En ákæru­valdið lagði fram ýmis sönn­un­ar­gögn máli sínu til stuðn­ings sem sýndu kyn­þátta­for­dóma mann­anna. Meðal gagna voru færslur þeirra af sam­fé­lags­miðlum mán­uð­ina og árin áður en þeir frömdu morð­ið.

Árið 2018 skrif­aði Tra­vis McMich­ael t.d. við mynd­band af svörtum manni: „Ég myndi drepa þennan fjand­ans negra“. Og árum saman hefur Bryan skrifað níð á degi Mart­ins Luther King.

Í rétt­ar­höld­unum voru þre­menn­ing­arnir ásak­aðir um hat­urs­glæp og að hafa brotið á mann­rétt­indum Arbery. Þeir hafa nú verið fundnir sekir og gætu átt annan lífs­tíð­ar­dóm yfir höfði sér.

„Ég get ekki ímyndað mér þján­ingu móður hans,“ sagði Gar­land dóms­mála­ráð­herra. „En Ahmaud Arbery ætti að vera á lífi. Ég sam­hrygg­ist aðstand­endum hans.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent