„Trúðu öllu illu“ upp á svartan mann að skokka

Karlarnir þrír sem drápu Ahmaud Arbery er hann var að skokka um hverfið þeirra gerðu það af því að hann var svartur, sögðu sækjendur í nýjum réttarhöldum yfir þremenningunum. Niðurstaðan: Morðið var hatursglæpur.

Gregory McMichael, Travis McMichael og William Bryan voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ahmaud Arbery.
Gregory McMichael, Travis McMichael og William Bryan voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ahmaud Arbery.
Auglýsing

Morðið á Ahmaud Arbery var hat­urs­glæp­ur. Þetta er nið­ur­staða kvið­dóms sem fékk það hlut­verk að skera úr um það hvort að þrír hvítir karlar hafi elt og skotið Arbery, svartan ungan mann, til bana vegna lit­ar­háttar hans. Þeir hafa þegar verið sak­felldir fyrir að drepa hann og hlotið lífs­tíð­ar­fang­els­is­dóm fyr­ir. En alrík­is­yf­ir­völd í Banda­ríkj­unum vildu einnig fá morð­ingj­ana dæmda fyrir hat­urs­glæp – að þeir hafi „trúað öllu illu“ upp á unga mann­inn sem varð á vegi þeirra, út af því einu að hann var svartur á hör­und. Verj­endur mann­anna þriggja, þeirra Tra­vis McMichael, Gregory McMich­ael og William Bryan sögðu þá hafa talið sig bera kennsl á Arbery af upp­töku úr örygg­is­mynda­vél og héldu hann hafa borið ábyrgð á inn­broti.

Kvið­dómur í nýjum rétt­ar­höldum yfir þre­menn­ing­unum kvað upp nið­ur­stöður sína í dag: Morðið var hat­urs­glæp­ur. Merrick Gar­land, dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sagði á blaða­manna­fundi síð­degis að Arbery hefði verið „sigtaður út, elt­ur, skot­inn og drep­inn“ á meðan hann var að skokka á almanna­færi. Hann sagði „ras­is­ma“ verið und­ir­rót­ina. Eng­inn í Banda­ríkj­unum ætti að þurfa að ótt­ast um líf sitt þegar farið væri út að hlaupa, eng­inn ætti að eiga á hættu að verða „sigtaður út og drep­inn vegna húð­litar síns“.

Morðið á Arbery vakti ekki mikla athygli þegar það var framið í febr­úar árið 2020. „Sjálfs­vörn,“ sögðu feðgarnir sem höfðu elt hann og skot­ið. „Hann var úti að skokka,“ sagði móðir hans. Skýrsla var tekin af feðg­unum og nágranna þeirra sem tók þátt í elt­ing­ar­leikn­um, „veið­un­um“ eins og sumir hafa kallað það sem átti sér stað. Þeir sögð­ust hafa grunað unga mann­inn um inn­brot og því elt hann. Hann hafi svo ráð­ist á anna þeirra. Sem sagt: Tveimur skotum var hleypt af í sjálfs­vörn.

Þetta var tekið gott og gilt af lög­regl­unni í smá­bænum Brunswick í Georg­íu-­ríki. Gregory McMich­ael var enda fyrr­ver­andi lög­reglu­mað­ur.

Það var ekki fyrr en sjö­tíu dögum síð­ar, eftir að mynd­band af árásinni var birt opin­ber­lega, að í ljós kom að atburða­rásin var allt önnur en þre­menn­ing­arnir höfðu lýst.

Auglýsing

Það var áður en George Floyd var myrtur af lög­reglu­manni í Minnesota, áður en Black Lives Matt­er-hreyf­ingin hóf stöðug mót­mæli. En í þeim var morðið á Arbery eitt margra sem haldið var á lofti sem dæmi um það kerf­is­bundna mis­rétti sem svartir Banda­ríkja­menn verða fyrir af hálfu yfir­valda í landi sínu.

Þre­menn­ing­arnir voru dæmdir fyrir morðið á hinum 25 ára gamla Arbery í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. McMichaels-­feðgarnir fengu lífs­tíð­ar­fang­els­is­dóm án mögu­leika á reynslu­lausn. Bryan fékk einnig lífs­tíð­ar­dóm en getur sótt um reynslus­lausn eftir þrjá ára­tugi. Hann er 52 ára gam­all.

Ahmaud Arbery var 25 ára er hann var skotinn fyrir tveimur árum síðan.

Í loka­ræðu sinni við rétt­ar­höldin í gær, mánu­dag, sagði ákæru­valdið að ekk­ert annað hafi legið að baki morð­inu en kyn­þátta­for­dóm­ar. „Þeir voru drifnir áfram af kyn­þátta­hat­ri,“ sagði einn sak­sóknar­anna, Christopher Perras. „Þeir sáu svartan mann í hverf­inu sínu og hug­uðu þegar það versta.“

Pete Theodocion, verj­andi Bryans, sagði að sann­anir fyrir ras­isma væru „að­eins óbein­ar“. Hann ítrek­aði að menn­irnir hefðu talið sig þekkja Arbery af upp­töku úr örygg­is­mynda­vél og hefðu verið að verja hverfið sitt.

Ég er að skokka, ekki skjóta mig. Mikil mótmæli fóru fram er upp komst um aðdraganda morðsins á Arbery. Mynd: EPA

En ákæru­valdið lagði fram ýmis sönn­un­ar­gögn máli sínu til stuðn­ings sem sýndu kyn­þátta­for­dóma mann­anna. Meðal gagna voru færslur þeirra af sam­fé­lags­miðlum mán­uð­ina og árin áður en þeir frömdu morð­ið.

Árið 2018 skrif­aði Tra­vis McMich­ael t.d. við mynd­band af svörtum manni: „Ég myndi drepa þennan fjand­ans negra“. Og árum saman hefur Bryan skrifað níð á degi Mart­ins Luther King.

Í rétt­ar­höld­unum voru þre­menn­ing­arnir ásak­aðir um hat­urs­glæp og að hafa brotið á mann­rétt­indum Arbery. Þeir hafa nú verið fundnir sekir og gætu átt annan lífs­tíð­ar­dóm yfir höfði sér.

„Ég get ekki ímyndað mér þján­ingu móður hans,“ sagði Gar­land dóms­mála­ráð­herra. „En Ahmaud Arbery ætti að vera á lífi. Ég sam­hrygg­ist aðstand­endum hans.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent