Sautján karlar og þrjár konur eru á lista Ríkisskattstjóra yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í opinber gjöld vegna tekna á árinu 2014. Samtals greiða einstaklingarnir 3.172 milljónir króna. Mest greiðir Þórður Rafn Sigurðsson, nærri 672 milljónir króna.
Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum, greiðir mest kvenna, alls um 127 milljónir króna.
Eigendur Samherja á Akureyri, þeir Kristján V. Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, eru báðir á lista Ríkisskattstjóra. Kristján greiðir um 110 milljónir króna í skatta og opinber gjöld og Þorsteinn Már greiðir um 92 milljónir króna.
Auglýsing
Hér að neðan má sjá lista Ríkisskattstjóra í heild.
Nafn | Sveitarfélag | Gjöld alls |
1 Þórður Rafn Sigurðsson | Vestmannaeyjar | 671.565.763 |
2 Þorsteinn Sigurðsson | Hafnarfjörður | 304.633.336 |
3 Kári Stefánsson | Reykjavík | 277.499.661 |
4 Gunnar Torfason | Reykjavík | 180.939.049 |
5 Davíð Freyr Albertsson | Kópavogur | 173.206.913 |
6 Bert Martin Hanson | Reykjavík | 140.284.145 |
7 Jón Guðmann Pétursson | Kópavogur | 136.371.742 |
8 Guðbjörg M Matthíasdóttir | Vestmannaeyjar | 127.296.164 |
9 Árni Harðarson | Reykjavík | 121.618.964 |
10 Kristján V Vilhelmsson | Akureyri | 110.473.857 |
11 Stefán Hrafnkelsson | Reykjavík | 103.185.589 |
12 Adolf Guðmundsson | Seyðisfjörður | 102.093.894 |
13 Grímur Karl Sæmundsen | Reykjavík | 96.753.634 |
14 Guðjón Harðarson | Seyðisfjörður | 96.516.183 |
15 María Vigdís Ólafsdóttir | Seyðisfjörður | 94.486.876 |
16 Patrick Maurice Franzois Sulem | Reykjavík | 92.690.395 |
17 Þorsteinn Már Baldvinsson | Akureyri | 92.393.574 |
18 María Rúnarsdóttir | Kópavogur | 91.786.379 |
19 Gunnar Guðmundsson | Reykjavík | 82.125.263 |
20 Jákup Napoleon Purkhús | Reykjavík | 76.501.686 |