Tveir af þremur bönkum hafa þegar hækkað íbúðalánavexti og flestir stærstu sjóðirnir líka

Greiðslubyrði af óverðtryggðu íbúðaláni upp á 50 milljónir hefur aukist um meira en 1,2 milljónir króna á ársgrundvelli. Í byrjun síðasta árs voru vextirnir rúmlega þrjú prósent. Nú eru þeir í sumum tilfellum orðnir sjö prósent.

Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Auglýsing

Lands­bank­inn og Íslands­banki hafa báðir hækkað vexti af óverð­tryggðum íbúða­lánum í kjöl­far stýri­vaxt­ar­hækk­unar Seðla­banka Íslands í síð­ustu viku. Þá voru stýri­vextir hækk­aðir um 0,75 pró­sentu­stig upp í 5,5 pró­sent. 

Breyti­legir vextir á óverð­tryggðum grunn­lánum til íbúð­ar­kaupa (allt að 70 pró­sent af kaup­verði) hjá Lands­bank­an­um, sem er nán­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, hækka til jafns við stýri­vaxta­hækk­un­ina og verða sjö pró­sent. Þurfi fólk hærra hlut­fall að láni eru vext­irnir enn hærri.

Íslands­banki hækkar sömu­leiðis breyti­lega óverð­tryggða vexti af grunn­lánum um 0,75 pró­sentu­stig.

Arion banki hef­ur, enn sem komið er, ekki til­kynnt um vaxta­hækkun en við­búið að það verði gert á næstu dög­um. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir líka að hækka

Stjórn líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna ákvað á fundi sínum í síð­ustu viku að hækka vexti á óverð­­tryggðum breyt­i­­legum íbúða­lánum úr 5,73 í 6,56 pró­­sent, eða um 0,83 pró­­sent­u­­stig. Breyt­ingin tekur gildi 1. októ­ber næst­kom­andi. Um er að ræða lán fyrir 70 pró­­­sent af kaup­verði sem að hámarki mega vera 75 millj­­­ónir króna.

Auglýsing
Lífeyrissjóðurinn Brú, sem hefur boðið upp á lægsta vexti á óverð­tryggðum breyti­legum lánum und­an­farin miss­eri, ákvað á fimmtu­dag að hækka sína vexti úr 5,2 í 6,3 pró­sent. 

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) til­kynnti svo í gær að óverð­tryggðir vextir hans myndu hækka úr 6,95 í 7,55 pró­sent, en þar er um að ræða fasta vexti til þriggja ára. LSR býður ekki upp á breyti­lega vext­i. 

Gildi, sem er líka stór­tækur í íbúða­lán­um, hefur ekki til­kynnt um vaxta­hækkun enn sem komið er. 

Fólk flykkt­ist í breyt­i­­lega óverð­­tryggða vexti

Hlut­­fall lána sem er á breyt­i­­legum vöxtum hefur vaxið gríð­­ar­­lega á síð­­­ustu árum, en kjör á þeim urðu um tíma mjög skap­­leg eftir að Seðla­­bank­inn lækk­­aði stýri­vexti niður í 0,75 pró­­sent á meðan að á kór­ón­u­veiru­far­aldr­inum stóð. Aðsókn í óverð­­tryggð lán, sem fela í sér hærri greiðslu­­byrði en hrað­­ari nið­­ur­greiðslu á höf­uð­stól, jókst í þessu ástandi. Hlut­­fall þeirra af öllu útlánum til íbúð­­ar­­kaupa var 15 pró­­sent um mitt ár 2016 og 27,5 pró­­sent í byrjun árs 2020 en er nú komið í 56 pró­­sent. 

Hlut­­­­deild banka í útistand­andi íbúða­lánum er nú yfir 70 pró­­­­­sent en var 55 pró­­­­­sent í byrjun árs 2020. Á þessu tíma­bili hafa bank­­­arnir hagn­­­ast um tugi millj­­­arða króna og und­an­farið hefur vaxta­munur þeirra farið hækk­­­and­i.

Stýri­vextir hafa hækkað um 4,75 pró­­sent­u­­stig frá því í maí í fyrra vegna við­­leitni Seðla­­bank­ans til að stemma stigu við sífellt auk­inni verð­­bólgu, en hún mælist nú um 9,9 pró­­sent. Bank­inn spáir því að verð­­bólgan fari í 10,8 pró­­sent fyrir lok árs. Helsti drif­­kraftur hennar hefur verið hækk­­andi íbúða­verð. 

Íbúða­­mark­aður far­inn að kólna

Íbúða­verð á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu hækk­­­aði um 1,1 pró­­­sent milli mán­aða, sam­­­kvæmt nýbirtri mán­að­­­ar­­­skýrslu Hús­næð­is- og mann­­­virkja­­­stofn­un­­­ar. Það er mun minni hækkun milli mán­aða en hefur mælst milli mán­aða í nokkuð langan tíma og því ljóst að aðgerðir Seðla­­bank­ans til að draga úr vilja og getu til lán­­töku eru að hafa áhrif. 

Íbúða­verð á svæð­inu hefur hækkað um 15,5 pró­­­sent síð­­­­­ustu sex mán­uði og 25,5 pró­­­sent síð­­­asta árið. Ef horft er aftur til upp­­­hafs kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins, sem hófst af alvöru hér­­­­­lendis í mars 2020, þá hefur íbúða­verð á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu hækkað um 48 pró­­­sent.

Auglýsing
Á land­inu öllu hækk­­­aði íbúða­verð um 26,4 pró­­­sent frá júní í fyrra og til loka sama mán­aðar í ár. Verðið hækk­­­aði meira í nágranna­sveit­­­ar­­­fé­lögum höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu og ann­­­ars staðar á lands­­­byggð­inni en í höf­uð­­­borg­inni sjálfri og sveit­­­ar­­­fé­lög­unum sem liggja að henn­i. 

Athygl­is­vert er að frá sum­­r­inu 2020 hefur verð­bil á íbúðum auk­ist þannig að dýrar íbúðir virð­­­ast hafa hækkað meira í verði en ódýr­­­ar, sam­­­kvæmt sam­an­­­tekt HMS. 

Stór­­aukin greiðslu­­byrði heim­ila

Greiðslu­­byrði hús­næð­is­lána lækk­­aði skarpt þegar Seðla­­bank­inn hóf að lækka stýri­vexti í kjöl­far kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins. Strax um síð­­­ustu ára­­mót, þegar stýri­vextir voru tvö pró­­sent, var greiðslu­­byrði íbúða­lána á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu þó orðin svipuð og hún var fyrir far­ald­­ur­inn vegna vaxta- og verð­hækk­­ana á íbúða­­mark­aði. Síðan þá hafa stýri­vextir verið hækk­­aðir um 3,5 pró­­sent­u­­stig og greiðslu­­byrði lána stór­auk­ist sam­hliða.

Í fréttum RÚV í síð­ustu viku kom fram að greiðslu­byrði af óverð­tryggðum lánum með breyti­lega vexti hefði auk­ist um ríf­lega hund­rað þús­und krónur á mán­uði, miðað við 50 milljón króna lán sem tekið var í byrjun árs 2021 á þeim 3,4 pró­sent vöxtum sem buð­ust þá. 

Greiðslu­byrði slíks láns var í upp­hafi um 190 þús­und krónur en er nú 290 þús­und krón­ur. Þá á eftir að taka inn áhrif þeirra vaxta­hækk­ana sem til­greindar eru hér að ofan, og ákveðnar voru eftir síð­ustu stýri­vaxta­hækkun Seðla­banka Íslands. 

Á árs­grund­velli er greiðslu­byrði slíks láns því að hækka um meira en 1,2 millj­ónir króna á ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent