Umdeildar flengingar í Frakklandi

7.2.Housecall.for_.Health.jpg
Auglýsing

Eitt sinn varð ég vitni að óskemmti­legum atburði á leik­velli í Par­ís. Faðir sló barnið sitt utan und­ir. Fólk brást ókvæða við og gerði mann­inum það ljóst að þetta væri ekki lið­ið. Hann var flæmdur í burtu af reiðum hús­mæðrum og gekk móðg­aður út af leik­vell­inum með barn sitt, nið­ur­lægt og grát­andi.

Atvikið sat lengi í mér. Það er vont að verða vitni að ofbeldi, en um leið fannst mér gott að sjá fólk bregð­ast svona afdrátt­ar­laust við. Maður á nefni­lega alltaf að skipta sér af ofbeldi — í hvers konar mynd. Frakkar geta oft verið óþol­andi afskipta­samir þegar kemur að börn­um, en ég held að það sé í grunn­inn vænt­um­þykja gagn­vart börn­um. Það sé mik­il­vægt að skipta sér af, jafn­vel móðga fólk og trufla þegar vel­ferð barna er ann­ars veg­ar.

Um helm­ingur fleng­inga í Frakk­landi eru á börnum undir tveggja ára aldri sem hafa engar fos­endur til þess að skilja merk­ing­una eða til­gang athafn­ar­innar – þau tengja ekki orsök og afleið­ingu og skilja því ekki hvers vegna þau eru lamin.

Auglýsing

Ég ræddi síðan þetta atvik við nokkra franska kunn­ingja mína sem fannst öllum fyr­ir­lit­legt að slá börnin sín utan und­ir. Hins vegar voru nokkrir á þeirri skoðun (sem virð­ist reyndar ansi útbreidd í Frakk­landi) að það sé í lagi að flengja börn – svona létt á boss­ann – ef þau eru óþekk. Þetta finnst mér skrýt­ið. Ég var ekki flengdur af for­eldrum mínum og flengi ekki börnin mín. Og nú er spurt: Má flengja börn? Hefur það eitt­hvert upp­eld­is­legt gildi? Þetta hefur verið til umræðu upp á síðkastið í frönskum fjöl­miðlum og fleng­ingar barna er mikið álita­mál í Frakk­landi.

Fleng­ing er ofbeldiMann­réttinda­ráð Evr­ópu­sam­bands­ins sendi frönskum yfir­völdum kvört­un­ar­bréf í vik­unni þar sem Frakkar voru hrein­lega skamm­aðir fyrir að sjá í gegnum fingur sér með fleng­ingar á börn­um. Bent var á að frönsk lög væru óskýr þegar kæmi að lík­am­legum refs­ingum gagn­vart börnum —í raun væri ekk­ert sem bann­aði það. Þessi opin­bera kvörtun hefur komið af stað mik­illi umræðu um fleng­ing­ar; hvort þær séu til góðs eða ills. Sitt sýn­ist hverjum en flestir sér­fræð­ingar mæla ekki með því og tala um að nú sé kom­inn tími til þess að upp­ræta þessa tíma­skekkju og þetta ofbeldi.

Um helm­ingur fleng­inga í Frakk­landi eru á börnum undir tveggja ára aldri sem hafa engar fos­endur til þess að skilja merk­ing­una eða til­gang athafn­ar­innar – þau tengja ekki orsök og afleið­ingu og skilja því ekki hvers vegna þau eru lamin. Það eina sem þau læra er ofbeldi segir Oli­ver Maurel, fyrr­ver­andi kenn­ari sem berst gegn ofbeldi gegn börn­um. Hann segir fleng­ingar ekki hafa neitt upp­eld­is­legt gildi. Samt sé ótrú­legur fjöldi Frakka enn að flengja börnin sín. Flestir séu auð­vitað í hjarta sínu á móti ofbeldi – en tala um léttar og skað­lausar fleng­ing­ar. Hins vegar túlka börn verkn­að­inn sem nið­ur­lægj­andi ofbeldi. Þegar ofbeldi er ann­ars vegar þá er fárán­legt að tala um eitt­hvert afstæði eða blæ­brigða­mun. Ofbeldi er alltaf ofbeldi.

Hvað á að gera við börn sem aldrei hlýða?Barna­geð­læknar hafa lýst yfir fyr­ir­litn­ingu sinni á fleng­ingum og segja það mjög var­huga­vert og hættu­legt að aga börn með ofbeldi. Fleng­ing sé í raun og veru merki um stjórn­leysi for­eldra. Umbun og refs­ing séu sjálf­sögð stjórn­tæki í barna­upp­eldi – en fleng­ingar séu rugl­andi, óljós og nið­ur­lægj­andi athöfn. Þetta er hin almenna nið­ur­staða franskra geð­lækna.

­Rann­sóknir sýna að 88 pró­sent þeirra sem beittir voru ofbeldi í æsku beita svip­uðum aðferðum síðar á ævinni.

Þeir sem hafa stigið fram og varið fleng­ingar þræta stað­fast­lega fyrir það að léttar fleng­ingar séu ofbeldi. Í raun er enn stór hluti frönsku þjóð­ar­innar á því að léttar fleng­ingar geri ekki börnum illt. Þær séu sjálf­sögð og ein­föld refs­ing þegar börn fari yfir strik­ið. Fleng­ing sé ekki undir neinum kring­um­stæðum lík­am­legt ofbeldi. Einn af þeim sem hafa stigið fram og varið fleng­ingar er Maurice Berger geð­lækn­ir. Hann seg­ir:

„Létt högg eru ekki nið­ur­lægj­andi; fleng­ingar geta verið góðar í hófi, ekki of fastar og ekki of laus­ar. Þetta eru sterk og skýr skila­boð. Þetta er ekki ofbeldi miðað við margt annað sem börn þurfa að þola dags dag­lega.“

Eiffel-turninn í París. Eif­fel-­turn­inn í Par­ís.

 

Sjaldan fellur eplið langt frá eik­inniRann­sóknir sýna að 88 pró­sent þeirra sem beittir voru ofbeldi í æsku beita svip­uðum aðferðum síðar á ævinni. Þótt létt fleng­ing á bossa telj­ist ekki gróft ofbeldi getur slíkt samt kennt við­kom­andi ein­stak­lingi að að slík hegðun sé í lagi; fleng­ingar inn­ræti barn­inu hegðun sem geti síðar meir haft hættu­legar afleið­ing­ar.

„Við eigum ekki að kenna börnum ofbeldi. Punkt­ur. Það getur verið stór­vara­samt. Forð­umst allt ofbeldi í barna­upp­eld­i,“

segir Eliza­beth Gers­hoff, barna­sál­fræð­ing­ur. Margar rann­sóknir sýna fram á sterk tengsl milli fleng­inga, lík­ama­legra refs­inga barna og kyn­ferð­is­legs ofbeld­is. Kanadísk rann­sókn leiddi ljós að kyn­ferð­is­legt ofbeldi gagn­vart börnum teng­ist í 75 til­vikum af hund­rað ein­hvers konar lík­am­legum refs­ing­um. Undir það falla fleng­ing­ar.

Skýr­ari lögAf þessum sökum hafa risið upp hópar í Frakk­landi sem telja lík­am­legar refs­ingar og fleng­ingar á börnum vera stórt sam­fé­lags­legt vanda­mál sem brýnt sé að upp­ræta með skýr­ari laga­setn­ingu. Tal um blæ­brigða­mun — að létt högg séu í lagi — sé bæði sið­laust og stór­vara­samt. Það sé hlut­verk sam­fé­lags­ins og yfir­valda að vernda börn og búa þeim öruggt umhverfi og skjól. Með því að minnka ofbeldi í hvers konar mynd stuðlum við að örugg­ara og betra sam­fé­lagi. Það sé í raun algjör hneisa og tíma­skekkja að ekki sé búið að setja skýr lög um fleng­ingar barna í Frakk­landi. Kvörtun mann­réttinda­ráðs Evr­ópu sé hneyksli fyrir þjóð sem vill vera í for­ystu þegar kemur að mann­rétt­ind­um.

Rétt er að taka það skýrt fram að allar lík­am­legar refs­ingar eru löngu aflagðar í frönskum skólum og algjör­lega bann­að­ar. Ann­ars stað­ar, eins og á heim­il­um, eru lík­am­legar refs­ingar barna í raun ennþá leyfi­leg­ar. Þú mátt ekki lemja nágranna þinn en þú mátt lemja börnin hans. Að þessu leyti njóta börn minni mann­rétt­inda en full­orðið fólk. Lögin verða að vera skýr­ari og afdrátt­ar­laus­ari – segja þeir sem ganga fram og vilja taf­ar­lausar laga­breyt­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None