Umdeildasta snjallsímaforrit heims

h_51886256-1.jpg
Auglýsing

Stundum getur verið algjört hel­víti að fá leigu­bíl í Par­ís. Það er vesen að hringja, það er erfitt að fara út á götu og góma bíl; þeir eru oft lausir en stoppa samt ekki fyrir manni. Leigu­bíl­arnir eru of fáir, ferða­menn­irnir of margir eða eitt­hvað. Stundum bara skil ég ekki franska kerf­ið. Margir þeirra taka ekki greiðslu­kort, svo eru leigu­bíl­stjór­arnir oftar en ekki pirrað­ir, fúlir og tala enga ensku.

Þess vegna kom það fáum á óvart að net­þjón­ustan og smá­forritið Uber skyldi slá í gegn í Par­ís, en það gerir not­endum kleift að redda sér fari með ein­fald­ari og ódýr­ari hætti. For­ritið leitar uppi Uber-bíl í nágrenn­inu sem er kom­inn til þín innan stund­ar. Samt er allt brjál­að. Sér­stak­lega í Par­ís, en þar hafa komið upp óeirðir og áflog und­ar­farna mán­uði.

Óeirðir í París



Söng­konan og rokkekkjan Court­ney Love  er ein af þeim sem notar Uber á ferða­lögum sínum og lenti nán­ast í lífs­hættu í París í síð­ustu viku á leið sinni út á flug­völl þegar æstir leigu­bíl­stjórar réð­ust að Uber-bíl hennar með bar­efl­um. Hún tístaði á Twitter um þetta allt saman og sagð­ist örugg­ari í Bagdad en í Par­ís. „Hvar er lög­reglan?“ tístaði hún í  mik­illi örvænt­ingu þegar rúður voru brotn­ar, bíll­inn beyglaður og brot­inn.

Enn og aftur kom til átaka í París milli óeirða­lög­reglu og leigu­bíl­stjóra út af Uber. Þeir lok­uðu aðgangi að lest­ar­stöðvum og flug­völl­um, götum og hrað­braut­um. Brenndu hjól­barða, réð­ust á frétta­menn og tók­ust á við lög­reglu­menn í miklu stíði þar sem tára­gas og kylfur döns­uðu í loft­inu. Franskir leigu­bíl­stjórar þef­uðu uppi hund­ruð Uber-bíla og lögðu í rúst.

Auglýsing

Já, þeir kunna enn að mót­mæla þarna í Par­ís! Nú  voru leigu­bíl­stjór­arnir að mót­mæla Uber sem þeir segja ólög­legt, en að yfir­völd geri ekk­ert til þess að sporna við því.  Þótt þeir anni varla eft­ir­spurn á sumrin (París er vin­sæl­asti ferða­manna­staður heims) þá segja þeir Uber vera grafa undan til­vist sinni.

Þetta olli borg­ar­búum og mörgum ferða­mönnum tölu­verðum óþæg­ind­um, margir misstu af flugi eða lest, og þess vegna virð­ast fáir hafa samúð með leigu­bíl­stjór­um. Sumir segj­ast jafn­vel frekar nota Uber eftir öll þessi læti.

Frá nýlegum óeirðum í París vegna Uber. Hér hafa franskir leigubílstjórar velt við Uber-bíl. Mynd: EPA Frá nýlegum óeirðum í París vegna Uber. Hér hafa franskir leigu­bíl­stjórar velt við Uber-bíl. Mynd: EPA

Lög­legt eða ólög­legt?



Sama er uppi á ten­ingnum um allan heim. Leigu­bíl­stjórar eru fúlir út af Uber. Fyr­ir­tækið er starf­rækt í Asíu, Evr­ópu, Ástr­alíu og Amer­íku. Það var stofnað í San Frans­isco og for­stjór­inn, Tra­vis Kal­an­ick, er með fjöl­mörg kæru­mál á bak­inu. Leigu­bíl­stjórar og leigu­bíla­fyr­ir­tæki eru auð­vitað hundóá­nægð með það að þurfa að greiða him­inhá gjöld fyrir atvinnu- og starfs­leyfi, akst­urs­gjöld, taka sér­stök próf og upp­fylla ýmis­konar örygg­is­á­kvæði á meðan Uber-bíl­stjórar sleppa mest megnis við það. Þetta sé ójafn leik­ur.

Uber hefur gert samn­inga við marga bíl­stjóra og smærri leigu­bíla­fyr­ir­tæki sem sinna þjón­ust­unni og keyra um á sér­stökum Uber-bíl­um. Þeir þurfa vissu­lega að upp­fylla ákveðin skil­yrði en falla samt ekki undir sama hatt og venju­legir leigu­bíl­ar. Allar greiðslur eru raf­rænar á net­inu og ýmsir saka því Uber um að stunda svarta og algjör­lega ólög­lega starf­semi. Þetta sé leigu­bíla­fyr­ir­tæki sem brjóti allar regl­ur.

Sam­skipti við frönsk yfir­völd er ein löng laga­flækja. Um ára­mótin var gefin út sú til­skipun að Uber væri með öllu ólög­legt í Frakk­landi. Uber-bíl­stjórar hafa verið hand­teknir og lög­reglan hefur gert rassíu á skrif­stofur fyr­ir­tæk­is­ins í Par­ís. Samt sem áður starfar Uber; það er auð­vitað mun ódýr­ara að panta sér einn Uber en leigu­bíl. Sama er að ger­ast í London þar sem Uber hefur slegið í gegn.

Uber virð­ist vera á gráu svæði þegar kemur að lög­um. Það er auð­vitað alls ekki bannað að þiggja eða bjóða far; eng­inn lög geta í raun bannað fólki að þiggja þóknun eða deila kostn­aði þegar kemur að akstri. Ágrein­ung­ur­inn snýst um það hvort Uber sé leigu­bíla­fyr­ir­tæki eða ekki. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins neita því. Þetta sé frekar sam­vinnu­fyr­ir­tæki. Uber hikar því ekki við að halda áfram þrátt fyrir hand­tök­ur, árásir og fleira. Dóm­stólar hafa heldur ekki útkljáð þetta mál end­an­lega – það er enn laga­leg óvissa um þetta allt sam­an.

Travis Kalanick, forstjóri Uber. Mynd: EPA Tra­vis Kal­an­ick, for­stjóri Uber. Mynd: EPA

Heim­ur­inn breyt­ist



Vegna óeirð­anna í síð­ustu viku í París sendi Uber frá sér til­kynn­ingu og sagð­ist harma árásir og ofbeldi. Það hafi verið sorg­legt að fylgj­ast með slíku. Um hálf milljón manns notar Uber að stað­aldri í Frakk­landi. Uber virð­ist því vera komið til þess að vera – hvað sem leigu­bíl­stjórar eða yfir­völd gera.

Fyr­ir­tækið vill gera allt til þess að tryggja öryggi far­þega og þess vegna biðlar það til mót­mæl­enda að reyna að forð­ast allt ofbeldi. Það seg­ist samt skilja reiði leigu­bíl­stjór­anna á tímum hækk­andi atvinnu­leys­is. Uber er nýr veru­leiki, nýtt tæki­færi fyrir alla til þess að taka upp hag­kvæmara og betra fyr­ir­komu­lag; bæði fyrir far­þega og líka bíl­stjóra.

Uber er banda­rískt snjall­símafor­rit, banda­rísk upp­finn­ing. Höf­uð­stöðv­arnar eru í San Frans­isco. Hug­myndin er í sam­ræmi við hippa­hug­sjónir borg­ar­innar – að reyna að minnka bíla­um­ferð og meng­un, auk lífs­gæði og minnka eyðslu. Uber starfar nú í 58 löndum í 300 borgum um allan heim. Margir hafa stælt Uber og til eru ýmis­konar snjall­símafor­rit sem sinna sömu þjón­ustu. Þetta hefur verið kallað „Uber-væð­ing­in“ sem er á mik­illi sigl­ingu um allan heim. Þó að Uber sé fimma ára sprota­fyr­ir­tæki og bannað víða, er samt talið að veltan á þessu ári verði í kringum 10 millj­arða doll­ara. Þetta er angi af bylt­ingu sem gengur út á sam­vinn­u-hug­sjón; að fólk deili bíl­um, hús­um, tækjum og jafn­vel mat – allt í gegnum snjall­síma­tækn­ina sem tengir fólk sam­an.

Hug­myndin fædd­ist í París



Það er kald­hæðn­is­leg stað­reynd í tengslum við öll þessi mót­mæli að hug­myndin að Uber fædd­ist í París þegar for­stjór­inn, Tra­vis, var á ráð­stefnu 2008 og lenti í vand­ræðum með að ná í leigu­bíl. Þegar hann var loks­ins kom­inn aftur heim til sín í Síli­kondal­inn, hófst hann handa við að þróa for­ritið og hafa sam­band við fjár­festa.

París var síðan fyrsta borg utan Banda­ríkj­anna þar sem Uber kom á markað 2011. Eftir að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins var bönnuð í Frakk­landi kom útspilið Uber­Pool í nóv­em­ber 2014 með ögn breytt­ari áhersl­um. Í síð­ustu viku voru tveir helstu yfir­menn Uber í Frakk­landi hand­teknir af lög­regl­unni sak­aðir um að stunda ólög­lega og hættu­lega starf­semi – bæði fyrir umferð og almenna borg­ara.

Mót­mæli, óeirð­ir, ákær­ur, hand­tökur og fleira gera því Uber að umdeildasta snjall­símafor­riti heims.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None