Umframeftirspurn eftir bréfum í Eik, sem er metið á 23,6 milljarða

kauphoell.jpg
Auglýsing

Hluta­fjár­út­boði í Eik fast­eigna­fé­lagi lauk í gær. Alls ósk­uðu um 2.100 fjár­festar eftir því að fá að kaupa hluta­bréf í félag­inu fyrir sam­tals 8,3 millj­arða króna. Seldir voru 485 millj­ónir hlut­ir, alls 14 pró­sent hluta­fjár, fyrir 3,3 millj­arða króna. Umfram­eft­ir­spurn nam því fimm millj­örðum króna. Söl­un­gengi á hlut í útboð­inu var 6,8 krónur á hlut og áætlað er að við­skipti með hluti í félag­inu muni hefj­ast í Kaup­höll mið­viku­dag­inn 29. apr­íl. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar vegna loka útboðs­ins.

Það er Arion banki sem seldi þá hluti sem voru til sölu í útboð­inu. Um er að ræða nán­ast allan hlut bank­ans í félag­inu, sem var að öðru leyti að mestu í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Arion á eftir söl­una 0,2 pró­sent í Eik.

Þriðja fast­eigna­fé­lagið á markaðEik er annað fast­eigna­fé­lagið sem fer á markað á þessu ári og það þriðja frá upp­hafi. Hluta­bréf í Reitum voru tekin til við­skipta fyrr í þessum mán­uði og fast­eigna­fé­lagið Reg­inn hefur verið á mark­aði frá árinu 2012.

Í hluta­fjár­út­boði Reita var 13,25 pró­sent af heild­ar­hlutafé félags­ins til sölu. Arion banki var eig­andi þess alls. Með­al­gengið í útboð­inu var tæp­lega 63,9 krónur á hlut. Heild­ar­sölu­and­virði útboðs­ins var því tæp­lega 6,4 millj­arðar króna.

Auglýsing

Mun meiri eft­ir­spurn var eftir hlutum í Reitum en fram­boð. Alls bár­ust til­boð upp á 25,5 millj­arða króna. Því var umfram­eft­ir­spurnin fjór­föld.

Nokkrum dögum eftir að bréf með Reiti voru tekin til við­skipta til­kynnt Lands­bank­inn að hann hefði ákveðið að selja tíu pró­sent hlut í fast­eigna­fé­lag­inu Reitum, en bank­inn á alls um 18 pró­sent hlut í félag­inu. Hlut­ur­inn verður seldur í gegnum mark­að­við­skipti bank­ans og lág­marks­gengi í útboð­inu verður 63 krón­ur.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None