Unglingsstúlkur upplifa helst þvinganir í samskiptum á netinu

Tæpur fjórðungur unglingsstúlkna á aldrinum 15-17 ára sögðust hafa upplifað þvinganir um að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar yfir netið, samkvæmt könnun fjölmiðlanefndar.

Að upplifa þvingun varðandi það að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar yfir netið er helst bundið við yngstu aldurshópana, samkvæmt nýrri könnun fjölmiðlanefndar.
Að upplifa þvingun varðandi það að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar yfir netið er helst bundið við yngstu aldurshópana, samkvæmt nýrri könnun fjölmiðlanefndar.
Auglýsing

Tæpur fjórð­ungur ung­lings­stúlkna á aldr­inum 15-17 ára seg­ist nýlega hafa upp­lifað að vera þving­aðar til þess að senda myndir af sér eða aðrar per­sónu­legar upp­lýs­ingar yfir net­ið. Sam­kvæmt spurn­inga­könnun sem fjöl­miðla­nefnd lagði fyrir í febr­úar og mars á þessu ári höfðu 23,9 pró­sent stúlkna á þessum aldri upp­lifað slíkt á síð­ustu 12 mán­uðum þar á und­an.

Þetta er á meðal nið­ur­staðna í nýrri skýrslu sem fjöl­miðla­nefnd hefur unnið um nið­ur­stöður könn­un­ar­innar og varpar ljósi á „óvið­un­andi ástand“ og sýnir „grafal­var­lega mynd af því umhverfi sem ungt fólk og þá sér­stak­lega ungar konur búa við á net­inu í dag,“ að mati Skúla Braga Geir­dal, sem er verk­efna­stjóri miðla­læsis hjá fjöl­miðla­nefnd.

Í skýrslu fjöl­miðla­nefndar segir að 6,3 pró­sent ung­lings­stráka á aldr­inum 15-17 ára hafi að sama skapi upp­lifað þvingun um að senda af sér myndir eða aðrar per­sónu­legar upp­lýs­ingar yfir net­ið, en ein­ungis 0,6 pró­sent allra þeirra sem voru 18 ára og eldri.

Að upp­lifa þvingun í þessu til­liti var því helst bundið við yngstu ald­urs­hópana.

Hið sama átti við um það að hafa lent í því að upp­lifa að myndum eða mynd­skeiðum af við­kom­andi á netið í óþökk þeirra, en 17,9 pró­sent ung­lings­stúlkna á aldr­inum 15-17 ára hafði lent í því og 13,8 pró­sent 15-17 ára stráka. Með­al­tal í öðrum ald­urs­hóp­um, 18 ára og eldri, var tvö pró­sent.

Yfir 20 pró­sent hættu að taka þátt í umræðum á net­inu eftir háð­ung eða ögrun

Í skýrslu fjöl­miðla­nefndar kemur einnig fram að sam­kvæmt könn­un­inni hafi þriðj­ungur Íslend­inga upp­lifað að lend í netsvind­li, þar sem reynt var að hafa af þeim fé. Þá hafði tæpur fjórð­ungur upp­lifað hat­urs­full ummæli í umræðum á net­inu og 11,5 pró­sent sögð­ust hafa upp­lifað að ein­hver hefði hæðst að þeim eða ögrað í umræðum á net­inu.

Auglýsing

Þeir sem höfðu upp­lifað ögrun eða háð­ung á net­inu voru spurðir hvort það hefði haft áhrif á þátt­töku þeirra í umræð­um.

Ein­ungis 27 pró­sent sögðu að það hefði ekki haft nein áhrif á þá, en helm­ingur aðspurðra sögðu að þeir væru orðnir var­kár­ari við að lýsa skoðun sinni í umræðum á net­inu.

Tæp 33 pró­sent sögð­ust hafa brugð­ist við með því að taka frekar þátt í umræðum í lok­uðum hópum og 20,6 pró­sent sögðu við­bragðið hafa verið það að hætta að taka þátt í umræðum á net­inu.

Rúm 15 pró­sent þeirra sem höfðu orðið fyrir ögrun sögð­ust hins vegar hafa brugð­ist við með því að ræða frekar við fólk sem væri sam­mála þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent