Uppbygging stóriðju fráleit ef Ísland á að vera kolefnishlutlaust

Katrín Jakobsdóttir vill að Ísland verði kolefnishlutlaust og telur að stjórnvöld verði að haga stefnu sinni öðruvísi ef það ætti að verða að veruleika.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, segir vanta upp á opin­bera stefnu­mótun í lofts­lags­málum til þess að Ísland geti orðið kolefn­is­hlut­laust land. Katrín var í við­tali við Þukl í Hlað­varpi Kjarn­ans í gær en um helg­ina sagði hún í ræðu á lands­fundi Vinstri grænna, að Ísland eigi raun­veru­lega mögu­leika á því að verða kolefn­is­hlut­laust land.„Ég held að Ísland geti gengið lengra [en við gerum nú þeg­ar] og sagst ætla að draga úr losun óháð öðrum,“ segir Katrín. „Af því að við höfum svo mikil tæki­færi til þess. Með þá orku sem við eigum þá ættum við að geta stigið fram­ar, ef þetta yrði sett efst á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sveit­ar­fé­laga um land allt og almenn­ings.“

Auglýsing

Mark­mið Íslands í lofts­lags­málum er að draga úr losun um allt að 40 pró­sent árið 2030 miðað við árið 1990. Ísland fylgir Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) og mun semja um „sann­gjarnan hlut“ sinn við ríki Evópu­sam­bands­ins að lofts­lags­ráð­stefn­unni í París lok­inni. Nor­egur fékk að taka þátt í mark­miðum ESB eins og Ísland. Norsk stjórn­völd stefna að því að minnka losun um að minnsta kosti 40 pró­sent og stefna að kolefn­is­hlut­leysi árið 2050.

Ráðst þarf í miklar fjár­fest­ingar til þess að kolefn­is­hlut­laust Ísland geti orðið að veru­leika, segir Katrín, og að þar þurfi að koma til sam­starfs milli hins opin­bera og einka­geirans. „Við getum lært af því sem aðrar þjóðir hafa lent í. Hluti af vand­an­um, ef við lítum bara til Banda­ríkj­anna, er að það hefur verið erfitt að fara í raun­veru­legar aðgerðir í orku­skiptum því hags­munir olíu­fé­lag­anna eru svo mikl­ir. Og það þarf ein­hvern­veg­inn að vinna þetta sam­an,“ sagði hún í hlað­varps­þætt­in­um.

Katrín bendir á að stór­iðju­stefna stjórn­valda verði að breyt­ast ef Ísland eigi að vera kolefn­is­hlut­laust. „Jafn­vel þó þar hafi verið reynt að tak­marka mengun með nýrri tækni þá ber stór­iðjan ábyrgð á 40 pró­sent af okkar los­un,“ segir hún. „Og það er raun og veru frá­leitt að tala um áfram­hald­andi upp­bygg­inu stór­iðju á sama tíma og við setjum mark­mið um kolefn­is­hlut­laust Ísland.“

Að mati Katrínar á Ísland mikla mögu­leika á að verða í far­ar­broddi í heim­inum þegar kemur að orku­skipta­tækni. Hún telur öfl­uga háskóla og nýsköp­un­ar­sam­fé­lag vera helstu tæki Íslend­inga í þeim efn­um. „Við ættum að huga að því hvernig við getum komið okkur þá stöðu með styrkj­um, beinum styrkjum og skatta­legum hvöt­um, þá ættum við Íslend­ingar að verða til­rauna­land á sviði orku­skipta.“Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None