Utanríkisráðherra vill að Íslendingar endurskoði hvalveiðar

Gunnar_bragi.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, segir Íslend­inga vera litna horn­auga í alþjóða­sam­fé­lag­inu vegna hval­veiða við stendur Íslands og tíma­bært sé að end­ur­skoða hval­veið­arnar vegna þessa. Frá þessu er sagt á vef Skessu­horns í dag.

Gagn­rýni alþjóða­sam­fél­gs­ins kemur fram á fundum sem starfs­menn stjórn­ar­ráðs­ins og full­trúar Íslands sækja erlend­is. „Við hér í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu verðum vör við það frá fyrstu hendi á fundum sem við sækjum að Ísland er stundum litið horn­auga vegna þess­ara veiða,“ segir Gunnar Bragi í við­tali við Skessu­horn. Ísland hafi jafn­vel verið skilið útundan og ekki boðið á fundi um mál­efni hafs­ins vegna veið­anna.

Gunnar Bragi seg­ist hins vegar merkja breyt­ingar á þessu enda hafi íslenskar sendi­nefndir lagt sig fram um að færa rök fyrir veið­un­um, velta upp lausnum og passað sig á að gera ekki lítið úr áhyggjum erlendis frá.

Auglýsing

„Við eigum ekki að gefa eftir rétt­inn til að nýta þessa auð­lind frekar en hverja aðra. En það er umhugs­un­ar­efni fyrir okkur hvort við ættum ekki að koma til móts við alþjóða hval­veiði­ráðið til að mynda með því að veiða færri hvali árlega en við gerum nú,“ segir Gunnar Bragi.

Ísland fór fram á það á ráð­stefnu alþjóða hval­veiði­ráðs­ins árið 2010 að alþjóð­legu banni við hval­veiðum yrði létt, ásamt Nor­egi og Jap­an. Alls eru 88 ríki aðilar að ráð­inu sem hefur til dæmis lagt til mála­miðlun þar sem hval­veiði­kvóti þeirra þjóða sem veiða verði minnk­aður tals­vert. Margir vís­inda­menn hafa hins vegar sagt slíkar mála­miðl­anir frá­leit­ar. Hval­veiði­bannið var sett á árið 1986.

Hvalveiðikvóti ársins 2015 er 154 langreyðar og 229 hrefnur. Hval­veiði­kvóti árs­ins 2015 er 154 lang­reyðar og 229 hrefn­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None