Utanríkisráðherra vill að Íslendingar endurskoði hvalveiðar

Gunnar_bragi.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir Íslendinga vera litna hornauga í alþjóðasamfélaginu vegna hvalveiða við stendur Íslands og tímabært sé að endurskoða hvalveiðarnar vegna þessa. Frá þessu er sagt á vef Skessuhorns í dag.

Gagnrýni alþjóðasamfélgsins kemur fram á fundum sem starfsmenn stjórnarráðsins og fulltrúar Íslands sækja erlendis. „Við hér í utanríkisráðuneytinu verðum vör við það frá fyrstu hendi á fundum sem við sækjum að Ísland er stundum litið hornauga vegna þessara veiða,“ segir Gunnar Bragi í viðtali við Skessuhorn. Ísland hafi jafnvel verið skilið útundan og ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna veiðanna.

Gunnar Bragi segist hins vegar merkja breytingar á þessu enda hafi íslenskar sendinefndir lagt sig fram um að færa rök fyrir veiðunum, velta upp lausnum og passað sig á að gera ekki lítið úr áhyggjum erlendis frá.

Auglýsing

„Við eigum ekki að gefa eftir réttinn til að nýta þessa auðlind frekar en hverja aðra. En það er umhugsunarefni fyrir okkur hvort við ættum ekki að koma til móts við alþjóða hvalveiðiráðið til að mynda með því að veiða færri hvali árlega en við gerum nú,“ segir Gunnar Bragi.

Ísland fór fram á það á ráðstefnu alþjóða hvalveiðiráðsins árið 2010 að alþjóðlegu banni við hvalveiðum yrði létt, ásamt Noregi og Japan. Alls eru 88 ríki aðilar að ráðinu sem hefur til dæmis lagt til málamiðlun þar sem hvalveiðikvóti þeirra þjóða sem veiða verði minnkaður talsvert. Margir vísindamenn hafa hins vegar sagt slíkar málamiðlanir fráleitar. Hvalveiðibannið var sett á árið 1986.

Hvalveiðikvóti ársins 2015 er 154 langreyðar og 229 hrefnur. Hvalveiðikvóti ársins 2015 er 154 langreyðar og 229 hrefnur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None