Var gerð hallarbylting í Norður-Kóreu?

000-Hkg10102335.jpg
Auglýsing

Veik­indi Kim Jong-un, æðsta leið­toga Norð­ur­-Kóreu, kunna að hafa orðið að jarð­vegi fyrir hall­ar­bylt­ingu í höf­uð­borg Norð­ur­-Kóreu. Leið­tog­inn hefur ekki komið opin­ber­lega fram í rúman mánuð og misst af mörgum mik­il­vægum atburðum í sögu þjóð­ar­innar und­an­far­inn mán­uð, eins og Kjarn­inn greindi frá á dög­un­um.

Meðal ann­ars lét hann ekki sjá sig þegar stofn­dagur norð­ur­-kóreska alþýðu­lýð­veld­is­ins var hald­inn hátíð­legur í síð­asta mán­uði. Það sem fékk fólk til að halda að ástandið væri orðið alvar­legt var þegar hann lét ekki sjá sig til að hylla íþrótta­menn lands­ins þegar þeir snéru heim af Asíu­leik­unum fyrir helgi.

Þvert á móti voru aðrir emb­ætt­is­menn mun sýni­legri en leið­tog­inn sjálf­ur, sem er óvana­legt í Norð­ur­-Kóreu þar sem leið­toga­dýrk­unin er slík að him­inn og jörð snú­ast í kringum hann og ekk­ert ger­ist nema hann hafi ákveðið það. Þrír hátt­settir emb­ætt­is­menn dúkk­uðu nefni­lega upp á loka­há­tíð Asíu­leik­anna í Seúl í nágranna­rík­inu í suðri. Komu tveggja þeirra mátti auð­veld­lega skýra af til­efn­inu. Annar þeirra hefur með íþróttir að gera og hinn hefur tengsl í Seúl. Þriðji mað­ur­inn var hins vegar á úti­velli og vakti koma hans furðu.

Auglýsing

Hwang Pyong-so er með­limur Skipu­lags- og leið­sagn­ar­stofn­unnar Norð­ur­-Kóreu sem heldur miklum völdum í land­inu. Völd stof­un­ar­innar eru slík að stjórn­mála­skýrend­ur telja að þau ógni völdum Kim Jong-un. Form­leg við­ur­kenn­ing stjórn­valda á að leið­tog­inn „þjá­ist af óþægi­legum kvill­um“ hefur verið sem olía á eld þeirra sem telja að hall­ar­bylt­ing hafi verið gerð í Norð­ur­-Kóreu.

„Af­taka Sung-taek var það sem braut allar regl­ur. Það má ekki snerta fjöl­skyldu­með­lim Kim-­fjöl­skyld­unnar opin­ber­lega. Eftir að Sung-taek var tek­inn af lífi er Kim Jong-un umkringdur með­limum stofnunarinnar.“

Þar er Hwang Pyong-so í lyk­il­hlut­verki. Hann kemur nú opin­ber­lega fram fyrir hönd þjóð­ar­innar á einum stærsta íþrótta­við­burði í Asíu auk þess sem Jang Jin-sung, fyrrum hátt settur emb­ætt­is­maður í örygg­is­ráðu­neyti lands­ins, telur Norð­ur­-Kóreu vera í miðri borg­ara­styrj­öld. J­ang tal­aði á ráð­stefnu útlaga frá Norð­ur­-Kóreu sem haldin var í Hollandi í síð­asta mán­uði og sagði að Skiplags- og leið­sagn­ar­stofn­unin sé nú hætt að fylgja skip­unum leið­tog­ans unga eftir að hafa fylgt föður hans Kim Jong-il í hvert fót­mál á meðan sá lifði. Hlut­verk Hwang innan stofn­un­ar­innar er hins vegar óþekkt.

Ómeð­vitað borg­ara­stríðJang Jin-sung telur jafn­framt að hall­ar­bylt­ingin hafi verið gerð í fyrra og að Kim Jong-un þjóni aðeins sem strengja­brúða Skipu­lags- og leið­bein­inga­stofn­un­ar­inn­ar. Jang hefur síðan hann gerð­ist útlagi frá Norð­ur­-Kóreu ritað minn­ingar sínar af starf­inu undir Kim Jong-il og gerst rann­sak­andi hjá Þjóðar­ör­ygg­is­stofn­un­inni í Seúl. Þá gefur hann út New Focus International, sjálf­stæða útgáfu um fréttir frá Norð­ur­-Kóreu og grein­ingar á ástand­inu í land­inu.

Jang sagði á ráð­stefn­unni í Hollandi tvær fylk­ingar takast á um völdin í Norð­ur­-Kóreu. „Ann­ars vegar er það fólk sem vill halda í ein­ræð­ið. Hins vegar eru það þeir sem vilja nýta tæki­færið til að fá áhrif. Það er þó ekki þannig að fólk sé að berj­ast gegn ein­ræð­inu. Þetta er ekki með­vitað borg­ara­stríð í raun, heldur aðeins tvær fylk­ingar sem eiga ekki sam­leið,“ sagði Jang í sam­tali við Vice News.

Valdaránið telur Jang hafa orðið á svip­uðum tíma og frændi Kim Jong-un, Jang Sung-ta­ek, var tek­inn af lífi á hrotta­feng­inn hátt fyrir tæpu ári síð­an. „Af­taka Sung-taek var það sem braut allar regl­ur. Það má ekki snerta fjöl­skyldu­með­lim Kim-­fjöl­skyld­unnar opin­ber­lega. Eftir að Sung-taek var tek­inn af lífi er Kim Jong-un umkringdur með­limum stofn­un­ar­inn­ar.“

Á meðan þessu stendur er Kim Jong-un fjarri góðu gamni. Suð­ur­-kóreskir miðlar greindu frá því fyrir hálfum mán­uði að ónafn­greindir heim­ilda­menn segðu Kim vera stór­reyk­inga­mann, þjást af gigt, offitu, syk­ur­sýki og allt of háum blóð­þrýst­ingi. Aðrir ónafn­greindir heim­ilda­menn segja norð­ur­-kóreska lækna hafa heim­sótt Evr­ópu­lönd til að finna leiðir til að lækna Kim. Þá er talið að evr­ópskir læknar hafi jafn­vel ferð­ast til komm­ún­ista­rík­is­ins á Kóreu­skaga til að líta á leið­tog­ann.

Með för sinni til Seúl braut Hwang gegn æðstu reglu ein­ræð­is­ins í Pyongyang; þar er mönnum strang­lega bannað að vera annar eða þriðji valda­mesti maður lands­ins. Það var ekki síst vegna þess að Hwang var í fylgd tveggja örygg­is­varða sem þessi regla var brotin því eng­inn annar en æðsti leið­tog­inn má ferð­ast í fylgd sýni­legrar gæslu. (Sjá efstu mynd frétt­ar­inn­ar).

Kim Jong-un sást síðast opinberlega þegar hann heimsótti verksmiðju í Pyongyang. Kim Jong-un sást síð­ast opin­ber­lega þegar hann heim­sótti verk­smiðju í Pyongyang.

Var­ast skal fregnirJafn­vel þó vís­bend­ing­arnar líti út fyrir að vera áreið­an­legar og und­ir­byggja skýr­ingar fyr­ir­ ­valdaráni vilja ­banda­rísk yfir­völd ekki taka svo djúpt í árina að Kim Jong-un hafi verið velt af stóli. Þá er hætt á því að skýr­ingar á fjar­veru Kim séu að hann sé veikur og geti ekki sinnt hefð­bundnum stjórn­ar­at­höfn­um.

Yngri systir hans, Kim Yo-jong, hefur til að mynda hlotið aukin völd í fjar­veru bróður síns, þó hún hafi ekki for­sæti á norð­ur­-kóreska þing­inu. Yo-jong kom til að mynda fyrst fram opin­ber­lega á þessu ári. Systirin er ekki ókunnug völd­unum í Pyongyang því hún starf­aði sem hjálp­ar­hella föður síns Kim Jong-il þegar sá lá fyrir dauð­an­um.

Opin­berar skýr­ingar fyrir óvæntri heim­sókn Hwang Pyong-so til Seúl eru að æðstu flokks­menn hafi verið sendir alla leið á Asíu­leik­ana til að hylla íþrótta­menn­ina, „sem án und­an­tekn­inga fögn­uðu föð­ur­land­inu með óvið­jafn­an­legum eld­móð­i“. Kim Jong-un er jafn­framt sagður hafa sent þessa menn per­sónu­lega og séð þeim fyrir sér­stakri flug­vél.

Til þess að sýna fram á að hall­ar­bylt­ing hafi verið gerð í Norð­ur­-Kóreu þarf fleiri vís­bend­ingar og stað­fest­ingar á að grafið sé undan völd­um Kim Jong-un. Leið­tog­inn er sagður búa í vel úti­látnu sum­ar­húsi fjöl­skyld­unnar utan höf­uð­borg­ar­innar þar sem hann hlýtur lækn­ingu við kvillum sín­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Kortu
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Kortu í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None