Vefverslun með áfengi auglýsir sig á einum stærsta fréttavef landsins

Í gær birti Nýja vínbúðin, bresk vefverslun með vín sem þjónar íslenskum neytendum, auglýsingu á mbl.is. Stofnandi hennar segir ekkert í reglugerðum eða lögum banna erlendum áfengisverslunum að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum.

Auglýsingaborðinn sem Nýja vínbúðin keypti á vef mbl.is.
Auglýsingaborðinn sem Nýja vínbúðin keypti á vef mbl.is.
Auglýsing

Bresk net­verslun með áfengi, sem býður íslenskum neyt­endum upp á að kaupa vín án þess að við­skiptin fari í gegnum ÁTVR, er byrjuð að aug­lýsa í íslenskum fjöl­miðl­um. Í gær birt­ust aug­lýs­ingar frá Nýju vín­búð­inni, sem er með höf­uð­stöðvar í London, á einum víð­lesn­asta frétta­vef lands­ins, mbl.­is.

Engar sér­stakar vöru­teg­undir voru aug­lýstar í aug­lýs­ing­unni sem Nýja vín­búðin keypti af fjöl­miðl­in­um, heldur var ein­ungis teng­ill inn á sjálfa vef­versl­un­ina. Stofn­andi Nýju vín­búð­ar­inn­ar, Sverrir Einar Eiríks­son, telur að ekk­ert í lögum eða reglu­gerðum komi í veg fyrir að hann aug­lýsi verslun sína í hefð­bundnum fjöl­miðl­um.

„Við höfum ekki verið að aug­lýsa vöru­teg­undir heldur bara versl­un­ina. Ég held að það sé full­kom­lega lög­leg­t,“ segir Sverrir í sam­tali við Kjarn­ann, en reglu­gerð um bann við áfeng­is­aug­lýs­ingum var síð­ast upp­færð er Sig­hvatur Björg­vins­son var heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra árið 1991.

Sverrir Einar Eiríksson stofnandi Nýju vínbúðarinnar. Mynd: Aðsend

Í þeirri reglu­gerð segir meðal ann­ars að hvers konar aug­lýs­ingar á áfengi og ein­stökum áfeng­is­teg­undum séu bann­að­ar. Það kemur hins vegar ekk­ert fram um að versl­anir sem selja áfengi megi ekki aug­lýsa þjón­ustu sína, en nokkrar vef­versl­anir með vöru­hús hér á landi hafa á síð­ustu miss­erum skotið upp koll­in­um. Þær voru ekki til staðar er reglu­verkið í kringum aug­lýs­ing­arnar var síð­ast upp­fært.

ÁTVR hafi ekki veitt ókeypis aug­lýs­ingar

Nýja vín­búðin fór í loftið í lok júní og segir Sver­rit að við­tökur Íslend­inga hafi verið góð­ar. Íslenskir not­endur Face­book hafa varla kom­ist hjá því að kom­ast að sjá aug­lýs­ingar frá versl­un­inni á vafri sínum um vef­inn og vakti Jakob Bjarnar Grét­ars­son, blaða­maður á Vísi, athygli á því í hópnum Fjöl­miðlanördar að fyr­ir­tæki Sverris væri að aug­lýsa „eins og rófu­laus hund­ur“ á sam­fé­lags­miðl­inum en mætti ekki aug­lýsa vörur sína í íslenskum fjöl­miðlum á sama tíma.

Auglýsing

„Þetta stenst auð­vitað ekki nokkra ein­ustu skoð­un. Eig­in­lega bara pín­legt. Af hverju eru íslenskir stjórn­mála­menn svona miklar hey­bræk­ur? Er það af því að íslenskur almenn­ingur er ginn­keyptur fyrir skrum­urum og for­ræð­is­hyggju­deli­kventum eða hvað er eig­in­lega mál­ið?“ sagði Jakob Bjarnar um mál­ið.

Sverrir tekur undir að það sé furðu­legt að hann megi ekki aug­lýsa vörur sínar í íslenskum miðl­um. Hann segir líka aðspurður að hann hafi alveg misst af því að fá ókeypis aug­lýs­ingu í fjöl­miðlum fyrir til­stilli ÁTVR eins og vín­kaup­mað­ur­inn Arnar Sig­urðs­son, sem rekur vín­versl­un­ina San­te, hefur fengið að und­an­förnu, í kjöl­far þess að ÁTVR kærði hann vegna starf­sem­inn­ar.

Hann segir ÁTVR eða aðra opin­bera aðila ekki hafa gert neinar athuga­semdir við starf­semi Nýju vín­búð­ar­inn­ar.

„Ég er bara hálf­móðg­að­ur, það hefur eng­inn skipt sér neitt af mér. Ég er algjör­lega snið­geng­inn. Það er bara leið­in­legt, því Sante hefur fengið svo ofsa­lega fína aug­lýs­ingu út á rantið þarna í ÁTVR,“ segir Sverrir og bölvar eigin óheppni.

En svona án gríns, það hefur ekki einn ein­asti maður haft sam­band við mig. Ég held að þessir aðilar hafi bara áttað sig á því að þetta er full­kom­lega lög­legt. Erlend net­verslun með áfengi hefur verið lög­leg í 25 ár,“ segir Sverr­ir, sem sjálfur býr og starfar í London.

Ekk­ert breyst varð­andi áfeng­is­aug­lýs­ingar á kjör­tíma­bil­inu

Þrátt fyrir að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hafi á kjör­tíma­bil­inu sagst hafa vilja til þess að breyta reglu­gerð­inni sem bannar áfeng­is­aug­lýs­ingar engu verið breytt í þeim efnum af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Það er auð­vitað þannig í dag að áfeng­is­aug­lýs­ingar eru alls staðar hvort sem það er þegar við horfum á erlenda íþrótta­leiki í sjón­varpi, þegar við flettum erlendum tíma­ritum eða erum á öllum þessum sam­fé­lags­miðlum í dag, þannig að bannið er ekki að virka,“ sagði hún í sam­tali við RÚV í fyrra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd: Skjáskot RÚV

Í skýrslu sem unnin var fyrir fyrir mennta­mála­ráð­herra árið 2018 af hálfu nefndar sem fengin var til að setja fram til­lögur til þess að bæta rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla var einnig lagt til tekið yrði til skoð­unar að rýmka reglur um aug­lýs­ingar á bæði áfengi og tóbaki.

„Á Íslandi er bannað að aug­lýsa í fjöl­miðlum áfengi og tóbak nema að upp­fylltum til­teknum skil­yrð­um. Bent hefur verið á að bannið þjóni vart til­gangi sínum lengur þar sem slíkar aug­lýs­ingar ber­ist Íslend­ingum í erlendum miðl­um, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð og mynd­miðla, erlenda vefi og sam­fé­lags­miðla eða erlend blöð og tíma­rit.

Áfengi og tóbak eru lög­legar neyslu­vörur hér á landi, þótt um þær gildi sér­stakar reglur t.d. hvað varðar fram­setn­ingu og aðgengi. Aug­lýs­ingar af þessu tagi eru einnig áber­andi hluti aug­lýs­inga­mark­aðar á heims­vísu og þótt ekk­ert sé tryggt í þeim efn­um, þá má reikna með að íslenskir fjöl­miðlar geti aflað tals­verðra tekna með slíkri aug­lýs­inga­sölu. Auknar tekjur myndu þannig bæta fjár­hags­lega stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla.

Tak­mark­anir sem settar eru á sölu slíkra aug­lýs­inga þurfa að taka mið af breyttu neyslu­mynstri almenn­ings og sístækk­andi hlut­deild erlendra miðla á íslenskum mark­aði. Er það mat meiri­hluta nefnd­ar­innar að íslenskir fjöl­miðlar eigi að lúta sam­bæri­legum reglum og þeir erlendu. Um er að ræða mikla tekju­mögu­leika og þar með mikla hags­muni fyrir íslenska fjöl­miðla,“ sagði í umsögn meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent