Veltir fyrir sér hvort skýrsla um fjárfestingar útgerðarmanna muni „ligga í skúffu“ fram yfir kosningar

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar spyr hvort skýrslan um fjárfestingar útgerðarmanna sé „í þessari sömu skúffu“ og skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og skýrsla um leiðréttinguna svokölluðu og hvort hún muni liggi þar fram yfir kosningar.

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar gerir bið eftir skýrslu um eign­­ar­hald 20 stærstu útgerð­­ar­­fé­laga í íslensku atvinn­u­­lífi að umtals­efni í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Beðið er eftir skýrslu um eign­ar­hald stærstu útgerð­ar­fé­laga lands­ins í íslensku atvinnu­lífi frá sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­an­um. Hún á löngu að vera kom­in. Fyrir mörgum vikum fékk ég þau svör að hún kæmi í næstu viku þar á eft­ir. Ekk­ert bólar á skýrsl­unni enn!“ skrifar hún.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir hún að svörin hafi borist frá þing­funda­skrif­stof­unni sem var í sam­bandi við atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Ekki sé þó við þing­funda­skrif­stof­una að sakast. Þau hafi ein­ungis verið að bera upp­lýs­ingar á milli.

Auglýsing

Rifjar hún upp í stöðu­upp­færsl­unni að fyrir kosn­ing­arnar 2016 hafi komið út skýrsla um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum og einnig skýrsla um leið­rétt­ing­una svoköll­uðu. „Báðar fóru í skúffu í fjár­mála­ráðu­neyt­inu þar sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins réði ríkj­um. Við fengum ekki að sjá þær fyrr en eftir kosn­ing­arnar því fjár­mála­ráð­herr­ann vildi ekki að við fengjum að ræða þær fyrir kosn­ing­ar.“

Spyr hún hvort skýrslan um fjár­fest­ingar útgerð­ar­manna sé í þess­ari sömu skúffu og hvort hún muni liggja þar fram yfir kosn­ingar í sept­em­ber.

Beðið er eftir skýrslu um eign­ar­hald stærstu útgerða­fé­laga lands­ins í íslensku atvinnu­lífi frá sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­an­um....

Posted by Oddný Harð­ar­dóttir on Fri­day, Aug­ust 13, 2021

Vildu að raun­veru­­legir eig­endur væru til­­­greindir

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber síð­ast­liðnum að 20 þing­menn, 18 úr stjórn­­­ar­and­­stöðu og tveir þing­­menn Vinstri grænna, hefðu lagt fram beiðni um að Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, léti gera skýrslu um eign­­ar­hald 20 stærstu útgerð­­ar­­fé­laga í íslensku atvinn­u­­lífi.

Þing­­menn­irnir vildu að ráð­herr­ann myndi láta taka saman fjár­­­fest­ingar útgerð­­ar­­fé­lag­anna, dótt­­ur­­fé­laga þeirra og félaga þeim tengdum í félögum sem ekki hafa útgerð fiski­­skipa með höndum á síð­­­ustu tíu árum og bók­­fært virði eign­­ar­hluta þeirra í árs­­lok 2019. Í beiðn­­inni var sér­­stak­­lega farið fram á að í skýrsl­unni yrðu raun­veru­­legir eig­endur þeirra félaga sem yrði til umfjöll­unar til­­­greindir og sam­an­­tekt á eign­­ar­hlut 20 stærstu útgerð­­ar­­fé­lag­anna í íslensku atvinn­u­­lífi byggt á fram­an­­greindum gögn­­um.

Sögðu skýrsl­una mik­il­vægt fram­lag til umræð­unnar um dreifða eign­ar­að­ild útgerð­ar­fé­laga

Beiðnin var sam­þykkt þann 18. des­em­ber 2020 með 57 atkvæðum þeirra þing­manna sem voru við­staddir atkvæða­greiðslu um hana. Sam­kvæmt þing­skap­a­lögum hefur ráð­herra tíu vikur til að vinna slíka skýrslu eftir að beiðni þess efnis er sam­þykkt.

Í grein­ar­gerð sem birt var með beiðn­inni þegar hún var lögð fram sagði að eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hefði batnað veru­lega frá hrunsár­unum og að bók­fært eigið fé þeirra hefði staðið í 276 millj­örðum krónum við lok árs 2018, sam­kvæmt gagna­grunni Deloitte um afkomu sjáv­ar­út­vegs­ins 2018. „Vís­bend­ingar eru um að fjár­fest­ingar þeirra út fyrir grein­ina hafi auk­ist í sam­ræmi við það. Það er jákvætt að því leyti að það dreifir áhættu félag­anna sjálfra en getur hæg­lega leitt til veru­legrar upp­söfn­unar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið úr virkri sam­keppni á mörk­uð­um. Vegna smæðar sinnar er íslenskt atvinnu­líf sér­stak­lega við­kvæmt fyrir fákeppn­i.“

Ljóst væri að sterk fjár­hags­staða útgerð­ar­fé­laga byggð­ist á einka­leyfi þeirra til nýt­ingar sam­eig­in­legrar auð­lindar þjóð­ar­innar og skip­aði það þeim í sér­flokk í íslensku atvinnu­lífi, sér­stak­lega stærstu félög­un­um. „Vegna þess­arar stöðu telja skýrslu­beið­endur mik­il­vægt að upp­lýs­ingar um eign­ar­hluti 20 stærstu útgerð­ar­fé­lag­anna og tengdra aðila í óskyldum atvinnu­rekstri hér­lendis séu teknar sam­an, með grein­ingu á fjár­fest­ingum þeirra. Með þessum upp­lýs­ingum er hægt að varpa ljósi á raun­veru­leg áhrif aðila sem hafa einka­leyfi til nýt­ingar fisk­veiði­auð­lind­ar­innar á íslenskt atvinnu­líf og sam­fé­lag. Yrði skýrsla þessi mik­il­vægt fram­lag til umræð­unnar um dreifða eign­ar­að­ild útgerð­ar­fé­laga og skrán­ingu þeirra á mark­að.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent