„Það er alveg ljóst að það yrðu mjög alvarleg og mikil áhrif af þessu verkfalli ef af verður,“ sagði Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, í viðtali við RÚV í kvöld. Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst að óbreyttu 27. maí, en fram hefur komið að hjúkrunarfræðingar, um 2.100 talsins, horfa til þess að laun þeirra verði hækkuð til jafns við lækna en eftir verkfallsaðgerðir í byrjun árs voru þau hækkuð um meira en 20 prósent.
Sigríður sagði mikilvægt að verkfalli hjúkrunarfræðinga verði afstýrt áður en til þess kemur og að þau verkföll sem eru í gangi verði leyst, og á þar við verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga sem staðið hefur í rúman mánuð. Þær stéttir eru innan BHM, þar verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir undanfarnar viku og lausn ekki sjónmáli ennþá.
Fram hafa komið áhyggjur hjá Landlækni, vegna verkfallsaðgerða í heilbrigðiskerfinu, og mun ríkisstjórnin fjalla um skýrslu embættisins á morgun. Landlæknir telur að frekari verkfallsaðgerðir geti ógnað lífi sjúklinga, og ógnað öryggi heilbrigðisþjónustu í landinu.