Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)

Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.

Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Auglýsing

Far­sótt, eld­gos og óvenju­legt tíð­ar­far. Hér erum við ekki að tala um árið 1918 heldur und­an­gengna mán­uði sem hafa verið sér­stakir að mörgu leyti. Eng­inn frosta­vetur varð en nátt­úru­ham­fara á Seyð­is­firði vegna sögu­legrar úrkomu sem kom á „raka­færi­bandi“ með aust­an­átt­inni verður ævin­lega minnst þegar vet­ur­inn 2020-2021 mun bera á góma. Fleira var öðru­vísi en við eigum að venjast, sér­stak­lega ef miðað er við fyrra­vetur sem var ill­viðra­sam­ur. Fyrstu mán­uðir árs­ins voru nær snjó­lausir í Reykja­vík og víðar á suð­vest­an­verðu land­inu var snjó­létt. Hell­is­heiðin var til dæmis aldrei ófær en í fyrra­vetur var henni lokað tólf sinnum í sex klukku­tíma eða lengur í senn. Sömu sögu er að segja af Mos­fells­heið­inni. Henni þurfti aldrei að loka í vetur en var lokað sextán sinnum í fyrra.

Heimild: Vegagerðin

Einar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ingur og rit­stjóri veð­ur­vefs­ins Bliku, segir að vet­ur­inn sem nú er lið­inn sam­kvæmt okkar gamla tíma­tali, hafi verið „dá­lítið sér­stak­ur“ og algjör and­stæða við síð­asta vet­ur. Hann minnir þó á að það sé eitt helsta ein­kenni veð­ur­fars hér á landi að það komi okkur alltaf á óvart. „Sér­stak­lega vegna þess að við getum ekki treyst því að hlutir end­ur­taki sig nema þá á nokk­urra ára frest­i“.

Auglýsing

En byrjum á byrj­un­inni.

Tíð­ar­farið í nóv­em­ber var fremur hag­stætt og eðli­legt, rifjar Einar upp. Breyti­leg veðr­átta réði ríkjum líkt og við eigum að þekkja á þessum árs­tíma. Það komu stormar og hinn sígildi kulda­kafli svo fátt eitt sé nefnt.

Síðan kom des­em­ber.

Snjó­létt en storma­samt var þá almennt á land­inu en sér­stakir veð­ur­at­burðir áttu sér svo stað sem ekki finn­ast dæmi um frá upp­hafi mæl­inga.

„Það sem stendur upp úr fyrst og fremst er hversu ofboðs­lega úrkomu­samt var á aðvent­unni á Aust­ur­landi sem olli svo hinum miklu skriðu­föllum á Seyð­is­firð­i,“ segir Ein­ar. „Þessar rign­ingar voru veru­lega eft­ir­tekt­ar­verðar og skera í augu í lengri tíma sam­an­burði. Þær voru óvenju­legar á alla tíma­kvarða, hvort sem við horfum á nokkra daga í senn, vikur eða mán­uð­inn í heild sinn­i.“

Kyrrstæða lægðasvæðið sem var á hringsóli suður af Færeyjum varð að rakafæribandi til austurhluta Íslands.

Skýr­ing­anna er að leita í því að veð­ur­kerfin „læst­ust í ákveðnu fari,“ eins og Einar orðar það. Kyrr­stætt lægða­svæði var á hring­sóli suður af Fær­eyjum og því fylgdi stöðug aust­an­átt, „og ekki bara ein­hver aust­an­átt heldur varð hún að raka­færi­bandi sem beind­ist dag eftir dag að Aust­ur­land­i“.

Mikil úrkoma er langt í frá eitt­hvað fram­andi fyr­ir­brigði á Seyð­is­firði en í vetur var hún hins vegar „með miklum afbrigð­u­m,“ segir Ein­ar. „Spurn­ingin er hvort að þetta hafi gerst áður í for­tíð­inni, það á eftir að rann­saka ofan í kjöl­inn, eða hvort að það hafi rignt meira vegna þess að það er meiri raki í loft­hjúpnum nú en áður vegna hlýn­unar loft­lags.“

Auglýsing

Þeirri spurn­ingu hvort að þetta gæti átt eftir að end­ur­taka sig í nán­ustu fram­tíð er að sögn Ein­ars algjör­lega ósvar­að. Á síð­ustu árum hefur úrkoma verið að aukast við Norð­ur­-Atl­ants­haf­ið, sér­stak­lega í Vest­ur­-Nor­egi og vís­bend­ingar eru um að það sé einnig að eiga sér stað á suð­aust­ur- og aust­ur­hluta Íslands. „En hvernig og hvort sú úrkomu­aukn­ing teng­ist þessum atburðum á Seyð­is­firði er óljóst.“

Upp­söfnuð úrkoma var 569 mm á fimm daga tíma­bili á Seyð­is­firði í aðdrag­anda aur­skrið­anna. Aldrei áður hefur mælst jafn mikil úrkoma á jafn stuttum tíma á Íslandi.

Aurskriðan sem féll á Seyðisfirði 18. desember er sú stærsta sem fallið hefur í byggð á Íslandi. Mynd: Ríkislögreglustjóri

Fljót­lega eftir jólin urðu straum­hvörf í veðr­inu og það sner­ist til „allt ann­arrar tíð­ar“ að sögn Ein­ars er á sér skýr­ingar svo­kall­aðri skyndi­hlýnun í heið­hvolf­inu sem hægði á öllum vest­an­vind­un­um. Skyndi­hlýnun er vel þekkt fyr­ir­bæri en hennar verður vart suma vetur en aðra ekki. Í fyrra­vetur var „ekk­ert slíkt uppi á ten­ingnum og vest­an­vind­ur­inn sner­ist hér af miklum krafti í kringum norð­ur­skautið og dembdi til okkar hverri óveð­urslægð­inni á fætur ann­arri“.

En vegna þess­arar skyndi­hlýn­unar í vetur þá varð tíð­ar­farið í jan­úar og febr­úar hag­stætt og sér­lega lítið um ill­viðri. „Norð­aust­an- og aust­an­áttir voru ríkj­andi sem gerði það að verkum að óvenju­lega snjó­létt var sunn­an­lands og vest­an. Slíkt er ekki eins­dæmi en það jaðr­aði við það,“ segir Ein­ar.

Til að leita að sam­bæri­legum vetri horfa menn gjarnan að hans sögn til vet­urs­ins 1976-1977. „Hann var líka plag­aður af þess­ari skyndi­hlýnun og ein­hverjum afbrigði­leg­heitum í hringrásinn­i.“

Auglýsing

Fyrstu mán­uðir árs­ins, sem alla jafna eru þeir snjó­þyngstu, voru einmitt afbrigði­legir af þessum sök­um. „Jörð varð aldrei alhvít í Reykja­vík í jan­ú­ar,“ segir Ein­ar. Það hefur aðeins gerst þrisvar sinnum áður frá því að mæl­ingar hófust, síð­ast árið 2010. Febr­úar var einnig blíður og alhvítir dagar í Reykja­vík aðeins þrír tals­ins. Að sama skapi var mun minna um hálku og klaka á götum og gang­stéttum en við höfum átt að venj­ast und­an­farna vet­ur.

En þannig var nú ekki ástandið um allt land. Síður en svo. Jan­úar var til að mynda í með­al­lagi snjó­þungur á Akur­eyri og alhvítir dagar þar í febr­úar 20 tals­ins sem er umfram með­al­lag. Víðar á Norð­ur­landi sem og á Vest­fjörðum var einnig nokkuð snjó­þungt og snjó­flóð féllu. „Snjó­þyngslin má rekja til þess að hafátt­ir, austan og norð­austan átt­ir, voru ríkj­andi. Í þessum áttum er Suð­ur- og Vest­ur­landið í vari fyrir vindum frá hálend­inu og minni úrkoma þar.“

Í það heila tekið var færð milli lands­hluta góð. „Auð­vitað komu ákveðnir kaflar og dagar þar sem varð ófært.“ Sem dæmi nefnir Einar að ákveðið hafi verið að halda Dynj­and­is­heið­inni á Vest­fjörðum opinni í fyrsta sinn að vetr­ar­lagi og að það hafi gengið ágæt­lega.

Áhrif La Niña á sjávarhita í Kyrrahafinu í nóvember í fyrra. Þetta fyrirbæri færir meira magn af köldum sjó að Suður-Ameríku en í meðalári. Blái liturinn táknar mun á kulda sjávar frá meðaltali áranna 1981-2010. Mynd: NOAA

Skyndi­hlýn­unin á sér rætur langt í burtu frá litla Íslandi eða við mið­baug og í Kyrra­hafi. „Hiti í loft­inu, varma­flæði, berst frá suð­lægum slóðum í átt­ina að heim­skaut­inu í tíu til þrjá­tíu kíló­metra hæð,“ útskýrir Ein­ar. „Það velt­ist um og skyndi­lega sjáum við hlýnun sem getur á nokkrum dögum numið tugum gráða í um 30 kíló­metra hæð.“

Þetta hefur svo aftur áhrif á hið svo­nefnda vest­an­vinda­belti, sem þekkt er fyrir lægða­gang, en Ísland er í norð­ur­jaðri þess. Hlýja loftið hægir á kerf­inu, loft­þrýt­ingur hækkar og átt­irnar breyt­ast. Áhrif skyndi­hlýn­unar í heið­hvolfi geta varað í 4-8 vikur en stundum leng­ur.

En ýmis­legt um þetta veð­ur­fyr­ir­bæri er enn nokkuð á huldu. Það er algeng­ara þegar La Niña eða El Niño verða í Kyrra­haf­inu þó að ekki sé vitað af hverju. Í vetur var það La Niña sem átti sér stað, en þá er kaldur sjór við Suð­ur­-Am­er­íku, öfugt við það sem ger­ist með El Niño. Stöðugt fleiri rann­sóknir eru gerðar á sam­hengi allra þess­ara fyr­ir­bæra í veðri, hvar sem þau eru að eiga sér stað, til að reyna að varpa skýr­ara ljósi á veð­ur­kerfi jarð­ar­inn­ar. „En það sem við vitum er að þetta teng­ist allt,“ segir Ein­ar. „Það er alveg klár­t.“

Auglýsing

Skyndi­hlýn­un­ar­innar gætti fram í mars sem var almennt til­tölu­lega hlýr og snjó­léttur á Suð­vest­ur­landi þó að ill­viðrakafla hafi gert. 18. mars fór hiti upp í 20,4 stig á Dala­tanga sem er næst­hæsti hiti sem mælst hefur á land­inu í mars­mán­uði. Metið frá árinu 2012 stendur enn, 20,5 stig á Kvískerj­um.

Óstað­fest er svo að úrkomu­met fyrir apr­íl­mánuð hafi fallið í ár þegar sól­ar­hringsúr­koma á Kvískerjum mæld­ist 238 mm.

Á vet­urna er veðr­áttan á Íslandi mjög breyti­leg og kafla­skipt Einar segir að oft­ast fáum við „eitt­hvað af öllu“. Inn á milli koma vetur sem eru til­tölu­lega eins­leit­ir. „Vet­ur­inn núna er dæmi um slíkan vet­ur. Hann er þó ekki eins­leit­ari en svo að des­em­ber var með allt öðru móti en til dæmis jan­úar og febr­ú­ar.“

Það sama má í raun einnig segja um vet­ur­inn í fyrra. Hann var eins­leitur en með allt öðrum hætti og ein­kennd­ist af stöð­ugum ill­viðrum, lægðum og djúpum stormum yfir land­ið.

Þá vilja nokkrir svip­aðir vetur stundum koma hver á fætur öðr­um. Það gerð­ist t.d. 1989-1995. Þeir vetur voru flestir snjó­þungir og storma­samir en á árunum 1960-1964 voru þeir sér­stak­lega hæg­lát­ir. Tveir síð­ustu vetur hafa þó verið „eins og svart og hvítt,“ segir Einar um ófyr­ir­sjá­an­leik­ann í þessum efn­um.

Spói á flugi í íslenska sumrinu. Spóar eru þegar farnir að tínast til landsins og fleiri eru á leiðinni yfir hafið frá vetrarstöðvunum í Afríku. Mynd: Tómas Grétar Gunnarsson

En hverju getum við svo átt von á með hækk­andi sól? Erlendar reikni­stofur munu skila næstu lang­tíma­spám um miðjan maí svo að ótíma­bært er að spá núna um sum­arið 2021, að mati Ein­ars. Hvað varðar hins vegar veðrið næstu daga og vikur gætum við átt von á bakslagi um mán­aða­mótin með norð­aust­an­átt og mögu­lega hreti.

Þetta er kannski ekki alveg það sem þjóðin vildi heyra. En Einar er fljótur að bæta við: „Sum­arið mun koma, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af öðru. En eins og oft vill ger­ast gæti vorið orðið dálítið skrikkj­ótt og munur á veðri milli daga. Við gætum fengið eitt­hvað af öllu.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent