„Við segjum nei við úranvinnslu“

„Við ætlum að hlusta á kjósendurna, þeir eru órólegir. Við segjum nei við úranvinnslu,“ sagði Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit, flokksins sem fór með sigur af hólmi í grænlensku þingkosningunum.

Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
Auglýsing

Nið­ur­stöður þing­kosn­ing­anna á Græn­landi benda til þess að námu­vinnslu­æv­in­týrið sem stefnt var að í suð­ur­hluta lands­ins sé úti. Vinstri flokk­ur­inn Inuit Ataqatigiit (IA) er sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna og getur ásamt flokknum Nal­eraq myndað stjórn. Báðir flokk­arnir eru á móti því að fjöldi sjald­gæfra jarð­efna, m.a. úran, verði unnið úr fjall­inu Kuann­ersuit.

Hin fyr­ir­hug­aða námu­vinnsla í nágrenni smá­bæj­ar­ins Nar­saq var stóra kosn­inga­málið sem deilt var um í aðdrag­anda kosn­inga til græn­lenska þings­ins, Inats­is­artut, og er nið­ur­stöð­urnar lágu fyrir í morg­un, um að IA hefði hlotið 37 pró­sent atkvæða og tryggt sér tólf sæti á þing­inu og Nal­eraq tryggt sér fjög­ur, er litið á það sem sterka vís­bend­ingu um hver örlög námu­vinnslu­verk­efn­is­ins verða. For­maður IA, Múte Bourup Egede, sagði er nið­ur­staðan var ljós að verk­efnið yrði stöðv­að. „Við kvikum ekki frá því,“ sagði hann. „Við ætlum að hlusta á kjós­end­urna, þeir eru óró­leg­ir. Við segjum nei við úran­vinnslu.“

Auglýsing

Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn Siumut hefur haft meiri­hluta á þing­inu í ára­tugi eða allt frá árinu 1979 að und­an­skildu einu kjör­tíma­bili. Hann er nú næst stærsti flokk­ur­inn á eftir IA og hlaut 29,4 pró­sent atkvæða. Í ár eru 300 ár síðan að Dan­mörk tók völdin á Græn­landi. Smám saman hafa Græn­lend­ingar fengið meiri sjálfs­stjórn en krafa um full sjálf­stæði hefur orðið sífellt hávær­ari.

Fylgismenn Inuit Ataqatigiit fagna útgönguspám sem birtar voru í gær. Mynd: EPA

Námu­fyr­ir­tækið Green­land Miner­als hefur verið starf­rækt á Græn­landi frá árinu 2007 og allan tím­ann haft það á stefnu­skrá sinni að opna námu í Kuann­ersuit. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem verk­efnið er bit­bein í kosn­inga­bar­átt­unni í land­inu. Það fékk þó aukna athygli í aðdrag­anda kosn­ing­anna nú, þegar kosið var bæði til þings- og sveit­ar­stjórna, eftir að lands­stjórn­in, Naal­akk­ersu­isut, sam­þykkti fyrir sitt leyti umhverf­is­mats­skýrslu um hina áform­uðu vinnslu. Sú skýrsla er nú í kynn­ingu meðal almenn­ings og rennur athuga­semda­frestur ekki út fyrr en 1. júní. Að því ferli loknu er það í höndum stjórn­mála­manna að ákveða hvort að fram­kvæmda­leyfi til vinnsl­unnar verður gefið út. Af þessu sökum er litið svo á að úrslit kosn­ing­anna nú hafi snú­ist um skoðun Græn­lend­inga á verk­efn­inu. For­maður Siumut-­flokks­ins, Erik Jen­sen, seg­ist í sam­tali við dönsku sjón­varps­stöð­ina TV2 telja að and­staðan við námu­vinnsluna hafi orðið til þess að flokkur hans tap­aði.

Auglýsing

Stuðn­ings­menn námu­verk­efn­is­ins telja að það gæti skipt sköpum fyrir efna­hag Græn­lands. Námu­fyr­ir­tækið hefur sagt að um 300 störf muni skap­ast og var Siumut-­flokk­ur­inn fylgj­andi því. And­stæð­ingar benda hins vegar á að námu­vinnsl­unni myndi fylgja mikið rask og ótt­ast skamm­tíma- sem og lang­tíma­á­hrif á nátt­úr­una. Úran, sem er mjög óstöðugt og hættu­legt efni, er ein af þeim auka­af­urðum sem námu­gröft­ur­inn hefði í för með sér. Í fjall­inu er að finna fjölda sjald­gæfra jarð­efna sem námu­fyr­ir­tækið hafði ætlað sér að vinna. Sautján þeirra eru notuð til fram­leiðslu raf­tækja, allt frá snjall­símum til seg­u­l­ómtækja en einnig til að búa til vopn. Þessar fágætu teg­undir efna urðu til þess að Græn­land var um skeið kallað „fjár­sjóðs­kista Trumps“ en hann sagð­ist hafa hug á að kaupa landið si svona.

Skoð­ana­kann­anir meðal almenn­ings hafa sýnt að meiri­hluti Græn­lend­inga er á móti því að vinnslan verði að veru­leika.

„Við byrjum á að fá okkur kaffi­bolla,“ segir Egede í sam­tali við Danska rík­is­sjón­varp­ið, spurður um hvaða flokks eða flokka hann horfi til í sam­bandi við stjórn­ar­sam­starf. Á græn­lenska þing­inu er 31 þing­sæti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent