„Við segjum nei við úranvinnslu“

„Við ætlum að hlusta á kjósendurna, þeir eru órólegir. Við segjum nei við úranvinnslu,“ sagði Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit, flokksins sem fór með sigur af hólmi í grænlensku þingkosningunum.

Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
Auglýsing

Niðurstöður þingkosninganna á Grænlandi benda til þess að námuvinnsluævintýrið sem stefnt var að í suðurhluta landsins sé úti. Vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit (IA) er sigurvegari kosninganna og getur ásamt flokknum Naleraq myndað stjórn. Báðir flokkarnir eru á móti því að fjöldi sjaldgæfra jarðefna, m.a. úran, verði unnið úr fjallinu Kuannersuit.

Hin fyrirhugaða námuvinnsla í nágrenni smábæjarins Narsaq var stóra kosningamálið sem deilt var um í aðdraganda kosninga til grænlenska þingsins, Inatsisartut, og er niðurstöðurnar lágu fyrir í morgun, um að IA hefði hlotið 37 prósent atkvæða og tryggt sér tólf sæti á þinginu og Naleraq tryggt sér fjögur, er litið á það sem sterka vísbendingu um hver örlög námuvinnsluverkefnisins verða. Formaður IA, Múte Bourup Egede, sagði er niðurstaðan var ljós að verkefnið yrði stöðvað. „Við kvikum ekki frá því,“ sagði hann. „Við ætlum að hlusta á kjósendurna, þeir eru órólegir. Við segjum nei við úranvinnslu.“

Auglýsing

Jafnaðarmannaflokkurinn Siumut hefur haft meirihluta á þinginu í áratugi eða allt frá árinu 1979 að undanskildu einu kjörtímabili. Hann er nú næst stærsti flokkurinn á eftir IA og hlaut 29,4 prósent atkvæða. Í ár eru 300 ár síðan að Danmörk tók völdin á Grænlandi. Smám saman hafa Grænlendingar fengið meiri sjálfsstjórn en krafa um full sjálfstæði hefur orðið sífellt háværari.

Fylgismenn Inuit Ataqatigiit fagna útgönguspám sem birtar voru í gær. Mynd: EPA

Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur verið starfrækt á Grænlandi frá árinu 2007 og allan tímann haft það á stefnuskrá sinni að opna námu í Kuannersuit. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem verkefnið er bitbein í kosningabaráttunni í landinu. Það fékk þó aukna athygli í aðdraganda kosninganna nú, þegar kosið var bæði til þings- og sveitarstjórna, eftir að landsstjórnin, Naalakkersuisut, samþykkti fyrir sitt leyti umhverfismatsskýrslu um hina áformuðu vinnslu. Sú skýrsla er nú í kynningu meðal almennings og rennur athugasemdafrestur ekki út fyrr en 1. júní. Að því ferli loknu er það í höndum stjórnmálamanna að ákveða hvort að framkvæmdaleyfi til vinnslunnar verður gefið út. Af þessu sökum er litið svo á að úrslit kosninganna nú hafi snúist um skoðun Grænlendinga á verkefninu. Formaður Siumut-flokksins, Erik Jensen, segist í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 telja að andstaðan við námuvinnsluna hafi orðið til þess að flokkur hans tapaði.

Auglýsing

Stuðningsmenn námuverkefnisins telja að það gæti skipt sköpum fyrir efnahag Grænlands. Námufyrirtækið hefur sagt að um 300 störf muni skapast og var Siumut-flokkurinn fylgjandi því. Andstæðingar benda hins vegar á að námuvinnslunni myndi fylgja mikið rask og óttast skammtíma- sem og langtímaáhrif á náttúruna. Úran, sem er mjög óstöðugt og hættulegt efni, er ein af þeim aukaafurðum sem námugröfturinn hefði í för með sér. Í fjallinu er að finna fjölda sjaldgæfra jarðefna sem námufyrirtækið hafði ætlað sér að vinna. Sautján þeirra eru notuð til framleiðslu raftækja, allt frá snjallsímum til segulómtækja en einnig til að búa til vopn. Þessar fágætu tegundir efna urðu til þess að Grænland var um skeið kallað „fjársjóðskista Trumps“ en hann sagðist hafa hug á að kaupa landið si svona.

Skoðanakannanir meðal almennings hafa sýnt að meirihluti Grænlendinga er á móti því að vinnslan verði að veruleika.

„Við byrjum á að fá okkur kaffibolla,“ segir Egede í samtali við Danska ríkissjónvarpið, spurður um hvaða flokks eða flokka hann horfi til í sambandi við stjórnarsamstarf. Á grænlenska þinginu er 31 þingsæti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent