„Við segjum nei við úranvinnslu“

„Við ætlum að hlusta á kjósendurna, þeir eru órólegir. Við segjum nei við úranvinnslu,“ sagði Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit, flokksins sem fór með sigur af hólmi í grænlensku þingkosningunum.

Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
Auglýsing

Nið­ur­stöður þing­kosn­ing­anna á Græn­landi benda til þess að námu­vinnslu­æv­in­týrið sem stefnt var að í suð­ur­hluta lands­ins sé úti. Vinstri flokk­ur­inn Inuit Ataqatigiit (IA) er sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna og getur ásamt flokknum Nal­eraq myndað stjórn. Báðir flokk­arnir eru á móti því að fjöldi sjald­gæfra jarð­efna, m.a. úran, verði unnið úr fjall­inu Kuann­ersuit.

Hin fyr­ir­hug­aða námu­vinnsla í nágrenni smá­bæj­ar­ins Nar­saq var stóra kosn­inga­málið sem deilt var um í aðdrag­anda kosn­inga til græn­lenska þings­ins, Inats­is­artut, og er nið­ur­stöð­urnar lágu fyrir í morg­un, um að IA hefði hlotið 37 pró­sent atkvæða og tryggt sér tólf sæti á þing­inu og Nal­eraq tryggt sér fjög­ur, er litið á það sem sterka vís­bend­ingu um hver örlög námu­vinnslu­verk­efn­is­ins verða. For­maður IA, Múte Bourup Egede, sagði er nið­ur­staðan var ljós að verk­efnið yrði stöðv­að. „Við kvikum ekki frá því,“ sagði hann. „Við ætlum að hlusta á kjós­end­urna, þeir eru óró­leg­ir. Við segjum nei við úran­vinnslu.“

Auglýsing

Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn Siumut hefur haft meiri­hluta á þing­inu í ára­tugi eða allt frá árinu 1979 að und­an­skildu einu kjör­tíma­bili. Hann er nú næst stærsti flokk­ur­inn á eftir IA og hlaut 29,4 pró­sent atkvæða. Í ár eru 300 ár síðan að Dan­mörk tók völdin á Græn­landi. Smám saman hafa Græn­lend­ingar fengið meiri sjálfs­stjórn en krafa um full sjálf­stæði hefur orðið sífellt hávær­ari.

Fylgismenn Inuit Ataqatigiit fagna útgönguspám sem birtar voru í gær. Mynd: EPA

Námu­fyr­ir­tækið Green­land Miner­als hefur verið starf­rækt á Græn­landi frá árinu 2007 og allan tím­ann haft það á stefnu­skrá sinni að opna námu í Kuann­ersuit. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem verk­efnið er bit­bein í kosn­inga­bar­átt­unni í land­inu. Það fékk þó aukna athygli í aðdrag­anda kosn­ing­anna nú, þegar kosið var bæði til þings- og sveit­ar­stjórna, eftir að lands­stjórn­in, Naal­akk­ersu­isut, sam­þykkti fyrir sitt leyti umhverf­is­mats­skýrslu um hina áform­uðu vinnslu. Sú skýrsla er nú í kynn­ingu meðal almenn­ings og rennur athuga­semda­frestur ekki út fyrr en 1. júní. Að því ferli loknu er það í höndum stjórn­mála­manna að ákveða hvort að fram­kvæmda­leyfi til vinnsl­unnar verður gefið út. Af þessu sökum er litið svo á að úrslit kosn­ing­anna nú hafi snú­ist um skoðun Græn­lend­inga á verk­efn­inu. For­maður Siumut-­flokks­ins, Erik Jen­sen, seg­ist í sam­tali við dönsku sjón­varps­stöð­ina TV2 telja að and­staðan við námu­vinnsluna hafi orðið til þess að flokkur hans tap­aði.

Auglýsing

Stuðn­ings­menn námu­verk­efn­is­ins telja að það gæti skipt sköpum fyrir efna­hag Græn­lands. Námu­fyr­ir­tækið hefur sagt að um 300 störf muni skap­ast og var Siumut-­flokk­ur­inn fylgj­andi því. And­stæð­ingar benda hins vegar á að námu­vinnsl­unni myndi fylgja mikið rask og ótt­ast skamm­tíma- sem og lang­tíma­á­hrif á nátt­úr­una. Úran, sem er mjög óstöðugt og hættu­legt efni, er ein af þeim auka­af­urðum sem námu­gröft­ur­inn hefði í för með sér. Í fjall­inu er að finna fjölda sjald­gæfra jarð­efna sem námu­fyr­ir­tækið hafði ætlað sér að vinna. Sautján þeirra eru notuð til fram­leiðslu raf­tækja, allt frá snjall­símum til seg­u­l­ómtækja en einnig til að búa til vopn. Þessar fágætu teg­undir efna urðu til þess að Græn­land var um skeið kallað „fjár­sjóðs­kista Trumps“ en hann sagð­ist hafa hug á að kaupa landið si svona.

Skoð­ana­kann­anir meðal almenn­ings hafa sýnt að meiri­hluti Græn­lend­inga er á móti því að vinnslan verði að veru­leika.

„Við byrjum á að fá okkur kaffi­bolla,“ segir Egede í sam­tali við Danska rík­is­sjón­varp­ið, spurður um hvaða flokks eða flokka hann horfi til í sam­bandi við stjórn­ar­sam­starf. Á græn­lenska þing­inu er 31 þing­sæti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent