„Við segjum nei við úranvinnslu“

„Við ætlum að hlusta á kjósendurna, þeir eru órólegir. Við segjum nei við úranvinnslu,“ sagði Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit, flokksins sem fór með sigur af hólmi í grænlensku þingkosningunum.

Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
Auglýsing

Nið­ur­stöður þing­kosn­ing­anna á Græn­landi benda til þess að námu­vinnslu­æv­in­týrið sem stefnt var að í suð­ur­hluta lands­ins sé úti. Vinstri flokk­ur­inn Inuit Ataqatigiit (IA) er sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna og getur ásamt flokknum Nal­eraq myndað stjórn. Báðir flokk­arnir eru á móti því að fjöldi sjald­gæfra jarð­efna, m.a. úran, verði unnið úr fjall­inu Kuann­ersuit.

Hin fyr­ir­hug­aða námu­vinnsla í nágrenni smá­bæj­ar­ins Nar­saq var stóra kosn­inga­málið sem deilt var um í aðdrag­anda kosn­inga til græn­lenska þings­ins, Inats­is­artut, og er nið­ur­stöð­urnar lágu fyrir í morg­un, um að IA hefði hlotið 37 pró­sent atkvæða og tryggt sér tólf sæti á þing­inu og Nal­eraq tryggt sér fjög­ur, er litið á það sem sterka vís­bend­ingu um hver örlög námu­vinnslu­verk­efn­is­ins verða. For­maður IA, Múte Bourup Egede, sagði er nið­ur­staðan var ljós að verk­efnið yrði stöðv­að. „Við kvikum ekki frá því,“ sagði hann. „Við ætlum að hlusta á kjós­end­urna, þeir eru óró­leg­ir. Við segjum nei við úran­vinnslu.“

Auglýsing

Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn Siumut hefur haft meiri­hluta á þing­inu í ára­tugi eða allt frá árinu 1979 að und­an­skildu einu kjör­tíma­bili. Hann er nú næst stærsti flokk­ur­inn á eftir IA og hlaut 29,4 pró­sent atkvæða. Í ár eru 300 ár síðan að Dan­mörk tók völdin á Græn­landi. Smám saman hafa Græn­lend­ingar fengið meiri sjálfs­stjórn en krafa um full sjálf­stæði hefur orðið sífellt hávær­ari.

Fylgismenn Inuit Ataqatigiit fagna útgönguspám sem birtar voru í gær. Mynd: EPA

Námu­fyr­ir­tækið Green­land Miner­als hefur verið starf­rækt á Græn­landi frá árinu 2007 og allan tím­ann haft það á stefnu­skrá sinni að opna námu í Kuann­ersuit. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem verk­efnið er bit­bein í kosn­inga­bar­átt­unni í land­inu. Það fékk þó aukna athygli í aðdrag­anda kosn­ing­anna nú, þegar kosið var bæði til þings- og sveit­ar­stjórna, eftir að lands­stjórn­in, Naal­akk­ersu­isut, sam­þykkti fyrir sitt leyti umhverf­is­mats­skýrslu um hina áform­uðu vinnslu. Sú skýrsla er nú í kynn­ingu meðal almenn­ings og rennur athuga­semda­frestur ekki út fyrr en 1. júní. Að því ferli loknu er það í höndum stjórn­mála­manna að ákveða hvort að fram­kvæmda­leyfi til vinnsl­unnar verður gefið út. Af þessu sökum er litið svo á að úrslit kosn­ing­anna nú hafi snú­ist um skoðun Græn­lend­inga á verk­efn­inu. For­maður Siumut-­flokks­ins, Erik Jen­sen, seg­ist í sam­tali við dönsku sjón­varps­stöð­ina TV2 telja að and­staðan við námu­vinnsluna hafi orðið til þess að flokkur hans tap­aði.

Auglýsing

Stuðn­ings­menn námu­verk­efn­is­ins telja að það gæti skipt sköpum fyrir efna­hag Græn­lands. Námu­fyr­ir­tækið hefur sagt að um 300 störf muni skap­ast og var Siumut-­flokk­ur­inn fylgj­andi því. And­stæð­ingar benda hins vegar á að námu­vinnsl­unni myndi fylgja mikið rask og ótt­ast skamm­tíma- sem og lang­tíma­á­hrif á nátt­úr­una. Úran, sem er mjög óstöðugt og hættu­legt efni, er ein af þeim auka­af­urðum sem námu­gröft­ur­inn hefði í för með sér. Í fjall­inu er að finna fjölda sjald­gæfra jarð­efna sem námu­fyr­ir­tækið hafði ætlað sér að vinna. Sautján þeirra eru notuð til fram­leiðslu raf­tækja, allt frá snjall­símum til seg­u­l­ómtækja en einnig til að búa til vopn. Þessar fágætu teg­undir efna urðu til þess að Græn­land var um skeið kallað „fjár­sjóðs­kista Trumps“ en hann sagð­ist hafa hug á að kaupa landið si svona.

Skoð­ana­kann­anir meðal almenn­ings hafa sýnt að meiri­hluti Græn­lend­inga er á móti því að vinnslan verði að veru­leika.

„Við byrjum á að fá okkur kaffi­bolla,“ segir Egede í sam­tali við Danska rík­is­sjón­varp­ið, spurður um hvaða flokks eða flokka hann horfi til í sam­bandi við stjórn­ar­sam­starf. Á græn­lenska þing­inu er 31 þing­sæti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent