Katrín lítur ekki svo á að löggjafinn hafi gert mistök við setningu sóttvarnalaga

Forsætisráðherra segir að reglugerð sem skikkaði ferðalanga til veru í sóttvarnarhúsi, en reyndist síðar skorta lagastoð, hafi verið rædd í ríkisstjórn án ágreinings.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

„Ég vil ekki líta svo á að löggjafinn hafi gert mistök,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um setningu nýrra sóttvarnalaga sem samþykkt voru samhljóða á Alþingi í byrjun febrúar síðastliðnum. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Kastljósi á RÚV í kvöld.

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur komst að þeirri nið­ur­stöðu í gær að laga­stoð skorti fyrir því að skylda alla far­þega sem koma frá háhættu­svæðum í sótt­kví á sótt­kví­ar­hól­teli. Reglugerð hafði verið sett til að koma hinu ólögmæta fyrirkomulagi á. Í kjölfarið bauðst öllum að  þeim sem úrskurðurinn náði til ljúka sótt­kví ann­ars stað­ar, hafi þeir við­und­andi aðstöðu til þess. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur í sam­ráði við heil­brigð­is­ráðu­neytið ákveðið að vísa úrskurði hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, um að ekki megi skikka fólk í sótt­varna­hús, til Lands­rétt­ar. 

Auglýsing
Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur að svo virt­ist sem nið­ur­staða hér­aðs­dóms byggði á því að skil­grein­ing á sótt­varn­ar­húsi í sótt­varna­lögum væri ekki full­nægj­andi. Því væri ekki hægt að byggja reglu­gerð heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins frá 1. apr­íl, þar sem fólki frá áhættu­löndum er gert að vera í sótt­kví í sótt­varna­hús­um, á því.

„Ég tel mik­il­vægt að laga­grund­völlur verði tryggður svo hægt verði að vernda heilsu þjóð­ar­innar sem mest,“ sagði Þórólfur sem hefur skorað á stjórn­völd að tryggja hann. Ekki reyndist samstaða innan velferðarnefndar um hvað gera skuli vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. 

Katrín sagði í Kastljósi að niðurstaða héraðsdóms væri vonbrigði. Markmið stjórnvalda væri skýrt, að verja líf og heilsu landsmanna á meðan á faraldrinum stæði. Það hefði verið mjög góð samstaða innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir undanfarið ár. Reglugerðin sem skikkaði fólk í sóttkví í sóttvarnarhúsi hafi verið tekið fyrir í ríkisstjórn og í ráðherranefndum með embættismönnum. Ekki hafi verið uppi ágreiningur í ríkisstjórn um setningu reglugerðarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent