Katrín lítur ekki svo á að löggjafinn hafi gert mistök við setningu sóttvarnalaga

Forsætisráðherra segir að reglugerð sem skikkaði ferðalanga til veru í sóttvarnarhúsi, en reyndist síðar skorta lagastoð, hafi verið rædd í ríkisstjórn án ágreinings.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

„Ég vil ekki líta svo á að lög­gjaf­inn hafi gert mis­tök,“ segir Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra um setn­ingu nýrra sótt­varna­laga sem sam­þykkt voru sam­hljóða á Alþingi í byrjun febr­úar síð­ast­liðn­um. Þetta kom fram í við­tali við Katrínu í Kast­ljósi á RÚV í kvöld.

Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur komst að þeirri nið­­ur­­stöðu í gær að laga­­stoð skorti fyrir því að skylda alla far­þega sem koma frá háhætt­u­­svæðum í sótt­­­kví á sótt­­kví­­ar­hól­teli. Reglu­gerð hafði verið sett til að koma hinu ólög­mæta fyr­ir­komu­lagi á. Í kjöl­farið bauðst öllum að  þeim sem úrskurð­ur­inn náði til­ ljúka sótt­­­kví ann­­ars stað­­ar, hafi þeir við­und­andi aðstöðu til þess. Þórólfur Guðn­a­­son sótt­­varna­læknir hefur í sam­ráði við heil­brigð­is­ráðu­­neytið ákveðið að vísa úrskurði hér­­aðs­­dóms Reykja­vík­­­ur, um að ekki megi skikka fólk í sótt­­varna­hús, til Lands­rétt­­ar. 

Auglýsing
Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur að svo virt­ist sem nið­­ur­­staða hér­­aðs­­dóms byggði á því að skil­­grein­ing á sótt­­varn­­ar­­húsi í sótt­­varna­lögum væri ekki full­nægj­andi. Því væri ekki hægt að byggja reglu­­gerð heil­brigð­is­ráðu­­neyt­is­ins frá 1. apr­íl, þar sem fólki frá áhætt­u­löndum er gert að vera í sótt­­­kví í sótt­­varna­hús­um, á því.

„Ég tel mik­il­vægt að laga­grund­­völlur verði tryggður svo hægt verði að vernda heilsu þjóð­­ar­innar sem mest,“ sagði Þórólfur sem hefur skorað á stjórn­­völd að tryggja hann. Ekki reynd­ist sam­staða innan vel­ferð­ar­nefndar um hvað gera skuli vegna þeirrar stöðu sem upp er kom­in. 

Katrín sagði í Kast­ljósi að nið­ur­staða hér­aðs­dóms væri von­brigði. Mark­mið stjórn­valda væri skýrt, að verja líf og heilsu lands­manna á meðan á far­aldr­inum stæði. Það hefði verið mjög góð sam­staða innan rík­is­stjórn­ar­innar um aðgerðir und­an­farið ár. Reglu­gerðin sem skikk­aði fólk í sótt­kví í sótt­varn­ar­húsi hafi verið tekið fyrir í rík­is­stjórn og í ráð­herra­nefndum með emb­ætt­is­mönn­um. Ekki hafi verið uppi ágrein­ingur í rík­is­stjórn um setn­ingu reglu­gerð­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent