Viðreisn horfir til Evrópu og telur stöðugleika fylgja nýjum gjaldmiðli

Í nýsamþykktri stjórnmálaályktun Viðreisnar kemur fram að flokkurinn vilji að hluti kvótans verði boðinn upp á hverju ári og að réttur til veiða verði bundinn í 20 til 30 ára leigusamningum. Sem fyrr vill flokkurinn taka upp evru.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar í púlti á landsþingi flokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar í púlti á landsþingi flokksins.
Auglýsing

Áhersla er lögð á jafn­rétti, efna­hags­legt jafn­vægi og alþjóð­lega sam­vinnu í stjórn­mála­á­lyktun Við­reisnar. Líkt og áður stefnir flokk­ur­inn að aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, að und­an­geng­inni þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, en evran er fyr­ir­ferð­ar­mikil í kosn­inga­á­herslum flokks­ins sem settar eru fram í stjórn­mála­á­lykt­un­inni.

Lands­þing Við­reisnar var haldið um helg­ina þar sem mál­efna­vinna og breyt­ingar á sam­þykktum fór fram.

Auglýsing

Evru geti fylgt stöð­ug­leiki í efna­hags­málum

Sem fyrr berst Við­reisn fyrir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið að und­an­geng­inni þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Flokk­ur­inn vill binda gengi krón­unnar við evru með samn­ingi við Seðla­banka Evr­ópu sem yrði þá fyrsta skrefið að upp­töku gjald­mið­ils­ins. Í álykt­un­inni upp­taka evru sögð geta aukið stöð­ug­leika og lækkað kostnað heim­ila og fyr­ir­tækja. „Þannig mun draga veru­lega úr verð­bólgu, erf­iðum geng­is­sveiflum og vextir hald­ast lág­ir. Kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja lækk­ar. Stöð­ug­leiki eykst og fjár­hags­legar skuld­bind­ingar verða skýr­ari.“

Í ræðu sinni á lands­þingi sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður flokks­ins það verða fyrsta verk flokks­ins, fái hann til umboð til þess, „að semja um gagn­kvæmar geng­is­varnir og tengja krón­una við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verð­bólgu, miklu hærri vexti á hús­næð­is­lánum eða dýr­ari mat­ar­körfu en þekk­ist í nágranna­lönd­um.“

Nýr gjald­mið­ill auð­veldi sam­keppni

Í álykt­un­inni segir enn fremur að nýr gjald­mið­ill muni breyta skil­yrðum fyrir nýsköpun og upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­iðn­aðar sem og gera sam­keppni mögu­lega á mörk­uðum „sem flökt­andi króna hindrar í dag“, líkt og í banka­starf­semi og trygg­ing­um.

Evran kemur einnig við sögu í þeim kafla álykt­un­ar­innar sem snýr að atvinnu­líf­inu. „Stöð­ugur gjald­mið­ill og virk þátt­taka í alþjóð­legu við­skipta­lífi eru grunn­for­sendur fyrir sterk­ari stöðu heim­il­anna, efna­hags­legum fram­förum, auk­inni fram­leiðni í atvinnu­líf­inu og var­an­legri aukn­ingu kaup­mátt­ar.“

Þar segir einnig að sam­keppni á öllum sviðum við­skipta leiði til betri lífs­kjara almenn­ings og að ein­fald­ara reglu­verk sé í þágu almanna­hags­muna. Þá geti fjöl­breytt atvinnu­líf um land allt sem byggi á nýsköpun og tækni orðið und­ir­staða útflutn­ings.

Hluti kvót­ans verði boð­inn upp á mark­aði á hverju ári

Í sjáv­ar­út­vegs­málum vill Við­reisn að réttur til veiða verði með tíma­bundnum leigu­samn­ingum til 20 til 30 ára í senn. Á hverju ári verði hluti kvót­ans boð­inn upp á mark­aði og í fyll­ingu tím­ans verði allar veiði­heim­ildir bundnar slíkum samn­ing­um.

Með þessu fáist „sann­gjarnt gjald til þjóð­ar­innar og meiri arð­semi í grein­inni án þess að koll­varpa kerf­in­u,“ segir í álykt­un­inni. Fyr­ir­komu­lagið skapi vissu til lengri tíma hjá þeim sem stunda veiðar auk þess sem tæki­færi til nýlið­unar í sjáv­ar­út­vegi muni aukast.

Vilja bland­aða leið í heil­brigð­is­kerf­inu

Flokk­ur­inn vill standa vörð um einka­rekstur í heil­brigð­is­kerf­inu en í ályktun sinni hafnar hann aðför núver­andi rík­is­stjórnar að sjálf­stætt starf­andi stofum og sér­fræð­ing­um,“ en flokk­ur­inn telur bland­aða leið vera besta. Sú aðför hafi leitt af sér biðlista og auk­inn kostn­að, ekki síst fyrir íbúa lands­byggð­ar­inn­ar.

Í álykt­un­inni segir að heil­brigð­is­þjón­usta eigi að standa öllum til boða óháð efna­hag og að áhersla skuli lögð á þjón­ust­una frekar en rekstr­ar­form þeirra sem hana veita.

Þar segir einnig að fjár­munum hins opin­bera verði að verja skyn­sam­lega. Því skuli ráð­stafa eftir grein­ingu á þörf og kostn­að­ar­mati. Land­spít­ali eigi aftur á móti að fá nauð­syn­legt fé til þess að „geta risið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans“.

Þá er það sagt ótækt að sótt­varna­að­gerðir séu óhóf­lega íþyngj­andi vegna fjár­skorts heil­brigð­is­kerf­is­ins og að létta þurfi á tak­mörk­unum með auknu aðgengi að hrað­próf­um.

Þau borgi sem menga

Til þess að takast á við stöð­una sem upp er í komin í lofts­lags- og umhverf­is­málum vill Við­reisn „hvetj­andi grænt kerfi þannig að það borgi sig að vera umhverf­is­væn og að þau borgi sem menga,“ eins og það er orðað í álykt­un­inni.

Þar segir einnig að stærstu áskor­anir sam­tím­ans séu vegna alvar­legrar stöðu í þessum mála­flokki. Því krefj­ast almanna­hags­munir þess að næstu rík­is­stjórnir setji bar­átt­una við lofts­lags­vána í for­gang.

Í ræðu sinni á lands­þingi sagði Þor­gerður Katrín að kom­ist flokk­ur­inn í rík­is­stjórn muni hann leggja áherslu á að ný aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum inni­haldi tíma­sett mark­mið fyrir hvert ár, „svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orð­in.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent