Vildu takmarkanir á arðgreiðslum fyrirtækja sem nýta viðspyrnu- og lokunarstyrki

Samþykkt var á þingi í gær að framlengja bæði viðspyrnu- og lokunarstyrki en í samþykktu frumvarpi mátti einnig finna sérstakan barnabótaauka. ASÍ vildi að svipuð skilyrði hefðu verið sett fyrir styrkjunum líkt og sett voru vegna nýtingar á hlutabótum.

Alþingi
Auglýsing

Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið gerðar takmarkanir á arðgreiðslum fyrirtækja sem hyggjast nýta sér viðspyrnu- og lokunarstyrki stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í umsögn ASÍ við frumvarp um lengingu úrræða og viðbætur en frumvarpið var samþykkt á Alþingi í gær. Í umsögninni segir að takmörkun á arðgreiðslum hafi verið sett sem skilyrði fyrir nýtingu hlutabóta og taldi sambandið því rétt að sama ætti við um fyrirtæki sem ætli sér að nýta styrkina sem um ræðir.

Í frumvarpinu var heimild fyrirtækja til að nýta sér lokunar- og viðspyrnustyrki framlengd, gildistími lokunarstyrkja er nú til loka september og viðspyrnustyrkir eru í gildi út árið. Hámarksfjárhæðir styrkja var hækkuð og nú geta tengdir rekstraraðilar mest fengið 260 milljónir króna í stað 120 milljóna áður. Þá voru skilyrði fyrir viðspyrnustyrkjum útvíkkuð þannig að fyrirtæki þurfa nú að sýna fram á 40 prósent samdrátt hið minnsta til að geta fengið slíkan styrk en áður var gerð krafa um 60 prósent tekjusamdrátt.

Breytingar er snúa að hámarksfjárhæð styrkja og að nýju lágmarki tekjusamdráttar munu gilda afturvirkt.

Auglýsing

Einnig var sérstakt bráðabirgðaákvæði um sérstakan barnabótaauka í frumvarpinu. Hann er að fjárhæð 30.000 króna með hverju barni í þeim tilvikum þar sem ákvarðaðar eru tekjutengdar barnabætur til framfærenda.

Fór í gegnum aðra og þriðju umræðu í gær

Í áðurnefndri umsögn ASÍ er sagt að áhersla skuli lögð á ábyrga ráðstöfun ríkisfjármuna. Sambandið telur rétt að gerð sé sú krafa að fyrirtæki sem þiggi styrki hafi ekki starfsemi í skattaskjólum og geti ekki úthlutað arði í þrjú ár eftir styrkveitingu.

Fjórar aðrar umsagnir bárust við frumvarpið sem var afgreitt á tiltölulega skömmum tíma en því var útbýtt 3. maí síðastliðinn og fór í gegnum aðra og þriðju umræðu í þinginu í gær.

Samtök ferðaþjónustunnar fögnuðu frumvarpinu en gerðu athugasemd við það að sett væri lágmark á tekjur fyrirtækja frá janúar til október 2020. Til þess að geta fengið viðspyrnustyrk þurfa fyrirtæki að hafa haft að minnsta kosti 500 þúsund krónur í tekjur á því tímabili. Nefndu samtökin dæmi af fyrirtæki sem orðið hefði fyrir 95 prósenta samdrætti í tekjum á tímabilinu og hefði haft um 400 þúsund krónur í tekjur, það gæti því ekki fengið viðspyrnustyrk.

Félag atvinnurekenda fagnaði frumvarpinu sömuleiðis en lagði til að gerð væri afturvirk breyting á skilyrðum fyrir lokunarstyrkjum þannig að þeir rekstraraðilar sem hefðu lokað vegna þess að þeir töldu sér það skylt gætu fengið lokunarstyrk.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent