Vilja að einkafyrirtæki geti nýtt sér fyrirhugað stafrænt pósthólf stjórnvalda

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði nýlega fram frumvarp um stafrænt pósthólf stjórnvalda sem á að stuðla að skilvirkari þjónustu hins opinbera og auka gagnsæi og hagkvæmni. Í umsögnum við frumvarpið er kallað eftir því að gildissvið laganna verði rýmkað.

Tölva og sími Mynd: Jessica Lewis from Pexels
Auglýsing

Nauð­syn­legt er að víkka gild­is­svið nýs laga­frum­varps um staf­rænt póst­hólf stjórn­valda til þess að fyr­ir­tæki í einka­geir­anum geti einnig nýtt sér póst­hólfið að mati Credit­info og Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF). Þetta kemur fram í umsögnum við frum­varpið sem þau hafa sent frá sér.

Frum­varp til laga um staf­rænt póst­hólf í mið­lægri þjón­ustu­gátt stjórn­valda var nýlega lagt fram af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Mark­mið lag­anna er „að stuðla að skil­virkri opin­berri þjón­ustu, auka gagn­sæi við með­ferð mála og hag­kvæmni í stjórn­sýslu og tryggja örugga leið til að miðla gögnum til ein­stak­linga og lög­að­ila. Jafn­framt er það mark­mið lag­anna að meg­in­boð­leið stjórn­valda við ein­stak­linga og lög­að­ila verði staf­ræn og mið­læg á einum stað.“

Frum­varpið kveður á um að stjórn­völd skuli starf­rækja staf­rænt póst­hólf í mið­lægri þjón­ustu­gátt stjórn­valda. Þar hafi ein­stak­lingar og lög­að­ilar aðgang að eigin póst­hólfi með raf­rænni auð­kenn­ingu. Þar megi nálg­ast gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, sem verða til við með­ferð máls hjá stjórn­völd­um, svo sem til­kynn­ing­ar, ákvarð­an­ir, úrskurði, ákvaðir og aðrar yfir­lýs­ing­ar.

Auglýsing

Fyr­ir­tækjum skylt sam­kvæmt lögum að senda til­kynn­ingar

Í umsögn Credit­info kemur fram að lög og reglur skylda einka­að­ila á mörgum sviðum til að senda ein­stak­lingum og lög­að­ilum til­kynn­ingar á skráð lög­heim­ili. Credit­info sé eitt slíkra fyr­ir­tækja en því er skylt að senda ein­stak­lingum og lög­að­ilum til­kynn­ingar um fyr­ir­hug­aðar skrán­ingar á van­skila­skrá.

Þar er einnig vakin athygli á því að fleiri munu geta nýtt sér póst­hólfið þegar fram í sæk­ir. Til dæmis lög­menn í tengslum við mál sem falla undir rétt­ar­fars­lög sem og aðrir einka­að­ilar sem birta ýmsar til­kynn­ingar sem byggj­ast á lögum eða stjórn­valds­fyr­ir­mæl­um. Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir að það verði í höndum ráð­herra að ákveða hverjum verði heim­ilt að birta gögn í staf­rænu póst­hólfi og hvaða skil­yrði hvaða skil­yrði við­kom­andi þurfa að upp­fylla.

Því telur Credit­info það nauð­syn­legt að víkka gild­is­svið fyr­ir­hug­aðra laga. Í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins segir „Credit­info telur að ef Ísland á að mæta þeim áskor­unum og nýta þau tæki­færi sem fel­ast í sífellt örari tækni­breyt­ingum sé nauð­syn­legt að víkka gild­is­svið fyr­ir­hug­aðra laga þannig að þau nái í það minnsta jafn­framt til þeirra til­kynn­inga sem einka­að­ilum ber að senda sam­kvæmt lög­um, reglum settum af hinu opin­bera eða stjórn­valds­fyr­ir­mæl­um. Telur félagið því nauð­syn­legt að kveðið verði á um það í lögum hvaða öðrum en opin­berum aðilum verði heim­ilt að birta gögn í staf­rænu póst­hólfi og hvaða skil­yrði þeir aðilar þurfa að upp­fylla.“

Með slíkri breyt­ingu yrðu mark­mið laga­setn­ing­ar­innar um aukið gagn­sæi, réttar­ör­yggi og hag­ræði tryggð frekar að mati Credit­in­fo.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki og vátrygg­inga­fé­lög fái að nota póst­hólfið

Umsögn SFF er í meg­in­dráttum sam­bæri­leg þeirri frá Credit­in­fo. Þar segir að fjár­mála­fyr­ir­tæki og vátrygg­inga­fé­lög gætu fallið í flokk þeirra einka­að­ila sem síðar munu fá heim­ild til að birta gögn í póst­hólf­inu. Enda beri þeim skylda til að birta við­skipta­vinum margs konar til­kynn­ingar og upp­lýs­ingar sam­kvæmt ýmsum sér­lög­um.

Í umsögn SFF er gerð athuga­semd að ekki sé sér­stak­lega minnst á hug­takið „var­an­legur mið­ill“ í frum­varp­inu en sam­kvæmt lögum ber fjár­mála­fyr­ir­tækjum og vátrygg­inga­fé­lögum skylda til að birta við­skipta­vinum upp­lýs­ingar á pappír eða öðrum var­an­legum miðli.

„Frum­varpið kveður ekki sér­stak­lega á um að birt­ing í póst­hólf­inu upp­fylli kröfur um að vera birt­ing á var­an­legum miðli. Til þess að taka af allan vafa um það leggja SFF til að skerpt verði á ákvæðum frum­varps­ins hvað þetta varðar þannig að fjár­mála­fyr­ir­tæki og vátrygg­inga­fé­lög fái skýran val­kost að nota póst­hólfið sem eina leið af fleirum til að birta við­skipta­vinum upp­lýs­ingar á var­an­legum miðli,“ segir í umsögn SFF.

Sparn­aður upp á 300 til 700 millj­ónir á ári

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir frum­varpið muni hafa áhrif á almenn­ing allan verði það sam­þykkti. Það muni tryggja betra aðgengi að gögnum frá rík­is­stofn­unum auk þess sem hægt verði að nálg­ast gögn á fleiri vegu en nú. Bið­tími muni stytt­ast auk þess sem öryggi send­inga muni aukast til muna.

Þá munu þessar breyt­ingar leiða til sparn­aðar til rík­is­sjóðs til langs tíma. Til að mynda sé kostn­aður við póst­burð­ar­gjöld rík­is­ins um 439 millj­ónir króna á ári. Auk kostn­aðar við póst­send­ingar muni kostn­aður við umsýslu starfs­manna, prentun og fleira spar­ast. „Má því ætla að breytt fyr­ir­komu­lag við birt­ingar hafi í för með sér hag­ræð­ingu fyrir rík­is­sjóð á bil­inu 300–700 millj. kr. á ári,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þá er í grein­ar­gerð einnig sagt að frum­varpið muni hafa jákvæð áhrif á umferð, kolefn­islosun og tíma­notkun almenn­ings.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent