Drífa segir Bjarna hafa fundið upp hugtakið „afkomubætandi ráðstafanir“

Forseti ASÍ gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að afkoma fólks og samfélagslegir hagsmunir eigi að vera í fyrsta sæti. Hún telur frasann „afkomubætandi ráðstafanir“ vera nýyrði smíðað af fjármála- og efnahagsráðherra.

Bjarni Benediktsson og Drífa Snædal.
Bjarni Benediktsson og Drífa Snædal.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, gagn­rýnir harð­lega fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar Íslands fyrir árin 2022-2026 í viku­legum pistli sínum í dag, og fylgir þar með eftir umsögn sam­bands­ins um áætl­un­ina sem skilað var inn til Alþingis í vik­unn­i. 

Drífa bendir á að fjár­mála­á­ætl­unin geri ráð fyrir fimm pró­sent atvinnu­leysi í lok tíma­bils­ins sem hún nær til. Það sé að hennar mati með öllu óásætt­an­leg fram­tíð­ar­sýn. „Mark­mið rík­is­fjár­mála á að vera að dempa höggið af krepp­unni með því að tryggja afkomu fólks og fulla atvinnu til fram­tíð­ar. Við súpum enn seyðið af því lang­tíma­at­vinnu­leysi sem mynd­að­ist í kringum hrun en eftir því sem atvinnu­leysi dregst á lang­inn, þeim mun erf­ið­ara verður að takast á við það.“

Í pistl­inum fjallar Drífa einnig um áform stjórn­valda um svo­kall­aðar „af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“, en það er hug­tak sem notað hefur verið um skatta­hækk­anir og/eða nið­ur­skurð á gjöldum rík­is­sjóðs. Drífa segir að um nýyrði sé að ræða sem virð­ist hafa verið fundið upp af Bjarna Bene­dikts­syni, sitj­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Auglýsing
Samkvæmt leit Kjarn­ans á vef­svæð­inu tima­rit.is er orðið „af­komu­bæt­and­i“ ekki þar að finna. Það er heldur ekki til í beyg­ing­ar­lýs­ingu íslensks nútíma­máls hjá Árna­stofnun og virð­ist fyrst hafa verið notað í opin­berri umræðu á Íslandi í fjár­mála­á­ætlun sem lögð var fram árið 2019.

Drífa bendir á að hug­takið komi fram 114 sinnum í nýfram­lagðri fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Í stuttu máli er þarna verið að leggja til annað hvort skatta­hækk­anir eða nið­ur­skurð. Ég árétta þá afstöðu ASÍ að nið­ur­greiðsla skulda á að mæta afgangi. Afkoma fólks og sam­fé­lags­legir hags­munir eiga að vera í fyrsta sæti. Nið­ur­skurður mun gera krepp­una dýpri og skað­legri en hún þarf að ver­a.“

Gert ráð fyrir fleiri ferða­mönn­um, ann­ar­s...

Í fjár­mála­á­ætl­un­inni er gengið út frá ákveð­inni grunn­s­viðs­mynd sem miðar meðal ann­ars við þær for­sendur að meg­in­þorri lands­manna og íbúa helstu við­skipta­landa verði bólu­settur fyrir mitt ár 2021. Það muni leiða til fjölg­unar ferða­manna sem drífi áfram efna­hags­bata þannig að ferða­menn sem heim­sæki Ísland verði 720 þús­und í ár og fjölgi um 80 pró­sent á næsta ári, 2022, og verði þá 1,3 millj­ónir alls. Á metár­inu 2018 voru ferða­menn sem heim­sóttu Ísland 2,3 millj­ónir og ár.

­Reyn­ist efna­hags­þró­unin hins vegar lak­ari og í sam­ræmi við svart­sýnu sviðs­mynd­ina sem sett er fram í áætl­un­inni, þar sem ferða­þjón­ustan er lengur að jafna sig og áhrifa sótt­varna gætir lengur með til­heyr­andi áhrifum á atvinnu­leysi, gefa áætl­anir til kynna að und­ir­liggj­andi afkoma hins opin­bera verði um 1,9 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu lak­ari að jafn­aði árin 2022–2026. „Við slíka afkomu­þróun yrði nauð­syn­legt að auka afkomu­bæt­andi ráð­staf­anir um helm­ing þannig að þær yrðu um 50 ma.kr. á ári árin 2023–2025 í stað 34 ma.kr. Rýrn­unin í und­ir­liggj­andi afkomu hins opin­bera stafar að mestu af tekju­lækkun sem nemur um 50 ma.kr. á ári að jafn­aði miðað við þessa sviðs­mynd. Þá aukast útgjöld hins opin­bera um 16 ma.kr. á ári að jafn­aði en kostn­aður vegna atvinnu­leysis vegur þar um helm­ing. Aukin vaxta­gjöld vegna hærri skuld­setn­ingar eru um 5 ma.kr. á ári að jafn­aði. Að teknu til­liti til auk­ins umfangs afkomu­bæt­andi ráð­staf­ana stöðvast skulda­söfnun hins opin­bera árið 2025 við um 59% af VLF. Um 0,6 pró­sentu­stig af skulda­hækk­un­inni í lok tíma­bils­ins má rekja til lægri áætl­unar um VLF í svart­sýnu sviðs­mynd­inn­i.“

Yfir 21 þús­und manns án atvinnu

Atvinnu­leysi er í hæstu hæðum hér­lendis um þessar mund­ir. Það dróst lít­il­lega saman milli febr­úar og mars en mæld­ist samt sem áður 12,1 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar. Þar af var almennt atvinn­u­­leysi, sem mælir þá sem voru að öllu leyti án atvinnu, alls ell­efu pró­­sent sem þýðir að 21.019 manns voru atvinn­u­­lausir í lok síð­­asta mán­að­­ar. Það minn­k­aði um 0,4 pró­­sent­u­­stig á milli mán­aða. Til við­­bótar voru svo 4.186 á hluta­­bótum sem bætti 1,1 pró­­sent­u­­stigi við heild­­ar­at­vinn­u­­leys­ið. 

Alls höfðu 6.207 almennir atvinn­u­­leit­endur verið án atvinnu í meira en eitt ár í lok síð­­asta mán­að­­ar. Þeim fjölg­aði um 1.488 milli mán­aða og hefur fjölgað um 4.009 frá því í mars í fyrra. 

Þegar hóp­­ur­inn sem hefur verið atvinn­u­­laus í hálft ár eða meira er skoð­aður þá taldi hann 13.647 um síð­­­ustu mán­aða­­mót. Alls fjölg­aði í þeim hópi um 886 milli mán­aða. 

Vilja við­brögð við kerf­is­lægu atvinnu­leysi

ASÍ gagn­rýndi í umsögn sinni um fjár­mála­á­ætlun að það skorti enn á sér­tækar aðgerðir til að mæta atvinnu­leit­endum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti og að atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið þurfi að tryggja við­un­andi afkomu á meðan efna­hags­lífið nær sér á strik. Sam­bandið kallar eftir því að tíma­bil atvinnu­leys­is­trygg­inga verði lengt úr 30 í 36 mán­uði, að grunn­bætur atvinnu­leys­is­trygg­inga verði hækk­aðar í 95 pró­sent af dag­vinnu­tekju­trygg­ingu og að hluta­bætur verði virkt úrræði svo lengi sem þörf er á.

Þá kallar ASÍ eftir því að brugð­ist verði við kerf­is­bundnu atvinnu­leysi hér­lend­is, sem hafi verið byrjað að aukast áður en að COVID-19 skall á. Skýr­ingin liggi í sam­spili margra ólíkra þátta og þá sér­stak­lega vax­andi mis­ræm­is. „Ís­lenskur vinnu­mark­aður hefur tekið veru­legum breyt­ingum frá alda­mót­um. Veru­leg fækkun hefur orðið í uppi­stöðu­störfum utan höf­uð­borg­ar, þ.e. sjáv­ar­út­vegi og ný störf sem hafa orðið til, t.d. í ferða­þjón­ustu og tengdum greinum eru afar frá­brugðin þeim sem hurfu. Vinnu­mark­aður er orð­inn fjöl­breytt­ari, alþjóð­legri, kvik­ari, ásamt því að þjóðin eld­ist. Stjórn­völd hafa ekki tekið virkan þátt í að hafa áhrif á þessar breyt­ing­ar, t.d. með mótun atvinnu­stefnu, hæfn­istefnu eða stefnu í inn­flytj enda­mál­u­m.“

Hægt er að lesa umsögn ASÍ í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent