Vilja að fólki sé treyst til að nefna börnin sín án blessunar ríkisins

baptism-baby.jpg
Auglýsing

Í dag verður dreift á Alþingi nýju frum­varpi þing­manna Bjartrar fram­tíðar um breyt­ingu á lögum um manna­nöfn. Verði frum­varpið að lögum verður manna­nafna­nefnd lög niður og öll ákvæði laga um hana felld á brott. Auk þess verða allar kvaðir sem lög um manna­nöfn fela í sér varð­andi ætt­ar­nöfn felld á brott. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að meg­in­mark­mið þess sé „að und­ir­strika þá meg­in­reglu varð­andi nöfn og nafn­giftir að almennt skuli gert ráð fyrir að nöfn séu leyfð, að for­eldrum sé treyst til að velja börnum sínum nafn og að jafn­ræð­is­regla stjórn­ar­skrár­innar sé virt“.

Frum­varpið var fyrst lagt fram haustið 2013 en er nú lagt fram aftur með tölu­verðum breyt­ingum sem miða allar að því að ein­falda lögin enn frekar en fyrra frum­varp hafði gert ráð fyr­ir. Í fyrra frum­varp­inu var til að mynda lagt bann við upp­töku ætt­ar­nafna en hægt var að vísa slíkum málum til ráð­herra til frek­ari skoð­un­ar. Það bann er ekki að finna í nýja frum­varp­inu.

Hags­munir ein­stak­linga rík­ariÞau rök hafa oft heyrst fyrir til­urð manna­nafna­nefndar og tak­markanna á frelsi for­eldra til að nefna börn sín að frjálsar nafn­gift­ir, án eft­ir­lits rík­is­ins, geti orðið börn­unum til ama.

Hags­munir ein­stak­linga af því að fá að heita nafn­inu sínu eru rík­ari en hags­mun­ir  sam­fé­lags­ins af því að fólk fái ekki að heita nafn­inu sínu

Auglýsing

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins seg­ir: „For­eldrum á almennt að treysta til að velja börnum sínum nöfn sem eru þeim ekki til ama. Komi upp til­felli þar sem vafi leikur á því hvort nafn barns geti orðið því til ama má leiða að því líkur að vandi við­kom­andi barns sé meiri en svo að ákvæði laga um manna­nöfn og þar af leið­andi manna­nafna­nefnd séu sá aðili sem eigi að leið­beina for­eldrum í for­eldra­hlut­verk­in­u.[...] Hags­munir ein­stak­linga af því að fá að heita nafn­inu sínu eru rík­ari en hags­mun­ir  sam­fé­lags­ins af því að fólk fái ekki að heita nafn­inu sín­u“.

Árna­stofnun leysir ekki vanda Satans Stalín­sonarHeiða Kristín Helga­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir að frum­varpið sé mik­il­vægt skref í átt að því að eyða aft­ur­halds­semi og höftum í íslensku sam­fé­lagi. „Réttur fólks til að bera nafn er mjög nátengdur sjálfs­mynd hvers og eins. Lög­gjaf­inn þarf að hafa mjög ríka ástæðu til þess hlut­ast til um nokkuð sem er álíka mik­il­vægt per­sónu­frelsi borg­ar­anna og nafn­gift. Þær ástæður sem liggja að baki núver­andi lög­gjöf um verndun íslenskrar nafna­hefðar og að nafn megi ekki vera nafn­bera til ama er hægt að girða fyrir með öðrum leið­um.

heida Heiða Kristín Helga­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar­.

Þannig má treysta fólki til að vilja skíra börn sín íslenskum nöfnum í stað þess að skylda þau til þess. Hafi ein­hver áhyggjur af því að Satönum Stalín­sonum muni fjölga veru­lega má leiða líkur að því að vandi for­eldra sem vilja skíra börn sín slíkum nöfnum sé meiri en svo að Árna­stofun eigi að koma þar að máli. Barna­lög og barna­vernd­un­ar­yf­ir­völd eru mun betur til þess fallin og geta brugð­ist við.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttir
None