Vilja að fólki sé treyst til að nefna börnin sín án blessunar ríkisins

baptism-baby.jpg
Auglýsing

Í dag verður dreift á Alþingi nýju frum­varpi þing­manna Bjartrar fram­tíðar um breyt­ingu á lögum um manna­nöfn. Verði frum­varpið að lögum verður manna­nafna­nefnd lög niður og öll ákvæði laga um hana felld á brott. Auk þess verða allar kvaðir sem lög um manna­nöfn fela í sér varð­andi ætt­ar­nöfn felld á brott. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að meg­in­mark­mið þess sé „að und­ir­strika þá meg­in­reglu varð­andi nöfn og nafn­giftir að almennt skuli gert ráð fyrir að nöfn séu leyfð, að for­eldrum sé treyst til að velja börnum sínum nafn og að jafn­ræð­is­regla stjórn­ar­skrár­innar sé virt“.

Frum­varpið var fyrst lagt fram haustið 2013 en er nú lagt fram aftur með tölu­verðum breyt­ingum sem miða allar að því að ein­falda lögin enn frekar en fyrra frum­varp hafði gert ráð fyr­ir. Í fyrra frum­varp­inu var til að mynda lagt bann við upp­töku ætt­ar­nafna en hægt var að vísa slíkum málum til ráð­herra til frek­ari skoð­un­ar. Það bann er ekki að finna í nýja frum­varp­inu.

Hags­munir ein­stak­linga rík­ariÞau rök hafa oft heyrst fyrir til­urð manna­nafna­nefndar og tak­markanna á frelsi for­eldra til að nefna börn sín að frjálsar nafn­gift­ir, án eft­ir­lits rík­is­ins, geti orðið börn­unum til ama.

Hags­munir ein­stak­linga af því að fá að heita nafn­inu sínu eru rík­ari en hags­mun­ir  sam­fé­lags­ins af því að fólk fái ekki að heita nafn­inu sínu

Auglýsing

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins seg­ir: „For­eldrum á almennt að treysta til að velja börnum sínum nöfn sem eru þeim ekki til ama. Komi upp til­felli þar sem vafi leikur á því hvort nafn barns geti orðið því til ama má leiða að því líkur að vandi við­kom­andi barns sé meiri en svo að ákvæði laga um manna­nöfn og þar af leið­andi manna­nafna­nefnd séu sá aðili sem eigi að leið­beina for­eldrum í for­eldra­hlut­verk­in­u.[...] Hags­munir ein­stak­linga af því að fá að heita nafn­inu sínu eru rík­ari en hags­mun­ir  sam­fé­lags­ins af því að fólk fái ekki að heita nafn­inu sín­u“.

Árna­stofnun leysir ekki vanda Satans Stalín­sonarHeiða Kristín Helga­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir að frum­varpið sé mik­il­vægt skref í átt að því að eyða aft­ur­halds­semi og höftum í íslensku sam­fé­lagi. „Réttur fólks til að bera nafn er mjög nátengdur sjálfs­mynd hvers og eins. Lög­gjaf­inn þarf að hafa mjög ríka ástæðu til þess hlut­ast til um nokkuð sem er álíka mik­il­vægt per­sónu­frelsi borg­ar­anna og nafn­gift. Þær ástæður sem liggja að baki núver­andi lög­gjöf um verndun íslenskrar nafna­hefðar og að nafn megi ekki vera nafn­bera til ama er hægt að girða fyrir með öðrum leið­um.

heida Heiða Kristín Helga­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar­.

Þannig má treysta fólki til að vilja skíra börn sín íslenskum nöfnum í stað þess að skylda þau til þess. Hafi ein­hver áhyggjur af því að Satönum Stalín­sonum muni fjölga veru­lega má leiða líkur að því að vandi for­eldra sem vilja skíra börn sín slíkum nöfnum sé meiri en svo að Árna­stofun eigi að koma þar að máli. Barna­lög og barna­vernd­un­ar­yf­ir­völd eru mun betur til þess fallin og geta brugð­ist við.“

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None