Vilja greiða bætur til fjölskyldna sem aðskildar voru á landamærunum

Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á öllum börnunum sem voru aðskilin frá foreldrum sínum á landamærunum í stjórnartíð Donalds Trump. Fjölskyldur sem í þessu harðræði lentu glíma enn við áfallið.

Tveggja ára barn frá Hondúras grætur á meðan landamæravörður leitar á móður þess við komuna til Bandaríkjanna. Myndin, sem John Moore tók í byrjun júní 2018 vakti heimsathygli.
Tveggja ára barn frá Hondúras grætur á meðan landamæravörður leitar á móður þess við komuna til Bandaríkjanna. Myndin, sem John Moore tók í byrjun júní 2018 vakti heimsathygli.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Joes Biden áformar að bjóða fjöl­skyldum sem var stíað í sundur á landa­mærum Banda­ríkj­anna í stjórn­ar­tíð Don­alds Trump bæt­ur. Til stendur að bjóða hverjum ein­stak­lingi sem fyrir þessu varð 450 þús­und dali sem sam­svarar um 56 millj­ónum króna að því er heim­ildir Wall Street Journal herma. Í grein Wall Street Journal segir að inn­an­rík­is­ráðu­neytið og dóms­mála­ráðu­neytið standi í við­ræð­unum fyrir hönd rík­is­stjórnar Bidens og að rætt sé um að bæt­urnar nemi tæpri einni milljón dala fyrir hverja fjöl­skyldu sem ströng inn­flytj­enda­stefna Trumps bitn­aði á þar sem hver þeirra hafi yfir­leitt sam­an­staðið af einum full­orðnum ein­stak­lingi og einu barni.

Auglýsing

Með þessu reynir stjórn Bidens að ná sáttum í fjölda dóms­mála sem höfðuð hafa verið af hálfu for­eldra og barna sem voru aðskilin við kom­una yfir landa­mærin frá Mexíkó í leit að hæli.

Í frétt Wall Street Journal segir að samn­inga­við­ræður nái nú þegar til 940 fjöl­skyldna sem segja bæði full­orðna og börn sem aðskilin voru hafa orðið fyrir miklu áfalli og glíma við langvar­andi kvíða, streitu og aðra heilsu­fars­lega erf­ið­leika. Í sumum til­vikum voru börn aðskilin frá for­eldrum sínum mán­uðum og jafn­vel árum sam­an.

Biden hét því í kosn­inga­bar­átt­unni að gera rót­tækar breyt­ingar á inn­flytj­enda­lög­gjöf­inni og er nú undir miklum þrýst­ingi að standa við þau lof­orð.

Donald Trump blés til viðburðar er hann skrifaði undir tilskipun um að afnema heimildir til að sundra fjölskyldum við landamærin. Heimild sem hann hafði sjálfur leitt í lög. Aðskilnaðurinn hélt þó áfram. Mynd: EPA

Er Trump komst til valda árið 2016 hóf hann und­ir­bún­ing að hertri inn­flytj­enda­lög­gjöf. Árið 2018 færði hann svo­kall­aða „núll stefnu“ gagn­vart inn­flytj­endum í lög sem gekk út á að koma í veg fyrir með öllum ráðum að fólk sem ekki hefði tryggt sér dval­ar­leyfi kæm­ist inn í Banda­rík­in. Stefnan fólst einnig í því að leita uppi óskráða inn­flytj­endur sem þegar voru komnir til lands­ins og höfðu sumir hverjir búið þar árum og jafn­vel ára­tugum sam­an.

Komið fyrir í fóstri

Sam­kvæmt laga­breyt­ing­unni var koma til Banda­ríkj­anna án dval­ar­leyfa gerð ólög­leg og full­orðið fólk var sótt til saka fyrir slíkt og vísað úr landi. Börn þeirra, meðal ann­ars ung­börn, voru tekin af for­eldrum sínum eða öðrum for­ráða­mönnum og sett í sér­stakar búð­ir. Þaðan voru þau svo flutt til ýmissa staða innan Banda­ríkj­anna, er rifjað upp í frétt Al Jazeera um mál­ið. Mörgum þeirra var komið fyrir í fóstri.

Talið er að þetta hafi verið gert við meira en 5.500 fjöl­skyld­ur.

Stefna Trumps var gagn­rýnd harð­lega um allan heim og aðeins nokkrum mán­uðum eftir að hún var sett á var hún afnum­in. Hins vegar var stefn­unni bæði fram­fylgt áður en hún var sett í lög og einnig lengi eftir að hún var sögð fallin úr gildi.

Auglýsing

Mann­rétt­inda­sam­tökin Amer­ican Civil Liberties Union (ACLU) segja að enn séu nokkur hund­ruð fjöl­skyldur aðskild­ar. Þau segja að Trump-­stjórnin hafi ekki haldið nákvæma skrán­ingu um fólkið sem tekið var við landa­mærin með þessum hætti og því sé oft ómögu­legt fyrir for­eldra að hafa uppi á börnum sín­um.

Þrátt fyrir að Biden hafi gagn­rýnt stefnu Trump harð­lega hefur hann ekki afnumið laga­á­kvæði um að hægt sé að vísa hæl­is­leit­endum frá Banda­ríkj­unum um leið og þeir koma yfir landa­mærin í suðri sem gerir þeim ókleift að sækja um hæli í land­inu. Stjórn­völd hafa sagt að ákvæðið sé enn í gildi vegna heims­far­ald­urs­ins. Ein breyt­ing hefur þó verið gerð sem er að börn sem koma ein yfir landa­mærin frá Mexíkó geta sótt um hæli og er ýmist komið í umsjá ætt­ingja í Banda­ríkj­unum eða stuðn­ings­full­trúa sem ríkið útvegar þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent