Vilja greiða bætur til fjölskyldna sem aðskildar voru á landamærunum

Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á öllum börnunum sem voru aðskilin frá foreldrum sínum á landamærunum í stjórnartíð Donalds Trump. Fjölskyldur sem í þessu harðræði lentu glíma enn við áfallið.

Tveggja ára barn frá Hondúras grætur á meðan landamæravörður leitar á móður þess við komuna til Bandaríkjanna. Myndin, sem John Moore tók í byrjun júní 2018 vakti heimsathygli.
Tveggja ára barn frá Hondúras grætur á meðan landamæravörður leitar á móður þess við komuna til Bandaríkjanna. Myndin, sem John Moore tók í byrjun júní 2018 vakti heimsathygli.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Joes Biden áformar að bjóða fjöl­skyldum sem var stíað í sundur á landa­mærum Banda­ríkj­anna í stjórn­ar­tíð Don­alds Trump bæt­ur. Til stendur að bjóða hverjum ein­stak­lingi sem fyrir þessu varð 450 þús­und dali sem sam­svarar um 56 millj­ónum króna að því er heim­ildir Wall Street Journal herma. Í grein Wall Street Journal segir að inn­an­rík­is­ráðu­neytið og dóms­mála­ráðu­neytið standi í við­ræð­unum fyrir hönd rík­is­stjórnar Bidens og að rætt sé um að bæt­urnar nemi tæpri einni milljón dala fyrir hverja fjöl­skyldu sem ströng inn­flytj­enda­stefna Trumps bitn­aði á þar sem hver þeirra hafi yfir­leitt sam­an­staðið af einum full­orðnum ein­stak­lingi og einu barni.

Auglýsing

Með þessu reynir stjórn Bidens að ná sáttum í fjölda dóms­mála sem höfðuð hafa verið af hálfu for­eldra og barna sem voru aðskilin við kom­una yfir landa­mærin frá Mexíkó í leit að hæli.

Í frétt Wall Street Journal segir að samn­inga­við­ræður nái nú þegar til 940 fjöl­skyldna sem segja bæði full­orðna og börn sem aðskilin voru hafa orðið fyrir miklu áfalli og glíma við langvar­andi kvíða, streitu og aðra heilsu­fars­lega erf­ið­leika. Í sumum til­vikum voru börn aðskilin frá for­eldrum sínum mán­uðum og jafn­vel árum sam­an.

Biden hét því í kosn­inga­bar­átt­unni að gera rót­tækar breyt­ingar á inn­flytj­enda­lög­gjöf­inni og er nú undir miklum þrýst­ingi að standa við þau lof­orð.

Donald Trump blés til viðburðar er hann skrifaði undir tilskipun um að afnema heimildir til að sundra fjölskyldum við landamærin. Heimild sem hann hafði sjálfur leitt í lög. Aðskilnaðurinn hélt þó áfram. Mynd: EPA

Er Trump komst til valda árið 2016 hóf hann und­ir­bún­ing að hertri inn­flytj­enda­lög­gjöf. Árið 2018 færði hann svo­kall­aða „núll stefnu“ gagn­vart inn­flytj­endum í lög sem gekk út á að koma í veg fyrir með öllum ráðum að fólk sem ekki hefði tryggt sér dval­ar­leyfi kæm­ist inn í Banda­rík­in. Stefnan fólst einnig í því að leita uppi óskráða inn­flytj­endur sem þegar voru komnir til lands­ins og höfðu sumir hverjir búið þar árum og jafn­vel ára­tugum sam­an.

Komið fyrir í fóstri

Sam­kvæmt laga­breyt­ing­unni var koma til Banda­ríkj­anna án dval­ar­leyfa gerð ólög­leg og full­orðið fólk var sótt til saka fyrir slíkt og vísað úr landi. Börn þeirra, meðal ann­ars ung­börn, voru tekin af for­eldrum sínum eða öðrum for­ráða­mönnum og sett í sér­stakar búð­ir. Þaðan voru þau svo flutt til ýmissa staða innan Banda­ríkj­anna, er rifjað upp í frétt Al Jazeera um mál­ið. Mörgum þeirra var komið fyrir í fóstri.

Talið er að þetta hafi verið gert við meira en 5.500 fjöl­skyld­ur.

Stefna Trumps var gagn­rýnd harð­lega um allan heim og aðeins nokkrum mán­uðum eftir að hún var sett á var hún afnum­in. Hins vegar var stefn­unni bæði fram­fylgt áður en hún var sett í lög og einnig lengi eftir að hún var sögð fallin úr gildi.

Auglýsing

Mann­rétt­inda­sam­tökin Amer­ican Civil Liberties Union (ACLU) segja að enn séu nokkur hund­ruð fjöl­skyldur aðskild­ar. Þau segja að Trump-­stjórnin hafi ekki haldið nákvæma skrán­ingu um fólkið sem tekið var við landa­mærin með þessum hætti og því sé oft ómögu­legt fyrir for­eldra að hafa uppi á börnum sín­um.

Þrátt fyrir að Biden hafi gagn­rýnt stefnu Trump harð­lega hefur hann ekki afnumið laga­á­kvæði um að hægt sé að vísa hæl­is­leit­endum frá Banda­ríkj­unum um leið og þeir koma yfir landa­mærin í suðri sem gerir þeim ókleift að sækja um hæli í land­inu. Stjórn­völd hafa sagt að ákvæðið sé enn í gildi vegna heims­far­ald­urs­ins. Ein breyt­ing hefur þó verið gerð sem er að börn sem koma ein yfir landa­mærin frá Mexíkó geta sótt um hæli og er ýmist komið í umsjá ætt­ingja í Banda­ríkj­unum eða stuðn­ings­full­trúa sem ríkið útvegar þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent