Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum

Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Við­reisn vill selja eft­ir­stand­andi hlut rík­is­ins í Íslands­banka á næsta ári, svo lengi sem að aðgerðin við söl­una verði opin og gegn­sæ, og nýta sölu­and­virðið til að greiða niður opin­berar skuld­ir. Þá vill flokk­ur­inn hækka veiði­gjöld um sex millj­arða króna og leggja kolefn­is­gjöld á stór­iðju sem eiga að skila 13,5 millj­örðum króna í nýjar rík­is­tekj­ur. Flokk­ur­inn vill enn fremur ráðast  í mark­vissar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir til þess að greiða niður opin­berar skuld­ir, meðal ann­ars með því að draga til baka fjölgun ráðu­neyta og ráð­herra­stóla frá upp­hafi kjör­tíma­bils, en auka fram­lög til barna­fjöl­skyldna og heil­brigð­is­kerf­is­ins.  

Þetta er meðal þeirra til­lagna að breyt­ingum á fjár­laga­frum­varp­inu sem Við­reisn leggur til. 

Í til­kynn­ingu frá flokknum segir að með þeim aðgerðum sem hann leggi til verið tek­ist á við halla­rekstur rík­is­ins – sem er nú áætl­aður 119 millj­arðar króna á næsta ári – að þjóðin „fái sann­gjarna greiðslu fyrir nýt­ingu á sjáv­ar­auð­lind­inni, að grænir skattar og hvatar verði nýttir til að takast á við lofts­lags­vand­ann, að fjár­fest verði í heil­brigð­is­kerf­inu, sér­stak­lega með því að bæta þar hag kvenna­stétta og síð­ast en ekki síst að stutt verði við barna­fjöl­skyldur í land­inu, sem finna mjög fyrir verð­bólgu og háum vöxt­u­m.“

Vilja fækka ráð­herrum og spara þrjá millj­arða

Við­reisn telur fjár­laga­frum­varpið gera lítið til að draga úr verð­bólgu, sem nú er 9,3 pró­sent, og þenslu. Það felist mikil tæki­færi í hag­ræð­ingu í rík­is­rekstr­in­um. Til dæmis mætti spara þrjá millj­arða króna með því að draga til baka fjölgun ráðu­neyta og ráð­herra í tólf, líkt og ákveðið var að gera í upp­hafi þessa kjör­tíma­bils þegar Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur end­ur­nýj­uðu stjórn­ar­sam­starf sitt. 

Við­reisn vill að skuldir rík­is­ins verði lækk­aður um 20 millj­arða króna strax á næsta ári. 

Auglýsing
Flokkurinn vill auka útgjöld til vaxta-, barna- og hús­næð­is­bóta um 7,5 millj­arða króna á næsta áti og að sex millj­örðum króna til við­bótar verði varið auka­lega í heil­brigð­is­kerf­ið, með áherslu á það mark­mið að bæta kjör kvenna­stétta innan þess.

Til að mæta þessum kostn­að­ar­auka vill Við­reisn láta veiði­gjöld end­ur­spegla mark­aðsvirði veiði­rétt­inda. „Met­hagn­aður hefur verið í sjáv­ar­út­vegi en í fyrra nam hann um 65 millj­örðum eftir skatta og gjöld. Mark­aðsvirði veiði­rétt­inda nú er um sex millj­örðum hærri en núver­andi veiði­gjöld. Við­reisn leggur til hækkun sem því nem­ur.“

Þá segir í til­kynn­ingu flokks­ins að Ísland eigi að vera í fremstu röð í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. „Öflug­asta og skil­virkasta verk­færi stjórn­valda til þess eru hag­rænir hvatar á borð við kolefn­is­gjald sem legg­ist á alla los­un. Lögð verði á kolefn­is­gjöld á stór­iðju, sem hingað til hefur verið und­an­þegin slíkum gjöldum þrátt fyrir að vera ein stærsta upp­spretta gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi. Það  mun auka tekjur rík­is­sjóðs um 13,5 millj­arða.“

Selja bank­ann ef aðferðin verður opin og gagnsæ

Síð­asta til­laga Við­reisnar snýr að frek­ari sölu á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka, en ríkið á enn 42,5 pró­sent hlut í bank­an­um. Frek­ari sala var sett í salt í apríl á meðan að Rík­is­end­ur­skoðun og Fjár­mála­eft­ir­litið rann­sök­uðu síð­asta sölu­ferli, þegar 22,5 pró­sent hlutur var seldur í lok­uðu til­boðs­fyr­ir­komu­lagi fyrir 52,65 millj­arða króna til 207 fjár­festa.

­Rík­is­end­ur­skoðun skil­aði nýverið skýrslu sinni og felldi þar marg­háttað áfelli yfir Banka­­sýsl­u rík­is­ins og sölu­­ferl­inu. Að mati stofn­un­­­­ar­innar voru ann­­­­markar sölu­­­­ferl­is­ins fjöl­margir sem lúta bæði að und­ir­­­­­­bún­­­­­­ingi og fram­­­­­­kvæmd söl­unn­­­­­­ar. Í skýrsl­unni segir meðal ann­­­­­ars að ljóst megi vera að „orð­­­­­­sporðs­á­hætta við sölu opin­berra eigna var van­­­­­­metin fyrir sölu­­­­­­ferlið 22. mars af Banka­­­­­­sýslu rík­­­­­­is­ins, fjár­­­­­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­­­neyti og þing­­­­­­nefndum sem um málið fjöll­uðu í aðdrag­anda söl­unn­­­­­­ar.“ Hægt hefði, að mati Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­un­­­­ar, að fá hærra verð fyrir eign­­­­ar­hlut rík­­­­is­ins en ákveðið var að selja á lægra verði til að ná fram öðrum mark­miðum en lög­­­­bundn­­­um. Þá hafi hug­lægt mat ráðið því hvernig fjár­­­­­­­festar voru flokk­að­­­ir. 

Ekki er búist við að Fjár­mála­eft­ir­litið klári sína rann­sókn á ýmsum öngum sölu­ferl­is­ins fyrr en snemma á næsta ári. 

Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar er reiknað með að eft­ir­stand­andi hlutur rík­is­ins í Íslands­banka verði seld­ur, jafn­vel þótt salan sé á ís. Tekjur vegna þessa eru áætl­aðar 79 millj­arðar króna. Inn­heimt­ist þær ekki mun þurfa að fjár­magna það gat með lán­töku. 

Við­reisn segir í til­lögu­pakka sínum að fjár­laga­frum­varpið van­meti verð­mæti eign­ar­hluta síns í Íslands­banka um 13 millj­arða króna, og áætla því að vænt sölu­virði geti orðið 92 millj­arðar króna. Flokk­ur­inn leggur til að eft­ir­stand­andi eign­ar­hlutur í Íslands­banka verði seld­ur, að því til­skildu að aðferðin við sölu verði opin og gegn­sæ, og að sölu­and­virð­inu verði varið til nið­ur­greiðslu skulda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent