Vill að frumvarp um aukinn gjaldfrjálsan aðgang að gögnum verði endurskoðað

Þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram frumvarp um að allar upplýsingar sem safnað er saman í hlutafélagaskrá verði aðgengilegar öllum án gjalds. Ríkisskattstjóri er ekki hrifinn af breytingunni.

Ýmiskonar gögnum umfram ársreikninga um fyrirtæki landsins er safnað saman í hlutafélagaskrá. Í dag er hægt að kaupa þau gögn af einkaaðilum. Nokkrir þingmenn vilja gera það aðgengi gjaldfrjálst.
Ýmiskonar gögnum umfram ársreikninga um fyrirtæki landsins er safnað saman í hlutafélagaskrá. Í dag er hægt að kaupa þau gögn af einkaaðilum. Nokkrir þingmenn vilja gera það aðgengi gjaldfrjálst.
Auglýsing

Rík­is­skatt­stjóri vill að frum­varp um auk­inn gjald­frjáls aðgang að gögnum sem safnað er saman í hluta­fé­laga­skrá verði tkið til end­ur­skoð­un­ar. Að mati hans hefur ekki verið lagt fram full­nægj­andi kostn­að­ar­mat vegna breyt­ing­anna né lagt mat á þá hækkun fjár­veit­inga til Skatts­ins sem lækkun þjón­ustu­gjalda muni óhjá­kvæmi­lega hafa í för með sér. „Námu þjón­ustu­gjöld vegna hluta­fé­laga um það bil 79 millj­ónum kr. á árinu 2020 en óform­legt mat á kostn­aði vegna ein­skiptis tækni­breyt­inga bendir til þess að hann myndi nema um 8 millj­ónum kr. Sam­kvæmt fram­an­sögðu verður að telja æski­legt að frum­varpstext­inn verði tek­inn til end­ur­skoð­un­ar, og hugað verði frekar að afmörkun þeirra upp­lýs­inga sem birta skal með raf­rænum hætt­i.“

Þetta kemur fram í umsögn rík­is­skatt­stjóra um frum­varpið sem skilað var inn fyrir rúmri viku síð­an. 

Hægt er að kaupa umræddar upp­lýs­ingar frá einka­að­ilum á borð við Credit­info og Keld­una í dag.

Árs­reikn­ingar loks aðgengi­legir án greiðslu

Frum­varpið var lagt fram af þing­mönnum þriggja stjórn­ar­and­stöðu­flokka: Pírata, Við­reisnar og Flokks fólks­ins, í jan­ú­ar. Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, er fyrsti flutn­ings­maður þess. Með frum­varp­inu er lagt til að upp­lýs­ingar hluta­fé­laga­skrár verði aðgengi­legri fyrir almenn­ing, að ekki skuli taka gjald fyrir raf­ræna upp­flett­ingu í skránni og að sömu upp­lýs­ingar séu þar aðgengi­legar þar og ef greitt væri fyrir ein­tak af gögnum úr henni. Þessar upp­lýs­ingar geta ekki talist aðgengi­legar almenn­ingi miðað við núver­andi lög­gjöf þar sem greiða þarf fyrir þær.

Auglýsing
Björn Leví lagði árum saman fram frum­vörp á Alþingi sem fólu í sér gjald­frjálsan aðgang að árs­reikn­ingum fyr­ir­tækja á Íslandi en þau náðu aldrei að kom­ast úr nefnd. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra, lagði svo fram eigið frum­varp um efnið í apríl í fyrra sem var sam­þykkt síðar á því ári. Lögin tóku gildi í byrjun þessa árs. Hér er hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um hvernig hægt er að finna árs­reikn­inga fyr­ir­tækja án end­ur­gjalds. 

Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra, sem nú til­heyrir Skatt­in­um, lagð­ist gegn frum­varp­inu og sagði það kippa fót­unum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­­is. Ekki var tekið mark á þessum aðfinnslum þá. 

Segja um grund­vall­ar­breyt­ingu að ræða

Upp­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki eru aðgeng­i­­legar almenn­ingi í nágranna­löndum Íslands, að uppi­stöðu án end­ur­gjalds. Þar eru starf­ræktar sér­­­­stakar vef­­­­síður þar sem hægt er að nálg­­­­ast grunn­­­­upp­­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki á borð við eig­end­­­­ur, stjórn­­­­endur og lyk­il­­­­tölur úr rekstri fyr­ir­tækj­anna.

Vef­­­­síð­­­an Alla­bolag í Sví­­­­þjóð þjónar til að mynda þessum til­­­­­­­gangi, en þar er að finna helstu upp­­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki þar í landi. Hægt er að nálg­­­­ast grunn­­­­upp­­­­lýs­ingar án kostn­­­aðar en ef þörf er á þá er hægt að greiða fyrir frek­­­­ari upp­­­­lýs­ing­­­­ar. Sam­­­­kvæmt síð­­­­unni er hún upp­­­­­­­færð dag­­­­lega með upp­­­­lýs­ingum frá yfir­­­­völdum þar í landi.

Sam­­­­bæri­­­­legar síður eru í Dan­­­­mörku og Nor­egi, þar sem hægt er að fletta upp grunn­­­­upp­­­­lýs­ingum um dönsk og norsk fyr­ir­tæki.

Rík­is­skatt­stjóri telur að sú fram­kvæmd sem verið er að reyna að koma á fót hér­lendis sé mun yfir­grips­meiri en tíðk­ist ann­ars stað­ar. Í því sam­bandi bendir emb­ættið á á að upp­lýs­ingar um hluta­fé­lög í Dan­mörku sem eru birtar og aðgengi­legar séu, að því er virð­ist, að mestu sam­bæri­legar við þær sem nú þegar er hægt að nálg­ast í fyr­ir­tækja­skrá án end­ur­gjalds. Vænt­an­lega eigi almenn­ingur á Íslandi þó þegar til­tek­inn rétt til aðgangs að þeim gögnum sem hér um ræðir á grund­velli upp­lýs­inga­laga. „Um grund­vall­ar­breyt­ingu er hins vegar að ræða eigi stjórn­valdið að birta öll þessi gögn að eigin frum­kvæði á opin­beru vef­svæði. Almennt mun það við­haft við laga­setn­ingu að gætt sé með­al­hófs þegar skyldur eru lagðar á. Hvað varðar öflun stjórn­valda á upp­lýs­ing­um, þá er ekki gengið lengra en að hún mið­ist við nauð­syn­legar upp­lýs­ingar sem hæfa til­efni upp­lýs­inga­öfl­unar hverju sinni. Hvað snertir aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum hjá stjórn­völdum er miðað t.d. við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar með nauð­syn­legum og mál­efna­legum tak­mörk­un­um, þar sem m.a. er tekið til­lit til almanna­hags­muna, frið­helgi einka­lífs eða virkra við­skipta­hags­muna fyr­ir­tækja.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent