Vill að Reykjavíkurborg geti tekið lóðir til baka

Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir að borgin geti haft jákvæð áhrif á óstöðugan húsnæðismarkaðinn – og að ekki sé hægt að treysta á hinn almenna markað til að redda hlutunum.

Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Auglýsing

Líf Magneu­dóttir odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík segir að mörg svæði í Reykja­vík hafi verið til­búin til upp­bygg­ingar í mörg ár án þess að nokkuð hafi verið aðhafst með þau. Hún vill að Reykja­vík­ur­borg geti tekið lóðir sem standa auðar til baka sem ekki hefur tek­ist að byggja á eftir ein­hvern til­tek­inn tíma.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í máli Lífar í nýjum kosn­inga­þætti Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, þar sem Eyrún Magn­ús­dóttir ræðir við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­boða sem bjóða sig fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara þann 14. maí næst­kom­andi.

Vilja að Reykja­vík­ur­borg byggi sjálf

Líf segir í þætt­inum að ótal­margt hafi gerst í Reykja­vík á und­an­förnum árum varð­andi hús­næð­is­mál­in. „Við stöndum okkur best allra sveit­ar­fé­laga hérna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í upp­bygg­ing­u,“ segir hún og nefnir í þessu sam­bandi félags­legt hús­næði fyrir eldri borg­ara, sam­starf við verka­lýðs­hreyf­ing­una, óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög og svo fram­veg­is.

Auglýsing

„Það er gott en við þurfum að gera meira og við viljum ganga lengra. Það er það sem við í Vinstri grænum erum að setja á borðið að Reykja­vík­ur­borg byggi sjálf. Það er ekki þannig að við séum að fara að stofna eitt­hvað bygg­inga­fé­lag, alls ekki. Við erum hins vegar að fara að stíga inn á mark­að­inn, taka þær lóðir sem við sann­ar­lega eigum og byggja á þeim þannig að allir Reyk­vík­ingar geti kom­ist í öruggt hús­næð­i.“

Reykja­vík­ur­borg geti haft áhrif á „mjög óstöðugan mark­að“

Líf segir að þetta þekk­ist til að mynda í Vín­ar­borg og Helsinki – og ótal mörgum öðrum borg­um. „Þá stíga borgir inn og byggja. Þetta viljum við gera. Við köllum þetta Reykja­vík­ur­bú­staði. Kannski ef hug­mynd­inni er hrint í fram­kvæmd fær þetta eitt­hvað annað nafn en þetta er bara venju­legt fólk. Fólk með alls konar tekj­ur. Við erum ekki að tala um efna­minnsta fólkið okk­ar, það er grunn­þjón­usta sveit­ar­fé­lag­anna þar sem öllum sveit­ar­fé­lögum ber skylda til þess að veita okkar efna­minnsta fólki hús­næði og tryggja það – og það gerum við í gegnum Félags­bú­staði. Þetta yrði öðru­vísi og þá myndum við ná alls konar fólki, þetta er bara fyrir alla Reyk­vík­inga sem hafa lög­heim­ili hérna, inn á mark­að­inn.

Þannig getur Reykja­vík­ur­borg líka haft áhrif á mjög óstöðugan mark­að. Hinn frjálsi mark­aður hefur fengið að prófa að redda þessu en samt er hús­næð­is­verð allt of hátt. Margir hafa ekki einu sinni efni á því að leggja fyrir til þess að geta einn dag­inn eign­ast hús­næði, alveg þrátt fyrir öll lán og vaxta­kjör og hvað eina. Þannig að þetta er það sem við viljum gera og ég held að þetta sé mjög ger­legt og raun­hæft.“

Hún útskýrir hug­mynd­ina betur og segir að í henni felist tvenns konar aðgerð. Í fyrsta lagi eru það þessir Reykja­vík­ur­bú­staðir og í öðru lagi þurfi að hafa meira eft­ir­lit með upp­bygg­ingu á lóðum sem sann­ar­lega hefur verið úthlut­að. „Við verðum að átta okkur á því að það eru eign­ar­lóðir hérna í borg­inni sem standa auðar og ekki hefur tek­ist að byggja á og þá finnst mér líka að Reykja­vík geti tekið til sín lóðir og keypt þær. Keypt fleiri upp­bygg­inga­staði í borg­inni sem eru í eigu ein­hvers eða ann­arra.“

Þannig verði að fá góða yfir­sýn yfir þessi mál og skipu­leggja vel.

Vilja ganga lengra

Slag­orð Vinstri grænna fyrir kosn­ing­arnar er „Göngum lengra í Reykja­vík“ og segir Líf að ástæða sé fyrir því. „Við höfum bara verið með einn borg­ar­full­trúa í Reykja­vík og höfum þurft að gera mála­miðl­an­ir. Auð­vitað ef við fáum fleiri þá höfum við meiri áhrif, það liggur í augum uppi. Við höfum átt í mjög góðu sam­starfi við þessa þrjá flokka sem við mynd­uðum meiri­hluta með í borg­inni en við fengum auð­vitað ekki allt.“

Hún greinir frá því að í meiri­hluta­við­ræð­unum árið 2018 hafi bit­beinið milli VG, Pírata og Við­reisnar verið lækkun gjalda á barna­fólk. „Við þurftum alveg heila tvo daga til að ræða það upp og nið­ur. En allt í lagi, við fengum ekki allt en okkur tókst hins vegar að lækka gjöldin umtals­vert á barn­margar fjöl­skyldur í borg­inn­i.“

Hún segir að þau í VG myndu ganga lengra ef þau fengju hreinan meiri­hluta.

„Við erum ekki að vinna fyrir kerf­ið“

Þegar Líf er spurð hvað lífs­gæði séu fyrir henni þá segir hún að þau séu að geta ferð­ast óhindrað um almanna­rými í borg­inni, dregið and­ann í ómeng­uðu lofti, að hægt sé að reiða sig á grunn­þjón­ust­una, að það séu leik- og grunn­skólar og frí­stunda­heim­ili sem ná utan um börn­in, að hægt sé að fara í sund, að fólk geti eign­ast heim­ili, að hægt sé að vera úti í nátt­úr­unni og sinna hugð­ar­efn­um, tóm­stundum og eiga gott líf. „Að við séum að jafna tæki­færi fólks, jafna kjörin og að við þurfum ekki að hafa óþarfa áhyggjur af hvers­dags­leik­an­um. Það eru lífs­gæði sann­ar­lega.“

Hún segir að Vinstri græn vilji grípa fólk sem missir fót­anna. „Við viljum virkja fólk og ná til inn­flytj­enda. Við viljum að fólk taki þátt í sam­fé­lag­inu og þá þurfum við að hrinda af stað alls konar lýð­ræð­is­verk­efnum og gera til­raunir með lýð­ræð­ið,“ segir hún. Þannig verði allir þátt­tak­endur í því að skapa Reykja­vík­ur­borg.

Líf nefnir að oft hafi verið litið á VG sem íhalds- og kerf­is­flokk en hún sam­þykkir ekki þá skil­grein­ingu. „Við erum ekki að vinna fyrir kerf­ið, við erum í póli­tík þannig að við þurfum að hafa sýn á það hvernig hlut­irnir ganga best upp.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér fyrir neð­an:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent