Vill að Reykjavíkurborg geti tekið lóðir til baka

Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir að borgin geti haft jákvæð áhrif á óstöðugan húsnæðismarkaðinn – og að ekki sé hægt að treysta á hinn almenna markað til að redda hlutunum.

Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Auglýsing

Líf Magneu­dóttir odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík segir að mörg svæði í Reykja­vík hafi verið til­búin til upp­bygg­ingar í mörg ár án þess að nokkuð hafi verið aðhafst með þau. Hún vill að Reykja­vík­ur­borg geti tekið lóðir sem standa auðar til baka sem ekki hefur tek­ist að byggja á eftir ein­hvern til­tek­inn tíma.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í máli Lífar í nýjum kosn­inga­þætti Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, þar sem Eyrún Magn­ús­dóttir ræðir við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­boða sem bjóða sig fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara þann 14. maí næst­kom­andi.

Vilja að Reykja­vík­ur­borg byggi sjálf

Líf segir í þætt­inum að ótal­margt hafi gerst í Reykja­vík á und­an­förnum árum varð­andi hús­næð­is­mál­in. „Við stöndum okkur best allra sveit­ar­fé­laga hérna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í upp­bygg­ing­u,“ segir hún og nefnir í þessu sam­bandi félags­legt hús­næði fyrir eldri borg­ara, sam­starf við verka­lýðs­hreyf­ing­una, óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög og svo fram­veg­is.

Auglýsing

„Það er gott en við þurfum að gera meira og við viljum ganga lengra. Það er það sem við í Vinstri grænum erum að setja á borðið að Reykja­vík­ur­borg byggi sjálf. Það er ekki þannig að við séum að fara að stofna eitt­hvað bygg­inga­fé­lag, alls ekki. Við erum hins vegar að fara að stíga inn á mark­að­inn, taka þær lóðir sem við sann­ar­lega eigum og byggja á þeim þannig að allir Reyk­vík­ingar geti kom­ist í öruggt hús­næð­i.“

Reykja­vík­ur­borg geti haft áhrif á „mjög óstöðugan mark­að“

Líf segir að þetta þekk­ist til að mynda í Vín­ar­borg og Helsinki – og ótal mörgum öðrum borg­um. „Þá stíga borgir inn og byggja. Þetta viljum við gera. Við köllum þetta Reykja­vík­ur­bú­staði. Kannski ef hug­mynd­inni er hrint í fram­kvæmd fær þetta eitt­hvað annað nafn en þetta er bara venju­legt fólk. Fólk með alls konar tekj­ur. Við erum ekki að tala um efna­minnsta fólkið okk­ar, það er grunn­þjón­usta sveit­ar­fé­lag­anna þar sem öllum sveit­ar­fé­lögum ber skylda til þess að veita okkar efna­minnsta fólki hús­næði og tryggja það – og það gerum við í gegnum Félags­bú­staði. Þetta yrði öðru­vísi og þá myndum við ná alls konar fólki, þetta er bara fyrir alla Reyk­vík­inga sem hafa lög­heim­ili hérna, inn á mark­að­inn.

Þannig getur Reykja­vík­ur­borg líka haft áhrif á mjög óstöðugan mark­að. Hinn frjálsi mark­aður hefur fengið að prófa að redda þessu en samt er hús­næð­is­verð allt of hátt. Margir hafa ekki einu sinni efni á því að leggja fyrir til þess að geta einn dag­inn eign­ast hús­næði, alveg þrátt fyrir öll lán og vaxta­kjör og hvað eina. Þannig að þetta er það sem við viljum gera og ég held að þetta sé mjög ger­legt og raun­hæft.“

Hún útskýrir hug­mynd­ina betur og segir að í henni felist tvenns konar aðgerð. Í fyrsta lagi eru það þessir Reykja­vík­ur­bú­staðir og í öðru lagi þurfi að hafa meira eft­ir­lit með upp­bygg­ingu á lóðum sem sann­ar­lega hefur verið úthlut­að. „Við verðum að átta okkur á því að það eru eign­ar­lóðir hérna í borg­inni sem standa auðar og ekki hefur tek­ist að byggja á og þá finnst mér líka að Reykja­vík geti tekið til sín lóðir og keypt þær. Keypt fleiri upp­bygg­inga­staði í borg­inni sem eru í eigu ein­hvers eða ann­arra.“

Þannig verði að fá góða yfir­sýn yfir þessi mál og skipu­leggja vel.

Vilja ganga lengra

Slag­orð Vinstri grænna fyrir kosn­ing­arnar er „Göngum lengra í Reykja­vík“ og segir Líf að ástæða sé fyrir því. „Við höfum bara verið með einn borg­ar­full­trúa í Reykja­vík og höfum þurft að gera mála­miðl­an­ir. Auð­vitað ef við fáum fleiri þá höfum við meiri áhrif, það liggur í augum uppi. Við höfum átt í mjög góðu sam­starfi við þessa þrjá flokka sem við mynd­uðum meiri­hluta með í borg­inni en við fengum auð­vitað ekki allt.“

Hún greinir frá því að í meiri­hluta­við­ræð­unum árið 2018 hafi bit­beinið milli VG, Pírata og Við­reisnar verið lækkun gjalda á barna­fólk. „Við þurftum alveg heila tvo daga til að ræða það upp og nið­ur. En allt í lagi, við fengum ekki allt en okkur tókst hins vegar að lækka gjöldin umtals­vert á barn­margar fjöl­skyldur í borg­inn­i.“

Hún segir að þau í VG myndu ganga lengra ef þau fengju hreinan meiri­hluta.

„Við erum ekki að vinna fyrir kerf­ið“

Þegar Líf er spurð hvað lífs­gæði séu fyrir henni þá segir hún að þau séu að geta ferð­ast óhindrað um almanna­rými í borg­inni, dregið and­ann í ómeng­uðu lofti, að hægt sé að reiða sig á grunn­þjón­ust­una, að það séu leik- og grunn­skólar og frí­stunda­heim­ili sem ná utan um börn­in, að hægt sé að fara í sund, að fólk geti eign­ast heim­ili, að hægt sé að vera úti í nátt­úr­unni og sinna hugð­ar­efn­um, tóm­stundum og eiga gott líf. „Að við séum að jafna tæki­færi fólks, jafna kjörin og að við þurfum ekki að hafa óþarfa áhyggjur af hvers­dags­leik­an­um. Það eru lífs­gæði sann­ar­lega.“

Hún segir að Vinstri græn vilji grípa fólk sem missir fót­anna. „Við viljum virkja fólk og ná til inn­flytj­enda. Við viljum að fólk taki þátt í sam­fé­lag­inu og þá þurfum við að hrinda af stað alls konar lýð­ræð­is­verk­efnum og gera til­raunir með lýð­ræð­ið,“ segir hún. Þannig verði allir þátt­tak­endur í því að skapa Reykja­vík­ur­borg.

Líf nefnir að oft hafi verið litið á VG sem íhalds- og kerf­is­flokk en hún sam­þykkir ekki þá skil­grein­ingu. „Við erum ekki að vinna fyrir kerf­ið, við erum í póli­tík þannig að við þurfum að hafa sýn á það hvernig hlut­irnir ganga best upp.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér fyrir neð­an:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent