Vill tryggja aðgengi að leiðsöguhundum

Í nýju lagafrumvarpi Ingu Sæland er lagt til að framboð leiðsöguhunda fyrir sjónskerta sé tryggt með fjárframlagi ríkissjóðs. Nú eru 18 á biðlista eftir slíkum hundum, sem ræktaðir eru í Noregi, en hver hundur kostar á bilinu fjórar til fimm milljónir.

Inga Sæland
Auglýsing

Rík­is­sjóður mun tryggja árlega fjár­magn til að afla, þjálfa og flytja inn leið­sögu­hunda fyrir sjón­skerta, verði nýtt frum­varp Ingu Sælands, þing­manns Flokks fólks­ins, að lög­um. Frum­varpi Ingu var útbýtt í vik­unni og er frum­varp um breyt­ingu á lögum um þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöð fyrir blinda, sjón­skerta og ein­stak­linga með sam­þætta sjón- og heyrn­ar­skerð­ingu.

Lagt er til að nýr kafli um leið­sögu­hunda bæt­ist við núgild­andi lög. Í frum­varp­inu er lagt til að not­endur sem þurfa á leið­sögu­hundum að halda skuli ekki bera kostnað af öfl­un, þjálfun eða inn­flutn­ingi slíkra hunda. Þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöð skuli sjá um öflun hund­anna í sam­starfi við Blindra­fé­lag­ið. Frum­varpið byggir að hluta til á fylgi­skjali með reglu­gerð um úthlutun á hjálp­ar­tækjum á vegum þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöðv­ar. Fram kemur í grein­ar­gerð að lagt sé til að sá texti fylgi­skjals­ins verði að mestu leyti felldur inn í lögin með til­teknum breyt­ing­um. Ólíkt fylgi­skjal­inu er lagt til að mið­stöðin ákveði ekki fjölda hunda til úthlut­unar á ári heldur eigi eft­ir­spurn alfarið að ráða för.

Auglýsing

50 þús­und krónur á mán­uði til fólks á biðlistum

Í laga­texta frum­varps­ins er fjallað um úthlut­un­ar­ferli leið­sögu­hunda en sam­kvæmt því skal þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöð fyrir blinda taka á móti og afgreiða umsóknir um slíka hunda. Ein­stak­lingar sem taldir eru geta nýtt sér þá sem hjálp­ar­tæki til auk­ins öryggis og sjálf­stæðis til dag­legs lífs skulu fá leið­sögu­hund að und­an­gengnu mati.

Þá er lagt til að þeir ein­stak­lingar sem beðið hafa eftir úthlutun leið­sögu­hunds lengur en 12 mán­uði eigi rétt á auknum fjár­hags­legum stuðn­ingi, 50 þús­und krónum á mán­uði, þar til úthlutun fer fram. Með þeim stuðn­ingi sé þeim sem ekki njóta aðstoðar leið­sögu­hunds tryggt fjár­magn til að standa straum af auknum kostn­aði sem fylgir því að hafa ekki slíkan hund, segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins. Þá skapi ákvæðið auk­inn þrýst­ing á stjórn­völd að tryggja nægt fram­boð leið­sögu­hunda.

Hver hundur kostar fjórar til fimm millj­ónir

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu eru leið­sögu­hundar sagðir vera ómet­an­legur stuðn­ingur fyrir blint og sjón­skert fólk og að þeir veiti fólki aukið öryggi og sjálf­stæði. Þar kemur fram að nú séu 18 á biðlista eftir leið­sögu­hundi og að óbreyttu muni það fólk þurfa að bíða árum saman eftir úthlut­un. Þá sé fram­boðið tak­markað því engin þjálf­un­ar­stöð er fyrir slíka hunda á Íslandi en Þeir eru rækt­aðir og þjálfaðir í Nor­egi og síðan fluttir til Íslands.

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni kostar hver leið­sögu­hundur að jafn­aði fjórar til fimm millj­ónir króna en fram að þessu hafa frjáls félaga­sam­tök þurft að greiða fyrir kostn­að­inn að ein­hverju marki: „Rík­is­valdið hefur aldrei tryggt nægi­legt fjár­magn til að afla leið­sögu­hunda og gjarnan er það svo að frjáls félaga­sam­tök greiða fyrir hundana með sjálfsafla­fé. Það er með öllu ótækt að fólk þurfi að bíða árum saman eftir nauð­syn­legum hjálp­ar­tækjum og að biðin leng­ist vegna þess að rík­is­sjóður tekur ekki fullan þátt í fjár­mögn­un,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir enn fremur að ekki sé nóg að tryggja fjár­magn heldur þurfi einnig að tryggja fram­boð. „Verði frum­varp þetta að lögum þurfa stjórn­völd að sýna frum­kvæði og tryggja reglu­legt fram­boð leið­sögu­hunda. Von­andi verður þetta fyrsta skrefið í átt að því að stofna leið­sögu­hunda­skóla á Ísland­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent