Vill tryggja aðgengi að leiðsöguhundum

Í nýju lagafrumvarpi Ingu Sæland er lagt til að framboð leiðsöguhunda fyrir sjónskerta sé tryggt með fjárframlagi ríkissjóðs. Nú eru 18 á biðlista eftir slíkum hundum, sem ræktaðir eru í Noregi, en hver hundur kostar á bilinu fjórar til fimm milljónir.

Inga Sæland
Auglýsing

Rík­is­sjóður mun tryggja árlega fjár­magn til að afla, þjálfa og flytja inn leið­sögu­hunda fyrir sjón­skerta, verði nýtt frum­varp Ingu Sælands, þing­manns Flokks fólks­ins, að lög­um. Frum­varpi Ingu var útbýtt í vik­unni og er frum­varp um breyt­ingu á lögum um þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöð fyrir blinda, sjón­skerta og ein­stak­linga með sam­þætta sjón- og heyrn­ar­skerð­ingu.

Lagt er til að nýr kafli um leið­sögu­hunda bæt­ist við núgild­andi lög. Í frum­varp­inu er lagt til að not­endur sem þurfa á leið­sögu­hundum að halda skuli ekki bera kostnað af öfl­un, þjálfun eða inn­flutn­ingi slíkra hunda. Þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöð skuli sjá um öflun hund­anna í sam­starfi við Blindra­fé­lag­ið. Frum­varpið byggir að hluta til á fylgi­skjali með reglu­gerð um úthlutun á hjálp­ar­tækjum á vegum þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöðv­ar. Fram kemur í grein­ar­gerð að lagt sé til að sá texti fylgi­skjals­ins verði að mestu leyti felldur inn í lögin með til­teknum breyt­ing­um. Ólíkt fylgi­skjal­inu er lagt til að mið­stöðin ákveði ekki fjölda hunda til úthlut­unar á ári heldur eigi eft­ir­spurn alfarið að ráða för.

Auglýsing

50 þús­und krónur á mán­uði til fólks á biðlistum

Í laga­texta frum­varps­ins er fjallað um úthlut­un­ar­ferli leið­sögu­hunda en sam­kvæmt því skal þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöð fyrir blinda taka á móti og afgreiða umsóknir um slíka hunda. Ein­stak­lingar sem taldir eru geta nýtt sér þá sem hjálp­ar­tæki til auk­ins öryggis og sjálf­stæðis til dag­legs lífs skulu fá leið­sögu­hund að und­an­gengnu mati.

Þá er lagt til að þeir ein­stak­lingar sem beðið hafa eftir úthlutun leið­sögu­hunds lengur en 12 mán­uði eigi rétt á auknum fjár­hags­legum stuðn­ingi, 50 þús­und krónum á mán­uði, þar til úthlutun fer fram. Með þeim stuðn­ingi sé þeim sem ekki njóta aðstoðar leið­sögu­hunds tryggt fjár­magn til að standa straum af auknum kostn­aði sem fylgir því að hafa ekki slíkan hund, segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins. Þá skapi ákvæðið auk­inn þrýst­ing á stjórn­völd að tryggja nægt fram­boð leið­sögu­hunda.

Hver hundur kostar fjórar til fimm millj­ónir

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu eru leið­sögu­hundar sagðir vera ómet­an­legur stuðn­ingur fyrir blint og sjón­skert fólk og að þeir veiti fólki aukið öryggi og sjálf­stæði. Þar kemur fram að nú séu 18 á biðlista eftir leið­sögu­hundi og að óbreyttu muni það fólk þurfa að bíða árum saman eftir úthlut­un. Þá sé fram­boðið tak­markað því engin þjálf­un­ar­stöð er fyrir slíka hunda á Íslandi en Þeir eru rækt­aðir og þjálfaðir í Nor­egi og síðan fluttir til Íslands.

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni kostar hver leið­sögu­hundur að jafn­aði fjórar til fimm millj­ónir króna en fram að þessu hafa frjáls félaga­sam­tök þurft að greiða fyrir kostn­að­inn að ein­hverju marki: „Rík­is­valdið hefur aldrei tryggt nægi­legt fjár­magn til að afla leið­sögu­hunda og gjarnan er það svo að frjáls félaga­sam­tök greiða fyrir hundana með sjálfsafla­fé. Það er með öllu ótækt að fólk þurfi að bíða árum saman eftir nauð­syn­legum hjálp­ar­tækjum og að biðin leng­ist vegna þess að rík­is­sjóður tekur ekki fullan þátt í fjár­mögn­un,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir enn fremur að ekki sé nóg að tryggja fjár­magn heldur þurfi einnig að tryggja fram­boð. „Verði frum­varp þetta að lögum þurfa stjórn­völd að sýna frum­kvæði og tryggja reglu­legt fram­boð leið­sögu­hunda. Von­andi verður þetta fyrsta skrefið í átt að því að stofna leið­sögu­hunda­skóla á Ísland­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent