Tillaga arkitektastofunnar Arkþings bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og RÚV um skipulag byggðar á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Tillagan gerir ráð fyrir að fjölga íbúðum á lóðinni um 250, en tilkynnt var um niðurstöðuna í ráðhúsinu í dag.
RÚV hefur auglýst til sölu byggingarrétt á lóðinni og var hugmyndasamkeppnin haldin í tengslum við hana. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð á tæplega sextíu þúsund fermetra svæði. Samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og dómnefnd skilaði einróma niðurstöðu.
Þar segir meðal annars að ný byggð sé í „góðu jafnvægi við kvarða nærliggjandi byggðar, t.d. við Neðstaleiti og Stóragerði“. Útvarpshúsinu sé tryggður sess í sínu umhverfi í samhengi við blandaða byggð.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, fagnar niðurstöðunni á Facebook síðu sinni og segir vinningstillöguna glæsilega.
Glæsileg tillaga Arkþings sigraraði skipulagssamkeppni um lóð RÚV við Efstaleiti. Það var ánægjuleg stund að tilkynna ú...Posted by Magnús Geir Þórðarson on Tuesday, June 30, 2015
Auglýsing
Auglýst var eftir þátttakendum í samkeppnina í lok febrúar. Alls bárust 16 umsóknir um þátttöku og voru fimm valdir til að skila inn tillögum.