Virði fótboltaliða í MLS hækkar um meira en 50 prósent

pirlo.jpg
Auglýsing

Hvert lið í atvinnu­manna­deild­inni í fót­bolta í Banda­ríkj­un­um, MLS, hefur aukið virði sitt um meira en 50 pró­sent milli ára. Hækk­unin er bein­tengd virði sjón­varps­samn­inga, aukna sölu á varn­ingi og almennt meiri áhuga en áður. Að með­al­tali er virði hvers liðs nú 157 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um tutt­ugu millj­örðum króna. Þetta kemur fram á vef For­bes.

Mun meiri áhugi er á leikjum í MLS nú en fyrir ári síðan og er hann meðal ann­ars rak­inn til komu stór­stjarna í deild­ina. Á síð­ustu tveimur árum hafa David Villa, Kaká og Frank Lampard samið við lið í MLS, og á þessu ári bætt­ust síðan Steven Gerr­ard, Didier Drogba og Andrea Pirlo í hóp­inn. Villa, Lampard og Pirlo leika allir með New York City, Gerr­ard með LA Galaxy, Kaká með Orlando City og Drogba með Montr­eal í Kanada.

Í grein For­bes kemur fram að Gerr­ard, Villa, Kaká og Lampard fái allir yfir fimm millj­ónir Banda­ríkja­dala í árs­laun, eða sem nemur 650 millj­ónum króna. Það gerir um 54 millj­ónir króna á mán­uði.

Auglýsing

Verð­mætasta lið deild­ar­innar er talið vera Seattle Sound­ers en verð­mið­inn á því er 245 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 32 millj­örðum króna. Að með­al­tali mæta um 40 þús­und áhorf­endur á heima­leiki Sound­ers, þar sem heima­mað­ur­inn Clint Dempsey, fyrr­ver­andi leik­maður Totten­ham og Ful­ham, ber fyr­ir­liða­band­ið. Liðið hefur gert stærsta aug­lýs­inga­samn­ing allra félaga í deild­inni við Microsoft, en liðið ber merki dótt­ur­fé­lags­ins XBOX framan á bún­ingum sín­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None