Yfir hundrað hvali rak á land

Hernaðarbrölt, olíuleit og forvitnir ferðamenn eru meðal mögulegra skýringa á fjölda skráðra hvalreka við Ísland sem fór í hæstu hæðir á árinu 2021. Hlýnun jarðar og breyttar farleiðir þessara lífrænu kolefnisfangara koma einnig sterklega til greina.

Stóran hval rak að landi í Þorlákshöfn í október.
Stóran hval rak að landi í Þorlákshöfn í október.
Auglýsing

Hnís­ur. Skugga­nefj­ur. Hnúfu­bakar og hnýð­ing­ar. Þetta eru meðal hvala­teg­unda sem rak að Íslands­ströndum á nýliðnu ári. Að minnsta kosti 105 dýr rak á land í 45 atburð­um. Það er óvenju mikið miðað við síð­ustu ár að und­an­skildu árinu 2019 er 152 hval­rekar voru skráðir hjá Haf­rann­sókn­ar­stofnun í 42 atburð­um. Stórar grind­hvala­vöður sem syntu upp í fjörur skýra m.a. þennan mikla fjölda bæði þá og nú.

Stærsti ein­staki atburð­ur­inn í ár átti sér stað í Árnes­hreppi í októ­ber um 50 dýr syntu þar upp í fjöru og drápust eitt af öðru. Land­helg­is­gæslan var kölluð til og dró hún hræin úr fjör­unni í Mela­vík, setti um borð í varð­skipið Þór og sigldi með þau út fyrir sjáv­ar­falls­strauma þar sem hræj­unum var varpað í haf­ið. Við þessa umfangs­miklu aðgerð naut Gæslan lið­sinnis vaskra heima­manna sem telja núorð­ið, í þessu fámenn­asta sveit­ar­fé­lagi lands­ins, færri en grind­hval­ina í vöð­unni. Sam­bæri­legur atburður varð síð­ari hluta júní­mán­aðar árið 2019 er svip­aðan fjölda grind­hvala rak á land í Löngu­fjörum á Snæ­fells­nesi. Það ár strönd­uðu einnig um 50 grind­hvalir við Útskála­kirkju í Garði. Reynt var að bjarga þeim og tókst að koma um þrjá­tíu þeirra aftur á haf út á lífi. Tutt­ugu dýr drápust.

Auglýsing

„Ekk­ert er vitað með ástæð­ur,“ segir Sverrir Dan­íel Hall­dórs­son, líf­fræð­ingur hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, spurður um hvað valdi óvenju miklum fjölda hval­reka á árinu sem er að líða. Lengi hafi „hern­að­ar­brölt og olíu­leit verið grun­uð“ um að fæla hvali og valda skaða á heyrn þeirra. Til dæmis hafi mik­ill fjöldi and­ar­nefja og ann­arra svín­hvala árið 2019 verið tengdur við her­fæf­ingar í norð­ur­höfum en það ár rak óvenju mik­inn fjölda and­ar­nefja um allt norð­an­vert Norð­ur­-Atl­ants­haf.

„En eins og gefur að skilja þá er erfitt að fá ein­hverjar upp­lýs­ingar frá hern­að­ar­yf­ir­völdum um verk­efni þeirra,“ bendir Sverrir á. Þó hafi fjöl­þjóð­legur hópur verið að sækj­ast eftir upp­lýs­ingum svo ranna­saka megi þetta til hlít­ar.

Norðsnjáldrinn rekinn á fjöru í Bótinni í landi Höfða II, sunnan við Grenivík. Tarfurinn var 4,73 metrar. Mynd: Hafrannsóknarstofnun

Flestir þeirra hvala sem rak á fjörur á árinu eru af teg­undum sem við flest þekkj­um. Tveir hnúfu­bak­ar, tvær lang­reyð­ar, átta búr­hval­ir, tvær hrefnur og sömu­leiðis tvær hnís­ur, svo dæmi séu tek­in. En í yfir­liti því sem Haf­rann­sókn­ar­stofnun sendi Kjarn­anum um skráða hval­reka frá upp­hafi árs og til 8. Des­em­ber er einnig að finna fágæt­ari teg­und­ir.

Tvær skugga­nefjur rak til að mynda á land. Það heyrir til tíð­inda þótt fjórar slíkar hafi gert slíkt hið sama árið 2018. Skugga­nefjur virð­ast aðal­lega halda sig á rúm­sjó og eru sjald­séðar á grunn­sævi. Teg­undin finnst bæði á norð­ur- og suð­ur­hveli jarðar og nær útbreiðsla hennar frá kald­tempruðum svæðum að mið­baug. Þær verða 5-7 metrar að lengd og aðal­fæða þeirra er smokk­fisk­ur. Skugga­nefja er yfir­leitt ein á ferð eða í litlum hóp­um. Þær eru hlé­drægar og virð­ast forð­ast báta. Árið 2008 sagði í frétt á vef Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, í til­efni af því að skugga­nefju hafði rekið að Hval­eyr­ar­holti sunnan Hafn­ar­fjarð­ar, að hún væri sú sjö­unda af sinni teg­und sem heim­ildir væru um að fund­ist hefðu í fjörum Íslands. Þar af hefðu fimm þeirra rekið á land á tólf ára tíma­bili.

Grindhvalahræin úr Melavík í Árneshreppi komin um borð í varðskip. Mynd: Landhelgisgæslan

Þá rak norð­snjáldra að landi skammt sunnan við Greni­vík í vor. Það verður einnig að telj­ast til tíð­inda því aðeins er vitað um átta önnur til­vik hér við land síðan Haf­rann­sókna­stofnun hóf skrán­ingu hval­reka með skipu­lögðum hætti um 1980. Fyrsti stað­festi fund­ur­inn var árið 1992 við bæinn Ós í Breið­dal og síð­ast árið 2018, þegar tarf rak á land í Höfða­vík í Vest­manna­eyj­um. Norð­snjáldrar halda sig mest fjarri landi djúpt á hafi úti og eru auk þess mjög stygg­ir.

Sverrir Dan­íel fór á vett­vang hval­rek­ans ásamt úti­bús­stjóra stofn­un­ar­innar á Akur­eyri, Hlyni Pét­urs­syni, og mældu þeir hval­inn og tóku sýni til nán­ari rann­sókna. Ekki var annað að sjá en að norð­snjáldr­inn væri í góðu lík­am­legu ástandi, en engar fæðu­leifar fund­ust í maga hans og ekk­ert plast held­ur, sem að und­an­förnu hefur fund­ist í tölu­verðu magni í mögum hvala af svín­hvala­ætt. Dán­ar­or­sök er því ókunn.

­Fyrir utan grind­hval­ina sem strönd­uðu í fjör­unni á Ströndum var það gríð­ar­stór hnúfu­bakur sem rak á land á Garð­skaga sem vakti hvað mesta athygli okkar mann­anna. Þús­undir lögðu leið sína þangað til að berja hræið aug­um. Þetta var kven­dýr, um fimmtán metrar að lengd og lík­lega um 30 tonn að þyngd.

Hvalir líkt og önnur dýr und­ir­djúpanna virða ekki mörk sem menn­irnir draga – hvort sem þau kall­ast land­helgi eða alþjóð­leg haf­svæði. Þau haga sínum ferðum eftir hefðum og nátt­úru­legum þáttum á borð við sjáv­ar­strauma og hita­stig. Leit að æti rekur þau áfram sem og leit að maka til æxl­unar á ákveðnum árs­tíma sömu­leið­is.

Að sögn Sverris má að ein­hverju leyti lík­lega kenna til­færslu á far­leiðum hvala milli ára um breyti­leika í fjölda mis­mun­andi teg­unda við Ísland. Einnig hafa verið að finn­ast „suð­læg­ari“ teg­undir á norð­ur­slóð­um, s.s. ráka­höfr­ung­ar, „sem mann grunar að séu þá til komnir vegna hlýn­unar sjávar und­an­farin ár“.

Ferða­menn á fáförnum stöðum

Einnig seg­ist hann hafa grunað að aukn­ing í straumi ferða­manna inn­lendra sem erlendra sem geri sér ferð niður í fjöru „um hvipp­inn og hvapp­inn“ hafi verið skýr­ing á stöðugri aukn­ingu til­kynn­inga um hval­reka síð­ustu ár. „En ef árið 2021 er á pari við 2019 er ekki hægt að nota þá skýr­ingu eina þar sem aðeins brot af fjölda ferða­manna 2021 er miðað við 2019.“

Hnúfubakurinn vakti gífurlega athygli fólks er hann rak á land í mars. Mynd: Nicholai Xuereb

Hval­ir, margir með sína risa­vöxnu skrokka, eru nauð­syn­legur hlekkur í líf­ríki sjávar og við­haldi vist­kerfa þess. Í raun má segja að hvert og eitt hvals­hræ sem sekkur til botns sé sjálf­stætt vist­kerfi. Hringrásin sem hefst með dauða hvals er nauð­syn­leg fjölda líf­vera. Í hræj­unum er mjög mikil nær­ing og fjöld­inn allur af dýrum nartar í þau, líkt og Edda Elísa­bet Magn­ús­dótt­ir, sjáv­ar- og atferl­is­vist­fræð­ing­ur, sagði við Kjarn­ann.

Hlut­verk þeirra á meðan þeir lifa er svo auð­vitað einnig stórt. Risa­stórt. Þeirra lóð vegur til að mynda þungt þegar kemur að því að binda koltví­sýr­ing sem los­aður er út í and­rúms­loft­ið. Úrgangur úr þeim, hvalakúk­ur, er nær­ing fyrir plöntu­svif sem aftur hefur gíf­ur­leg áhrif á lofts­lagið því talið er að það bindi allt að 40 pró­sent alls koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu – um fjórum sinnum meira en Amazon-frum­skóg­ur­inn. Hvalir hafa því verið kall­aðir líf­rænir kolefn­is­fang­arar og sá þáttur þeirra í hinni mik­il­vægu hringrás nátt­úr­unnar hefur verið að koma æ betur í ljós síð­ustu ár.

Leiða má hins vegar líkum að því, líkt og fjallað var um í ítar­legri frétta­skýr­ingu BBC á þessu ári, að á þeim þús­und árum sem þeir hafa verið veiddir hafi margir stofnar minnkað um 66-90 pró­sent. Það hefur lík­lega breytt miklu í líf­ríki sjávar og jarð­ar­innar allr­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent