Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Það þarf varla að hefja pistil­inn á að taka það fram, en heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu stendur nú yfir í Bras­il­íu. Sér­fræð­ingar hafa frá upp­hafi móts verið allt að því sam­dóma um að gest­gjaf­inn eigi mestar sig­ur­lík­ur, en senni­leg­ast hafa Bras­il­íu­menn einnig verið ofar­lega á lista í rauð­víns­pottum á vinnu­stöðum víða um land. Þótt Bras­il­íu­menn séu með firna­sterkt lið er þó annar þáttur en bara geta sem flestir virð­ast sam­mála um að skipti máli, nefni­lega heima­valla­r­á­hrif. Það þarf engan að undra – á tólf heims­meist­ara­mótum af nítján hefur heima­þjóðin kom­ist í úrslit og sex sinnum sigr­að, sem er mun hærra hlut­fall en svo að það geti talist til­vilj­un, en sig­ur­hlut­fall heima­þjóð­anna hækkar upp í 50% þegar mótið hefur verið haldið hjá stór­þjóðum í fót­bolta – þ.e. í Bras­il­íu, Ítal­íu, Þýska­landi, Argent­ínu, Úrúg­væ, Spáni, Frakk­landi eða Englandi. Sé litið til allra leikja gest­gjafa HM frá 1990 hafa þeir sam­tals unnið 27 leiki, gert sex jafn­tefli og tapað sex leikj­um. Það hjálpar reyndar einnig til að vera í eigin heims­álfu; til dæmis hefur Evr­ópu­þjóð aldrei sigrað á heims­meist­ara­móti vest­an­hafs.

Til við­bótar hefur ekk­ert lið sigrað Bras­ilíu á heima­velli í næstum tólf ár, en liðið tap­aði síð­ast heima í vin­áttu­leik við Paragvæ í ágúst 2002. Þá var liðið reyndar nýbúið að sigra á HM í Japan og var kannski ekki sér­stak­lega upp­tekið af stór­sigri, en Brasilía hefur ekki tapað leik á stór­móti eða í und­ankeppni á heima­velli síðan það beið lægri hlut gegn Perú í und­an­­úr­slitum Copa Amér­ica árið 1975.

En hver ætli sé eig­in­lega skýr­ingin á þessum heima­vall­ar­á­hrifum á heims­meist­ara­mót­inu? Ein gæti verið sú að lönd með sterka fót­bolta­hefð og góð lands­lið velj­ist ein­fald­lega frekar til að halda mót­ið. Það er þó auð­velt að afsanna þá kenn­ingu með ein­faldri töl­fræði­æf­ingu. Hag­fræð­ing­arnir Chris And­er­son og David Sally próf­uðu til dæmis að raða löndum upp eftir getu miðað við Elo-­stig þeirra við upp­haf hverrar keppni frá 1930 og komust að því að í öllum til­vikum gekk heima­þjóð­inni betur á mót­inu en geta þeirra hefði spáð fyrir um. Grein­endur Gold­man Sachs stað­festu nýlega þessa nið­ur­stöðu And­er­son og Sally með nokkuð fág­uðu töl­fræði­lík­ani, en sam­kvæmt því getur heima­þjóðin á HM að jafn­aði búist við því að skora 0,4 fleiri mörk í leik en sam­svar­andi lið eftir að leið­rétt hefur verið fyrir getu, nýlegri frammi­stöðu og fleiri þátt­um. Getu­munur einn og sér getur því ekki útskýrt þetta góða gengi liða á heima­velli.

Auglýsing

Önnur kenn­ing er sú að löng ferða­lög hafi slæm áhrif á frammi­stöðu mótherj­anna; þau lið sem eigi lengsta leið fyrir höndum til þess að kom­ast á mótið séu þreytt og illa upp­lögð og því eigi heima­þjóðin hæg­ara um vik að valta yfir þau á knatt­spyrnu­vell­in­um. Nate Sil­ver, einn þekkt­asti töl­­fræð­ingur heims, komst að því að frá 1952 hefur liðum sem þurfa að ferð­ast um langan veg milli aust­urs og vest­urs (þ.e. þvert á tíma­belti) vissu­lega gengið mark­tækt verr en hin­um, en ferða­lög milli norð­urs og suð­urs skipti minna máli – sögu­lega sé það því fyrst og fremst flug­þreyta (e. jet lag) vegna tíma­mis­munar sem geti haft áhrif á gengi lið­anna. Hins vegar hafa þessi áhrif dalað mjög hratt á und­an­förnum ára­tug­um, bæði vegna þess hve sam­göngur hafa batnað og vegna þess að leik­menn lands­liða spila oftar en ekki fjarri heima­hög­unum og þurfa því að ferð­ast jafn­langt og hver annar til þess að kom­ast á mót­ið. Í dag telur Sil­verman að áhrif þessa séu lítil sem engin – þótt þeir And­er­son og Sally hafi reyndar kom­ist að því að liðum gangi örlítið verr eftir því sem menn­ing­ar­munur gest­gjafans og heima­lands­ins er meiri.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/58[/em­bed]

Dóm­ar­arnir geta skipt sköpumÞriðja kenn­ing­in, sem á sífellt meira fylgi að fagna meðal fræði­manna, er sú að dóm­arar láti ómeð­­vitað undan lát­unum í áhorf­endum þegar þeir neyð­ast til þess að taka ákvörðun á augna­bliki og hygli þannig heimalið­inu – með öðrum orðum sé heima­dóm­gæsla stærsti kost­ur­inn við að leika á heima­velli. Það gæti t.d. útskýrt af hverju heima­valla­r­á­hrifin eru mun sterk­ari í fót­bolta, þar sem ákvörðun dóm­ar­ans er lík­legri til að hafa úrslita­á­hrif á gang leiks­ins, en í nokk­urri annarri hóp­í­þrótt. Þetta er hins vegar kenn­ing sem er erfitt að sanna, því það er erfitt að mæla hvort dóm­gæsla er hlut­laus eða ekki. Til dæmis liggur ljóst fyrir að dóm­arar í ensku úrvals­deild­inni, Meist­ara­deild Evr­ópu, Bundeslig­unni og víðar eru lík­legri til dæma víti á úti­lið og spjalda þau jafn­framt oftar en heimalið. En hvernig getum við úti­lokað að lið leiki ekki ein­fald­lega gróf­ari bolta á úti­velli en á heima­velli og því hafi þessi spjalda­gleði dóm­ar­anna ekk­ert með hlut­drægni eða hlut­leysi að gera?

Þýski vinnu­mark­aðs­hag­fræð­ing­ur­inn Thomas Dohmen fann snilld­ar­lega lausn á þessum mæl­ing­ar­vanda. Ein breyta öðrum fremur ætti nefni­lega ekki að lit­ast af mis­mun­andi fram­komu lið­anna en er hins vegar alfarið í höndum dóm­ar­ans; nefni­lega upp­bót­ar­tími. Hann komst að því að dóm­arar í þýsku deild­inni væru að jafn­aði lík­legri til þess að leyfa leiknum að halda allt að mín­útu lengur áfram þegar heimaliðið er undir með einu marki eða þegar lík­legt er að það geti náð for­ystu í jafn­tefli eftir að leið­rétt hafði verið fyrir öðrum þáttum sem gætu lengt leik­inn (t.d. meiðsl­um, spjöld­um, leik­manna­skipt­ingum o.fl). Spænskir hag­fræð­ingar hafa fundið enn sterk­ari áhrif af þessum toga, en þar­lendir dóm­arar hafa einnig til­hneig­ingu til þess að stytta leik­inn þegar heimaliðið er yfir með einu marki.

Hlaupa­brautin ekki til góðsEinna merki­leg­ast er þó að þessi áhrif hverfa nán­ast alveg þegar lið keppa á leik­vöngum eins og Laug­ar­dals­vell­in­um, þar sem gras­völl­ur­inn er umluktur hlaupa­braut. Að mati Dohman bendir það ein­dregið til þess að það séu áhorf­end­urnir sem hafi þessi áhrif á dóm­arann; þegar hann er með þá alveg ofan í sér er hann lík­legri til að láta ómeð­vitað undan þrýst­ingi en þegar hlaupa­brautin myndar loft­rými umhverfis leik­vang­inn.

Svo halda aðrir því fram að heima­leikja­á­hrifin séu þró­un­ar­fræði­legs eðl­is. Í það minnsta mælist meira testó­sterón í knatt­spyrnu­leik­mönnum á heima­velli en úti­velli, en rann­sak­endur hafa rakið það til eðl­is­lægrar hvatar karl­manna að vilja verja yfir­ráða­svæði sitt. Það skal þó ósagt látið hvort knatt­spyrnu­leikir vinn­ist á eðl­is­á­vís­un­inni, eða karl­mennskunni, einni sam­an.

Hver sem skýr­ingin kann að vera virð­ast Bras­il­íu­menn í það minnsta enn eiga tölu­verða mögu­leika á sigri eftir fyrstu umferðir móts­ins, vafa­laust að hluta til vegna þess­ara heima­valla­r­á­hrifa sem svo erfitt virð­ist að henda reiður á þótt til­vist þeirra sé óum­deild. En eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vett­vangi hefðum við ekki þurft nein töl­fræði­líkön eða þró­un­ar­fræði­kenn­ingar til að segja okkur það; það nægir að fletta lík­unum upp í næsta veð­banka.

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk sums staðar látið vinna „bara eins og það sé þrælar“
Barátta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launalaust eða með laun langt undir lágmarkslaunum var ofarlega í huga margra viðmælenda í nýrri skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála.
Kjarninn 5. júlí 2020
Bjarki Steinn Pétursson og Saga Yr Nazari
Vonin sú að Góðar Fréttir nái jafn miklu vægi í samfélaginu og aðrir stórir fréttamiðlar
Hópur ungs fólks safnar nú á Karolina Fund fyrir nýjum fréttamiðli. Það stefnir á að byggja upp jákvæða umgjörð í kringum fréttamiðlun.
Kjarninn 5. júlí 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Þegar síga fer á seinni hlutann
Kjarninn 5. júlí 2020
Fordæmisgefandi að ásættanlegt sé að menga villta dýrastofna
„Það er ljóst að mörgum spurningum er ósvarað varðandi lífríkið í Ísafjarðardjúpi og möguleg áhrif eldis á fiskum í sjókvíum á það,“ segir í umsögn Hafró um áformað laxeldi Arnarlax. Óvissan kemur einnig fram í umsögnum annarra stofnanna.
Kjarninn 5. júlí 2020
Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 5. júlí 2020
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None