Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Það þarf varla að hefja pistilinn á að taka það fram, en heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur nú yfir í Brasilíu. Sérfræðingar hafa frá upphafi móts verið allt að því samdóma um að gestgjafinn eigi mestar sigurlíkur, en sennilegast hafa Brasilíumenn einnig verið ofarlega á lista í rauðvíns­pottum á vinnustöðum víða um land. Þótt Brasilíumenn séu með firnasterkt lið er þó annar þáttur en bara geta sem flestir virðast sammála um að skipti máli, nefnilega heimavallaráhrif. Það þarf engan að undra – á tólf heimsmeistaramótum af nítján hefur heimaþjóðin komist í úrslit og sex sinnum sigrað, sem er mun hærra hlutfall en svo að það geti talist tilviljun, en sigurhlutfall heimaþjóðanna hækkar upp í 50% þegar mótið hefur verið haldið hjá stórþjóðum í fótbolta – þ.e. í Brasilíu, Ítalíu, Þýskalandi, Argentínu, Úrúgvæ, Spáni, Frakklandi eða Englandi. Sé litið til allra leikja gestgjafa HM frá 1990 hafa þeir samtals unnið 27 leiki, gert sex jafntefli og tapað sex leikjum. Það hjálpar reyndar einnig til að vera í eigin heimsálfu; til dæmis hefur Evrópuþjóð aldrei sigrað á heimsmeistaramóti vestanhafs.

Til viðbótar hefur ekkert lið sigrað Brasilíu á heimavelli í næstum tólf ár, en liðið tapaði síðast heima í vináttuleik við Paragvæ í ágúst 2002. Þá var liðið reyndar nýbúið að sigra á HM í Japan og var kannski ekki sérstaklega upptekið af stórsigri, en Brasilía hefur ekki tapað leik á stórmóti eða í undankeppni á heimavelli síðan það beið lægri hlut gegn Perú í undan­úrslitum Copa América árið 1975.

En hver ætli sé eiginlega skýringin á þessum heimavallar­áhrifum á heimsmeistaramótinu? Ein gæti verið sú að lönd með sterka fótboltahefð og góð landslið veljist einfaldlega frekar til að halda mótið. Það er þó auðvelt að afsanna þá kenningu með einfaldri tölfræðiæfingu. Hagfræðingarnir Chris Anderson og David Sally prófuðu til dæmis að raða löndum upp eftir getu miðað við Elo-stig þeirra við upphaf hverrar keppni frá 1930 og komust að því að í öllum tilvikum gekk heimaþjóðinni betur á mótinu en geta þeirra hefði spáð fyrir um. Greinendur Goldman Sachs staðfestu nýlega þessa niðurstöðu Anderson og Sally með nokkuð fáguðu tölfræðilíkani, en samkvæmt því getur heimaþjóðin á HM að jafnaði búist við því að skora 0,4 fleiri mörk í leik en samsvarandi lið eftir að leiðrétt hefur verið fyrir getu, nýlegri frammistöðu og fleiri þáttum. Getumunur einn og sér getur því ekki útskýrt þetta góða gengi liða á heimavelli.

Auglýsing

Önnur kenning er sú að löng ferðalög hafi slæm áhrif á frammistöðu mótherjanna; þau lið sem eigi lengsta leið fyrir höndum til þess að komast á mótið séu þreytt og illa upplögð og því eigi heimaþjóðin hægara um vik að valta yfir þau á knattspyrnuvellinum. Nate Silver, einn þekktasti töl­fræðingur heims, komst að því að frá 1952 hefur liðum sem þurfa að ferðast um langan veg milli austurs og vesturs (þ.e. þvert á tímabelti) vissulega gengið marktækt verr en hinum, en ferðalög milli norðurs og suðurs skipti minna máli – sögulega sé það því fyrst og fremst flugþreyta (e. jet lag) vegna tímamismunar sem geti haft áhrif á gengi liðanna. Hins vegar hafa þessi áhrif dalað mjög hratt á undanförnum áratugum, bæði vegna þess hve samgöngur hafa batnað og vegna þess að leikmenn landsliða spila oftar en ekki fjarri heimahögunum og þurfa því að ferðast jafnlangt og hver annar til þess að komast á mótið. Í dag telur Silverman að áhrif þessa séu lítil sem engin – þótt þeir Anderson og Sally hafi reyndar komist að því að liðum gangi örlítið verr eftir því sem menningarmunur gestgjafans og heimalandsins er meiri.

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_26/58[/embed]

Dómararnir geta skipt sköpum


Þriðja kenningin, sem á sífellt meira fylgi að fagna meðal fræðimanna, er sú að dómarar láti ómeð­vitað undan látunum í áhorfendum þegar þeir neyðast til þess að taka ákvörðun á augnabliki og hygli þannig heimaliðinu – með öðrum orðum sé heimadómgæsla stærsti kosturinn við að leika á heimavelli. Það gæti t.d. útskýrt af hverju heimavallaráhrifin eru mun sterkari í fótbolta, þar sem ákvörðun dómarans er líklegri til að hafa úrslitaáhrif á gang leiksins, en í nokkurri annarri hópíþrótt. Þetta er hins vegar kenning sem er erfitt að sanna, því það er erfitt að mæla hvort dómgæsla er hlutlaus eða ekki. Til dæmis liggur ljóst fyrir að dómarar í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu, Bundesligunni og víðar eru líklegri til dæma víti á útilið og spjalda þau jafnframt oftar en heimalið. En hvernig getum við útilokað að lið leiki ekki einfaldlega grófari bolta á útivelli en á heimavelli og því hafi þessi spjaldagleði dómaranna ekkert með hlutdrægni eða hlutleysi að gera?

Þýski vinnumarkaðshagfræðingurinn Thomas Dohmen fann snilldarlega lausn á þessum mælingarvanda. Ein breyta öðrum fremur ætti nefnilega ekki að litast af mismunandi framkomu liðanna en er hins vegar alfarið í höndum dómarans; nefnilega uppbótartími. Hann komst að því að dómarar í þýsku deildinni væru að jafnaði líklegri til þess að leyfa leiknum að halda allt að mínútu lengur áfram þegar heimaliðið er undir með einu marki eða þegar líklegt er að það geti náð forystu í jafntefli eftir að leiðrétt hafði verið fyrir öðrum þáttum sem gætu lengt leikinn (t.d. meiðslum, spjöldum, leikmannaskiptingum o.fl). Spænskir hagfræðingar hafa fundið enn sterkari áhrif af þessum toga, en þarlendir dómarar hafa einnig tilhneigingu til þess að stytta leikinn þegar heimaliðið er yfir með einu marki.

Hlaupabrautin ekki til góðs


Einna merkilegast er þó að þessi áhrif hverfa nánast alveg þegar lið keppa á leikvöngum eins og Laugardalsvellinum, þar sem grasvöllurinn er umluktur hlaupabraut. Að mati Dohman bendir það eindregið til þess að það séu áhorfendurnir sem hafi þessi áhrif á dómarann; þegar hann er með þá alveg ofan í sér er hann líklegri til að láta ómeðvitað undan þrýstingi en þegar hlaupabrautin myndar loftrými umhverfis leikvanginn.

Svo halda aðrir því fram að heimaleikjaáhrifin séu þróunar­fræðilegs eðlis. Í það minnsta mælist meira testósterón í knattspyrnuleikmönnum á heimavelli en útivelli, en rannsakendur hafa rakið það til eðlislægrar hvatar karlmanna að vilja verja yfirráðasvæði sitt. Það skal þó ósagt látið hvort knattspyrnuleikir vinnist á eðlisávísuninni, eða karlmennskunni, einni saman.
Hver sem skýringin kann að vera virðast Brasilíumenn í það minnsta enn eiga töluverða möguleika á sigri eftir fyrstu umferðir mótsins, vafalaust að hluta til vegna þessara heimavallaráhrifa sem svo erfitt virðist að henda reiður á þótt tilvist þeirra sé óumdeild. En eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi hefðum við ekki þurft nein tölfræðilíkön eða þróunarfræðikenningar til að segja okkur það; það nægir að fletta líkunum upp í næsta veðbanka.

Pistillinn birtist fyrst í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None