Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Það þarf varla að hefja pistil­inn á að taka það fram, en heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu stendur nú yfir í Bras­il­íu. Sér­fræð­ingar hafa frá upp­hafi móts verið allt að því sam­dóma um að gest­gjaf­inn eigi mestar sig­ur­lík­ur, en senni­leg­ast hafa Bras­il­íu­menn einnig verið ofar­lega á lista í rauð­víns­pottum á vinnu­stöðum víða um land. Þótt Bras­il­íu­menn séu með firna­sterkt lið er þó annar þáttur en bara geta sem flestir virð­ast sam­mála um að skipti máli, nefni­lega heima­valla­r­á­hrif. Það þarf engan að undra – á tólf heims­meist­ara­mótum af nítján hefur heima­þjóðin kom­ist í úrslit og sex sinnum sigr­að, sem er mun hærra hlut­fall en svo að það geti talist til­vilj­un, en sig­ur­hlut­fall heima­þjóð­anna hækkar upp í 50% þegar mótið hefur verið haldið hjá stór­þjóðum í fót­bolta – þ.e. í Bras­il­íu, Ítal­íu, Þýska­landi, Argent­ínu, Úrúg­væ, Spáni, Frakk­landi eða Englandi. Sé litið til allra leikja gest­gjafa HM frá 1990 hafa þeir sam­tals unnið 27 leiki, gert sex jafn­tefli og tapað sex leikj­um. Það hjálpar reyndar einnig til að vera í eigin heims­álfu; til dæmis hefur Evr­ópu­þjóð aldrei sigrað á heims­meist­ara­móti vest­an­hafs.

Til við­bótar hefur ekk­ert lið sigrað Bras­ilíu á heima­velli í næstum tólf ár, en liðið tap­aði síð­ast heima í vin­áttu­leik við Paragvæ í ágúst 2002. Þá var liðið reyndar nýbúið að sigra á HM í Japan og var kannski ekki sér­stak­lega upp­tekið af stór­sigri, en Brasilía hefur ekki tapað leik á stór­móti eða í und­ankeppni á heima­velli síðan það beið lægri hlut gegn Perú í und­an­­úr­slitum Copa Amér­ica árið 1975.

En hver ætli sé eig­in­lega skýr­ingin á þessum heima­vall­ar­á­hrifum á heims­meist­ara­mót­inu? Ein gæti verið sú að lönd með sterka fót­bolta­hefð og góð lands­lið velj­ist ein­fald­lega frekar til að halda mót­ið. Það er þó auð­velt að afsanna þá kenn­ingu með ein­faldri töl­fræði­æf­ingu. Hag­fræð­ing­arnir Chris And­er­son og David Sally próf­uðu til dæmis að raða löndum upp eftir getu miðað við Elo-­stig þeirra við upp­haf hverrar keppni frá 1930 og komust að því að í öllum til­vikum gekk heima­þjóð­inni betur á mót­inu en geta þeirra hefði spáð fyrir um. Grein­endur Gold­man Sachs stað­festu nýlega þessa nið­ur­stöðu And­er­son og Sally með nokkuð fág­uðu töl­fræði­lík­ani, en sam­kvæmt því getur heima­þjóðin á HM að jafn­aði búist við því að skora 0,4 fleiri mörk í leik en sam­svar­andi lið eftir að leið­rétt hefur verið fyrir getu, nýlegri frammi­stöðu og fleiri þátt­um. Getu­munur einn og sér getur því ekki útskýrt þetta góða gengi liða á heima­velli.

Auglýsing

Önnur kenn­ing er sú að löng ferða­lög hafi slæm áhrif á frammi­stöðu mótherj­anna; þau lið sem eigi lengsta leið fyrir höndum til þess að kom­ast á mótið séu þreytt og illa upp­lögð og því eigi heima­þjóðin hæg­ara um vik að valta yfir þau á knatt­spyrnu­vell­in­um. Nate Sil­ver, einn þekkt­asti töl­­fræð­ingur heims, komst að því að frá 1952 hefur liðum sem þurfa að ferð­ast um langan veg milli aust­urs og vest­urs (þ.e. þvert á tíma­belti) vissu­lega gengið mark­tækt verr en hin­um, en ferða­lög milli norð­urs og suð­urs skipti minna máli – sögu­lega sé það því fyrst og fremst flug­þreyta (e. jet lag) vegna tíma­mis­munar sem geti haft áhrif á gengi lið­anna. Hins vegar hafa þessi áhrif dalað mjög hratt á und­an­förnum ára­tug­um, bæði vegna þess hve sam­göngur hafa batnað og vegna þess að leik­menn lands­liða spila oftar en ekki fjarri heima­hög­unum og þurfa því að ferð­ast jafn­langt og hver annar til þess að kom­ast á mót­ið. Í dag telur Sil­verman að áhrif þessa séu lítil sem engin – þótt þeir And­er­son og Sally hafi reyndar kom­ist að því að liðum gangi örlítið verr eftir því sem menn­ing­ar­munur gest­gjafans og heima­lands­ins er meiri.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/58[/em­bed]

Dóm­ar­arnir geta skipt sköpumÞriðja kenn­ing­in, sem á sífellt meira fylgi að fagna meðal fræði­manna, er sú að dóm­arar láti ómeð­­vitað undan lát­unum í áhorf­endum þegar þeir neyð­ast til þess að taka ákvörðun á augna­bliki og hygli þannig heimalið­inu – með öðrum orðum sé heima­dóm­gæsla stærsti kost­ur­inn við að leika á heima­velli. Það gæti t.d. útskýrt af hverju heima­valla­r­á­hrifin eru mun sterk­ari í fót­bolta, þar sem ákvörðun dóm­ar­ans er lík­legri til að hafa úrslita­á­hrif á gang leiks­ins, en í nokk­urri annarri hóp­í­þrótt. Þetta er hins vegar kenn­ing sem er erfitt að sanna, því það er erfitt að mæla hvort dóm­gæsla er hlut­laus eða ekki. Til dæmis liggur ljóst fyrir að dóm­arar í ensku úrvals­deild­inni, Meist­ara­deild Evr­ópu, Bundeslig­unni og víðar eru lík­legri til dæma víti á úti­lið og spjalda þau jafn­framt oftar en heimalið. En hvernig getum við úti­lokað að lið leiki ekki ein­fald­lega gróf­ari bolta á úti­velli en á heima­velli og því hafi þessi spjalda­gleði dóm­ar­anna ekk­ert með hlut­drægni eða hlut­leysi að gera?

Þýski vinnu­mark­aðs­hag­fræð­ing­ur­inn Thomas Dohmen fann snilld­ar­lega lausn á þessum mæl­ing­ar­vanda. Ein breyta öðrum fremur ætti nefni­lega ekki að lit­ast af mis­mun­andi fram­komu lið­anna en er hins vegar alfarið í höndum dóm­ar­ans; nefni­lega upp­bót­ar­tími. Hann komst að því að dóm­arar í þýsku deild­inni væru að jafn­aði lík­legri til þess að leyfa leiknum að halda allt að mín­útu lengur áfram þegar heimaliðið er undir með einu marki eða þegar lík­legt er að það geti náð for­ystu í jafn­tefli eftir að leið­rétt hafði verið fyrir öðrum þáttum sem gætu lengt leik­inn (t.d. meiðsl­um, spjöld­um, leik­manna­skipt­ingum o.fl). Spænskir hag­fræð­ingar hafa fundið enn sterk­ari áhrif af þessum toga, en þar­lendir dóm­arar hafa einnig til­hneig­ingu til þess að stytta leik­inn þegar heimaliðið er yfir með einu marki.

Hlaupa­brautin ekki til góðsEinna merki­leg­ast er þó að þessi áhrif hverfa nán­ast alveg þegar lið keppa á leik­vöngum eins og Laug­ar­dals­vell­in­um, þar sem gras­völl­ur­inn er umluktur hlaupa­braut. Að mati Dohman bendir það ein­dregið til þess að það séu áhorf­end­urnir sem hafi þessi áhrif á dóm­arann; þegar hann er með þá alveg ofan í sér er hann lík­legri til að láta ómeð­vitað undan þrýst­ingi en þegar hlaupa­brautin myndar loft­rými umhverfis leik­vang­inn.

Svo halda aðrir því fram að heima­leikja­á­hrifin séu þró­un­ar­fræði­legs eðl­is. Í það minnsta mælist meira testó­sterón í knatt­spyrnu­leik­mönnum á heima­velli en úti­velli, en rann­sak­endur hafa rakið það til eðl­is­lægrar hvatar karl­manna að vilja verja yfir­ráða­svæði sitt. Það skal þó ósagt látið hvort knatt­spyrnu­leikir vinn­ist á eðl­is­á­vís­un­inni, eða karl­mennskunni, einni sam­an.

Hver sem skýr­ingin kann að vera virð­ast Bras­il­íu­menn í það minnsta enn eiga tölu­verða mögu­leika á sigri eftir fyrstu umferðir móts­ins, vafa­laust að hluta til vegna þess­ara heima­valla­r­á­hrifa sem svo erfitt virð­ist að henda reiður á þótt til­vist þeirra sé óum­deild. En eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vett­vangi hefðum við ekki þurft nein töl­fræði­líkön eða þró­un­ar­fræði­kenn­ingar til að segja okkur það; það nægir að fletta lík­unum upp í næsta veð­banka.

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiPistlar
None