Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Á milli uppgangs og leiðréttingar

arni-helgason.jpg
Auglýsing

Er til­veran hér á landi röð tíma­bila sem ein­kenn­ast af upp­gangi og bjart­sýni milli þess sem allt fer á hlið­ina og ein­hver hug­um­prúður stjórn­mála­­for­ingi er kos­inn til að leið­rétta ruglið? Hvar í ferl­inu erum við þá stödd núna?

Það er erfitt að segja en mig grunar að eftir efna­hags­lega deyfð síð­ustu ára, sem má kalla „eft­ir­hrunsár­in“, sé ballið að byrja aft­ur. Og eins og svo oft áður virð­ast stjórn­völd ætla að draga vagn­inn, bæði á vett­vangi rík­is­stjórnar og sveit­ar­stjórna, í stað þess að ýta á móti. Þörf stjórn­mála­manna til að mæta skamm­tíma­hags­munum kjós­enda trompar sem fyrr lang­tíma­hags­muni sam­fé­lags­ins af því að gera það ekki.

Fram­sókn­ar­hring­ur­inn að lok­ast



Ein­hverjir tugir þús­unda Íslend­inga eru þessa dag­ana að loka Fram­sókn­ar­hringn­um, sem hófst árið 2003 þegar 90% lán urðu normið á íbúða­lána­mark­aði, með því að senda inn umsókn á leidrett­ing.­is. Þegar hrunið skall á var stór hluti þjóð­ar­innar búinn að leggja undir og kaupa fast­eign nán­ast ein­göngu fyrir lánsfé til þess eins að fá svo í and­litið verð­bólgu- og geng­is­skot, launa­lækkun og nán­ast algera kulnun á mark­aði. Allt fram á árið 2010 hreyfð­ist varla fast­eigna­mark­að­ur­inn, nema helst á nauð­ung­ar­söl­um, og vísi­talan skrúf­aði lánin upp hjá venju­legu fólki á með­an. Það fór aðeins að rofa til árið 2011 og síðan hefur leiðin legið upp á við, þar sem fast­eigna­verð hefur víð­ast hvar hækkað hraðar en verð­lag og dimmasta tíma­bilið er að baki.

almennt_22_05_2014

Auglýsing

Og einmitt núna, þegar flestir hag­vísar eru jákvæðir og þró­unin í rétta átt – að vísu með þeim stóra fyr­ir­vara að hag­kerfið er í höftum – þá dettur leið­rétt­ingin inn. Tutt­ugu þús­und manns sóttu um á fyrsta sól­ar­hringn­um, sem bendir til þess að ókeypis pen­ingar séu ekk­ert að detta úr tísku. Sig­mundur Davíð mætti og gaf starfs­fólki Rík­is­skatt­stjóra blóm­vendi, þótt það hefði auð­vitað verið miklu meira spot on að mæta með pizzur í anda ein­fald­leik­ans.

Leið­rétt­ing fuðrar upp



Lán fjölda fólks eiga eftir að lækka um nokkrar millj­ónir á næstu miss­erum, senni­lega og því miður til þess eins að fuðra upp í verð­bólgu fljótt aft­ur. Leið­rétt­ingin þýðir að fólk á tíma­bundið meira í eign­unum sínum og hefur þar af leið­andi meira veð­rými og getur hvort sem er selt eða skuld­sett sig aft­ur. Ungt fólk mun í stórum stíl nýta sér þetta til þess að stækka við sig hús­næði og þeir sem eldri eru geta nýtt þetta í hvað sem er – tekið fram­kvæmda­lán og hresst upp á garð­inn eða eld­hús­ið, eða bara bæði. Hvernig sem menn snúa þessu dæmi var ríkið að gefa til­teknum hópi fólks pen­inga. Íslend­ingar eru ekki að fara að breyt­ast í spar­sama Þjóð­verja og leggja til hlið­ar. Þvert á móti sjá margir fyrir sér að þeir eigi „skil­ið“ eftir nokkur mögur ár að gera eitt­hvað gott fyrir sig.

Borgin byggir



En það er ekki bara rík­is­stjórnin sem hleður elds­mat á bál­ið.

Milli þess sem þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar gagn­rýna „leið­rétt­ingu“ rík­is­stjórn­ar­innar tala fram­bjóð­endur flokks­ins í borg­inni um að byggja 2.500-3.000 nýjar leigu- og búset­u­­í­búð­ir. Bara svo að umfangið á þessu sak­leys­is­lega lof­orði sé sett í sam­hengi má nefna að heild­ar­fjöldi íbúða í fjöl­býli í Reykja­vík er um 35 þús­und þannig að þetta slagar hátt í 10%. Sam­fylk­ingin ætlar því á vett­vangi borg­ar­innar að byggja íbúðir á mark­aði þar sem fast­eigna­verð er hátt og fer hækk­andi og bygg­ing­ar­kostn­aður er veru­leg­ur. Það kostar jafn­mikið að byggja hvort sem það er borgin eða einka­að­ili sem borgar brús­ann, en til stendur að bjóða upp á „sann­gjarna“ leigu á þessum íbúð­um, sem þýðir að íbúð­irnar verða vænt­an­lega leigðar á eitt­hvað minna en gengur og ger­ist á mark­aðn­um. Með öðrum orðum á að nið­ur­greiða þús­undir íbúða.

Risa­veð­mál hins opin­bera



Ef við hugsum þetta aðeins áfram þá kostar 2-3 her­bergja íbúð í Reykja­vík ekki undir 300 þús­und krónum á fer­metr­ann og verðið er um 400 þús­und mið­svæð­is. Kostn­að­ur­inn við að byggja íbúð og full­gera hana er ein­hvers staðar þarna á milli, nær efri mörk­un­um. Ef dæmið á að borga sig þarf að leigja svona íbúð út fyrir 160-180 þús. á mán­uði bara til að dekka fjár­magns­kostnað og rekst­ur. Ef svona íbúð er leigð út fyrir t.d. 100 þús­und á mán­uði er verið að borga veru­lega með henni. Ef það eru 2.500-3.000 íbúðir er það orðin ansi hressi­leg opin­ber nið­ur­greiðsla á mán­uði.

Fyrir utan svo kostn­að­inn við að byggja allan þennan fjölda eigna. Ef við miðum við 25 millj­ónir króna á íbúð sem bygg­ing­ar­kostnað eru 3.000 íbúðir að kosta litla 75 millj­arða króna. Ágætis opin­bert veð­mál á fast­eigna­mark­að­inn það.

Róleg­heita­kjör­tíma­bil



Mér heyr­ist þessar til­lögur reyndar ekki fá mikla athygli og sama má segja um með sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar heilt yfir. Þetta kjör­tíma­bil í sveit­ar­stjórnum lands­ins hefur verið frekar rólegt og farið í að rækta garð­inn og hugsa inn á við – massa niður skuld­ir, forð­ast stór útgjöld og þar með stórar ákvarð­an­ir. Víða hefur verið unnið eftir lög­mál­unum um að engar fréttir séu góðar frétt­ir. Og þetta er auð­vitað ágætt ef þú ert sveit­ar­stjórn­ar­mað­ur, enda má nýta vinnu­frið­inn til að heim­sækja elli­heim­ili, knúsa leik­skóla­börn og tína rusl. Þetta hefur bara mælst ágæt­lega fyrir og almennt eru framá­menn í sveit­ar­fé­lögum ekki að skrá sig á vinnu­miðl­anir þessa dag­ana.

Og hvað sem öllu Jóns Gnarr- og Besta flokksæv­in­týr­inu líður í Reykja­vík hefur þessi róleg­heita­gangur ein­kennt borg­ina líka. Það er erfitt að finna dæmi um breyt­ingar eða ákvarð­anir sem þessi meiri­hluti tók og standa ein­hvern veg­inn upp úr, annað en að Reyk­vík­ingar fíl­uðu það bara vel að hafa grínista og lista­mann sem borg­ar­stjóra. Skuldir Orku­veit­unnar voru vissu­lega end­ur­skipu­lagðar og það var vel. Nokkrar götur hafa verið end­ur­hann­aðar í borg­inni og litu ótrú­lega spenn­andi út í tölvu­for­rit­inu sem býr til afstöðu­myndir af bros­andi fólki í sól að spjalla saman og drekka kaffi (af hverju sýna svona tölvu­myndir aldrei rign­ingu og slyddu og fólk að bölva?). Fólkið á Hofs­valla­göt­unni var alla­vega ekki jafná­nægt og tölvu­for­ritið hafði spáð fyrir um.

Aðal­skipu­lag var sam­þykkt en þrátt fyrir allt talið um þétt­ingu byggðar og hug­mynd­irnar um að byggja upp fyr­ir­heitna landið í Vatns­mýr­inni virt­ust odd­vitar borg­ar­stjórnar taka því feg­ins hendi þegar þeim bauðst að slá því á frest í lítil sex ár að færa flug­völl­inn á meðan málið yrði skoðað í nefnd. Kannski var það skyn­sam­legt í sam­hengi hlut­anna en það er samt ansi langur tími ver­andi með sam­þykkt aðal­skipu­lag. Og á meðan flug­völl­ur­inn er á sínum stað er þétt­ing byggðar alltaf tak­mörk­unum háð.

Kyrr­stöð­unni lokið og ballið að byrja



En hvað sem allri kyrr­stöð­unni á þessu kjör­tíma­bili líður gæti það næsta orðið fjörugra. Leið­rétt­ing­arnar detta inn á næst­unni og borgin verður stór­tæk á bygg­ing­ar- og fast­eigna­­mark­aði. Hag­kerfið er í höftum þannig að þessir 120-130 millj­arðar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að koma í umferð árlega leita áfram í fast­eignir og hluta­bréf með áfram­hald­andi verð­hækk­unum á þeim.

Ein­hverjir kynnu að hafa áhyggjur af því að þessar hækk­anir væru orðnar óeðli­lega miklar og að lög­málið um allar bólur springi á end­anum eigi við hér. En hér er engin ástæða til að hafa slíkar áhyggjur enda verður ávallt til nóg af stjórn­mála­mönnum sem eru boðnir og búnir að leið­rétta ástandið þegar illa fer.

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None