Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
000_DV1723372.jpg
Auglýsing

Um helg­ina lauk 22. leik­tíð ensku úrvals­deild­ar­inn­ar, vin­sæl­ustu knatt­spyrnu­deildar í heimi. Mið­aust­ur­landa­hrað­lestin Manchester City tryggði sér á end­anum tit­il­inn eftir æsispenn­andi loka­sprett sem ein­kennd­ist af gríð­ar­legri drama­tík. Hún náði lík­lega hámarki þegar Steven Gerr­ard, fyr­ir­liða Liver­pool og lík­lega besta leik­manni í sögu deild­ar­innar til að vinna hana aldrei, skrik­aði fótur í leik gegn Chel­sea sem færði varn­ar­vél Mour­inho mark á silf­ur­fati og Manchester City bíl­stjóra­sætið í tit­il­bar­átt­unni. Það sæti lét liðið ekki af hendi.

Í aðdrag­anda þeirrar leik­tíð­ar­innar í ensku úrvals­deild­inni var því spáð af Kjarn­anum að þetta yrði eitt mest spenn­andi tíma­bil síðan úrvals­deildin hófst. Ástæðan var það rót sem var á fram­kvæmda­stjóra­stöðum topp­lið­anna. Af sjö efstu lið­unum var ein­ungis eitt með mann í brúnni sem hafði verið þar lengur en eitt tíma­bil, Arsenal. Mest mun­aði auð­vitað um brott­hvarf Sir Alex Fergu­son frá Manchester United, en hann kvaddi með meist­aratitli þrátt fyrir að liðið sem hann var með í hönd­unum hafi verið eitt slakasta United-lið í manna minn­um.

Þessar vær­ingar áttu heldur betur eftir að móta tíma­bil­ið, sem verður að telj­ast eitt það skemmti­leg­asta og mest spenn­andi sem leikið hefur verið frá því að úrvals­deildin var sett á lagg­irnar árið 1992.

lið ársins

Auglýsing

Meiri drama­tík en áður



Þegar 19 umferðir höfðu verið leiknar í des­em­ber síð­ast­liðn­um, og deildin hálfn­uð, voru Sund­er­land og West Ham í tveimur neðstu sæt­un­um. Ful­ham og Crys­tal Palace voru með jafn­mörg stig og nán­ast sömu marka­tölu í sæt­unum þar fyrir ofan. Af þessum fjórum liðum féll ein­ungis eitt, Ful­ham. Sund­er­land varð annað liðið frá upp­hafi úrvals­deild­ar­innar til að vera á botn­inum en bjarga sér samt frá falli. Lengst af voru um tíu lið í fall­bar­átt­unni.

Á sama tíma var Arsenal í efsta sæti og Everton í fjórða sæti. Liver­pool sat þá í fimmta sæt­inu og utan meist­ara­deild­ar­innar þegar tíma­bilið var hálfn­að. Hin fræga aft­ur­för Manchester United var í góðum gír á þessum tíma og liðið sat í sjötta sæti.

Eftir síð­ustu helgi blasti allt önnur staða við. Car­diff og Norwich féllu með Ful­ham, Manchester City varð meist­ari eftir ótrú­lega bar­áttu við Liver­pool, Arsenal lenti í fjórða sæti og Everton í því fimmta með 72 stig. Það hefur ein­ungis gerst þrisvar í sögu úrvals­deild­ar­innar að slíkur stiga­fjöldi dugi ekki til að ná fjórða sæt­inu. Síð­ast þegar Everton náði meist­ara­deild­ar­­­sæti árið 2005 var liðið með 61 stig, ell­efu stigum minna en á þess­ari leik­tíð. Árið áður fékk Liver­pool 60 stig og náði meist­ara­deild­ar­sæti. Árið 1997 vann Manchester United raunar tit­il­inn með 75 stig­um, þremur meira en Everton náði nú.

almennt_15_05_2014

Sókn­ar­bolti og miklu fleiri mörk



Fyrir þetta tíma­bil höfðu ein­ungis þrjú lið náð að skora yfir 90 mörk á einu tíma­bili. Og ein­ungis eitt þeirra náði að skora yfir 100 mörk. Það var Chel­sea-liðið undir stjórn Carlo Ancelotti árið 2010 sem skor­aði 103 mörk. Í ár náðu tvö efstu lið­in, Manchester City og Liver­pool, bæði að skora yfir 100 mörk. Til að setja breyt­ing­una á Liver­pool í sam­hengi hafði liðið mest skorað 77 mörk á tíma­bili áður síðan úrvals­deildin varð til. Þetta var því mikið marka­tíma­bil, enda sókn­ar­leikur í fyr­ir­rúmi hjá öllum lið­unum í topp fimm utan Chel­sea.

Luiz Suarez náði að verða ein­ungis sjö­undi leik­mað­ur­inn frá upp­hafi til að skora yfir 30 mörk. Hann jafn­aði met Alan She­arer (1995/1996) og Crist­i­ano Ron­aldo (2007/2008) með því að skora 31 mark í 38 leikja deild. Suarez gerði reyndar betur en þeir báðir með því að skora mörkin sín í ein­ungis 33 leikj­um, enda hóf hann tíma­bilið í löngu banni fyrir að bíta and­stæð­ing. Það þarf að spila ansi magnað tíma­bil til að vera val­inn betri en fót­bolta­aflið Yaya Toure. En Suarez tókst það.

Mörg lið komu mjög á óvart



Það er óhætt að segja að þetta hafi verið tíma­bil Merseyside-lið­anna frá Liver­pool þótt bæði hafi kannski lokið keppni vit­andi að þau voru hárs­breidd frá því að gera enn bet­ur. Liver­pool var auð­vitað á kafi í tit­il­bar­áttu fram á síð­asta dag og spil­aði leiftr­andi sókn­ar­bolta sem tætti á stundum í sig sum bestu lið deild­ar­innar með þeim hætti að leik­irnir voru nán­ast búnir í fyrri hálf­leik. Nægir þar að nefna 5-1 sigur á Arsenal í febr­úar þar sem Liver­pool skor­aði fjögur á fyrstu 20 mín­út­un­um. Lið­inu tókst líka að vinna 12 af síð­ustu 14 leikjum sín­um, sem verður að telj­ast rosa­legur árang­ur.

Margir spáðu því að Everton myndi hrynja eins og spila­borg eftir að David Moyes yfir­gaf félagið fyrir Manchester United eftir ell­efu ára starf. Annað kom heldur betur á dag­inn. Liðið náði fleiri stigum en það hefur nokkru sinni áður náð í úrvals­deild­inni og gerði það með því að spila frá­bæran sókn­ar­bolta undir stjórn Roberto Martinez. Há­­punktur tíma­bils­ins var ugg­laust sá að vinna Manchester United, og David Moyes, bæði heima og að heim­an. Liðið hafði þá ekki unnið á Old Traf­ford frá árinu 1992.

En ýmsir komu líka á óvart á hinum enda deild­ar­inn­ar. Sund­er­land tók þá góðu ákvörðun að reka hinn væg­ast sagt van­stillta Paolo Di Canio eftir fimm leiki, enda liðið ein­ungis með eitt stig á þeim tíma­punkti. Gus Poyet tók við, en hans beið það verk­efni að slípa til hóp sem sam­an­stóð af 14 nýjum leik­mönnum og afgangi sem var í sjokki eftir Di Canio tím­ann. Honum tókst að koma lið­inu í úrslit deild­ar­­bik­ars­ins og bjarga því síðan frá falli með ótrú­legum enda­spretti þar sem Sund­er­land vann bæði Chel­sea og Manchester United á úti­velli og náði í 10 stig af 12 mögu­leg­um.

Hinn kjall­ara­stjór­inn sem er vert að minn­ast á er Tony Pul­is. Eftir að hafa verið rek­inn frá Stoke fyrir að spila leið­in­legan fót­bolta, með mikla áherslu á löng inn­köst, mætti mað­ur­inn með bens­ín­stöðv­arder­húf­una í brúna hjá Crys­tal Palace og vann krafta­verk með lið sem ansi margir sér­fræð­ingar voru vissir um að myndi falla beint aft­ur. Pulis náði að skila Palace í ell­efta sætið með 45 stig og vann meðal ann­ars fimm leiki í röð undir lok tíma­bils­ins.

000_DV1713280.000

Von­brigði árs­ins



Þótt stuðn­ings­menn Arsenal séu eflaust fúlir með enn eitt árið í fjórða sæti, og nágrannar þeirra í Totten­ham yfir því hvað liðið þeirra var bæði slakt og leið­in­legt þorra tíma­bils­ins, þá er ein­ungis einn hand­hafi von­brigða­tit­ils­ins: Manchester United og David Moyes. „Hinn útvaldi“ var greindur ítar­lega í Kjarn­anum fyrr í vetur og tveimur mán­uðum síðar var búið að reka hann. Manchester United sló enda nán­ast öll óæski­leg met sem hægt var að slá. Fyrir utan að hafa ekki einu sinni náð Evr­ópu­deild­ar­sæti spil­aði liðið ein­fald­lega hræði­lega leið­in­legan fót­bolta þorra tíma­bils­ins. Það voru við­eig­andi enda­lok á þess­ari hel­för að Moyes hafi verið rek­inn eftir að gamla liðið hans Everton sund­ur­spil­aði slakt United lið í apr­íl.

Moyes og United hefðu líka átt verstu kaup árs­ins í Marou­ane Fella­ini ef Totten­ham hefði ekki eytt 30 millj­ónum punda í Erik Lamela.

Hin von­brigðin eru stjóra­skiptin hjá Car­diff, Ful­ham (tvisvar), Norwich og West Bromwich Albion. Þau ákváðu öll að ráða stjóra til að redda sér frá falli sem höfðu enga reynslu af því að stýra liði í enskri deild­ar­keppni. Það reynd­ist ákaf­lega dýr­keyptur afleikur hjá öllum nema West Brom, sem þó náði bara rétt að hanga í deild­inni. Á sama tíma réðu Crys­tal Palace og Sund­er­land bæði stjóra með reynslu af enskum fót­bolta og héldu sér uppi með stæl. Grasið er ekki alltaf grænna hinum meg­in.

Greinin birt­ist fyrst í síð­asta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None