Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Er aukinn ójöfnuður eina framtíðin?

a.almynd-4.jpg
Auglýsing

…allir borg­arar ættu að kynna sér pen­inga, hvaða mæli­kvarðar eru nýttir á pen­inga, hvaða stað­reyndir tengj­ast pen­ingum og sögu pen­inga. Þeir sem eiga mikla pen­inga bregð­ast aldrei í því að verja hags­muni sína. Að neita að eiga við tölur þjónar hins vegar sjaldn­ast hags­munum hinna tekju­minn­i.“ (577)

Ein­hvern veg­inn þannig mætti snúa loka­orðum bókar franska hag­fræð­ings­ins Thomas Piketty, Capi­tal in the Twenty-First Cent­ury, yfir á íslensku en ensk þýð­ing bók­ar­innar hefur náð efst á met­sölu­lista bæði vestan og austan hafs. Bókin hefst á umfjöllun Pikettys um þróun hag­fræð­innar sem hann horfir gagn­rýnið á, ekki síst í Banda­ríkj­unum semKatrín Jakobsdóttir hann telur smám saman hafa þró­ast út í óhlut­bundnar stærð­fræði­for­múlur sem ekki bygg­ist á raun­gögnum og hafi litla þýð­ingu fyrir sam­fé­lag­ið. Þannig hafi hag­fræð­ingar heims­ins van­rækt að rann­saka vax­andi ójöfnuð í heim­inum en lagt ofur­trú á kenn­ingu Kuz­nets um að vöxtur leiði sjálf­krafa til auk­ins jöfn­uðar (15-16).

Sú aðferð að tengja hag­fræði við önnur vís­indi, sér­stak­lega sögu og félags­vís­indi en líka t.d. bók­mennt­ir, er vissu­lega frá­brugðin þeirri fræða­hefð sem les­endur eiga að venj­ast frá Banda­ríkj­unum og Bret­landi. Piketty tengir saman sögu­lega, félags­lega og efna­hags­­lega þróun og hvernig sögu­legir við­burðir og póli­tískar ákvarð­anir hafa haft áhrif á þróun jöfn­uðar í heim­in­um. Honum eru hug­leiknar skáld­sögur Jane Austen og Honoré de Balzac og hvernig lýs­ingar þeirra á mann­líf­inu eru mik­il­væg heim­ild um sam­fé­lags­upp­bygg­ingu þess tíma. Þessar teng­ingar gera það að verkum að það er auð­velt og skemmti­legt að lesa bók Pikettys og les­and­inn fær betri inn­sýn í það sem Piketty telur hafa áhrif á jöfn­uð, bæði sögu­lega við­burði, lýð­fræði­lega þró­un, áherslur í menntun og skatt­lagn­ingu.

Auglýsing

almennt_15_05_2014

Rauður þráður í gegnum bók­ina er sú meg­in­kenn­ing að þegar rentan af auð­magn­inu sé meiri um nokk­urt skeið en vöxtur sé það mjög öfl­ugur hvati til auk­ins ójafn­að­ar. (361) Piketty rök­styður það m.a. með því að vöxtur miðað við höfða­tölu til lengri tíma sé sjaldn­ast meiri en 1,5% og fer yfir vöxt, t.d. í V-Evr­ópu, Banda­ríkj­unum og Jap­an, á árunum 1990 til 2012 máli sínu til stuðn­ings. (95-96) Þegar rentan af auð­magn­inu verði meiri en almennur vöxtur þýði það að auður þeirra sem mesta rentu fái af sínu auð­magni vaxi hraðar en kjör almenn­ings. Þegar auður sé orð­inn til vaxi hann af innri kröft­um; því meiri auð­ur, þeim mun hraðar vaxi hann.

Piketty setur þetta í sam­hengi við stöð­una í sam­tím­an­um, en út frá þeim gögnum sem hann hefur rann­sakað á rík­asta 0,1% pró­sentið um það bil 20% af öllu auð­magni í heim­inum og auð­ug­asta eina pró­sentið (um 45 millj­ónir manna) á um 50% af öllum auði heims­ins. Ójöfn­uð­ur­inn er enn meiri hnatt­rænt vegna þess að ójöfn­uður milli heims­horna er mik­ill. Piketty telur að á þess­ari þróun sé ein­ungis unnt að hægja með fram­sæknu skatt­kerfi. (438) Auð­ug­asta eina pró­sentið fái tekjur sínar í gegnum fjár­magnið – næstu níu pró­sentin fremur í gegnum laun (þar má finna fram­kvæmda­­stjóra á ofur­laun­um). Rík­ustu 10 pró­sentin eigi um 60% þjóð­ar­auðs­ins í flestum Evr­ópu­ríkjum (Frakk­landi, Þýska­landi, Bret­landi og Ítal­íu). Fátæk­ustu 50 pró­sentin eiga minna en tíu (jafn­vel fimm) pró­sent af þjóð­ar­auðn­um. (257).

Stríð og skattarCapi­tal in the Twenty-First Cent­ury er ekki síður sagn­fræði en hag­fræði enda telur Piketty að sögu­legir við­burðir hafi stundum skapað auk­inn jöfn­uð. Þannig hafi heims­styrj­ald­irnar tvær orðið til þess að efna­fólk missti tals­vert af eigum sínum og vest­ræn ríki orðið að beita auk­inni skatt­lagn­ingu á hátekju­fólk til að standa undir stríðs­rekstr­in­um. Að sama skapi hófst tíma­bil mik­ils vaxtar í Evr­ópu eftir seinna stríð sem varð til þess að almenn­ingi vegn­aði vel, víða höfðu einka­fyr­ir­tæki færst í opin­bera eigu eftir stríð sem skil­aði sam­fé­lag­inu auknum auði og víða var komið upp þrepa­skiptu skatt­kerfi sem dreifði skatt­byrð­inni ólíkt á hópa þannig að hinir efna­meiri báru meiri byrðar en hinir tekju­lægri. Minni sam­þjöppun auðs nú en undir lok 19. aldar og í byrjun þeirrar tutt­ug­ustu er þannig fyrst og fremst vegna til­tek­inna sögu­legra við­burða og stjórn­valds­að­gerða. Piketty rekur svo hvernig póli­tískar ákvarðanir á níunda ára­tug tutt­ug­ustu aldar sneru þess­ari þróun við. Áður en kyndil­berar nýfrjáls­hyggj­unn­ar, Ron­ald Reagan og Marg­aret Thatcher, komust til valda á Bret­landseyjum og í Banda­ríkj­un­um, höfðu Bret­land og Banda­ríkin gengið mjög langt í skatt­lagn­ingu á ofur­tekjur og verið þar með skatt­pró­sentu yfir 90%, sem var mun lengra gengið en í öðrum lönd­um, s.s. Frakk­landi og Þýska­landi, sem voru mun íhalds­sam­ari. Þetta skatt­hlut­fall var keyrt mjög hart niður á níunda ára­tugn­um, allt niður í 28% árið 1986 í Banda­ríkj­un­um. Nú er deilt um það hvort Obama muni hækka þessa skatt­pró­sentu upp í 40% á meðan hann er í emb­ætti og það talið ólík­legt.

Piketty telur hins vegar það vera (sjálfs)blekk­ingu að halda að eðli hag­vaxtar eða mark­aðslög­málin muni tryggja minnk­andi ójöfnuð í takt við fræga kenn­ingu Kuz­nets. (376) Ekki síst þegar lýð­fræði­leg þróun bendir til þess að arfur muni skipta meiru í V-Evr­ópu og Banda­ríkj­unum (þ.e. minni fjölg­un, færri börn, meiri eignir ganga í erfð­ir) og þannig auk­ist ójöfn­uð­ur, sér­stak­lega ef skatt­lagn­ingu er ekki beitt með mark­vissum hætti. Þannig telur hann að skatt­lagn­ing sé EKKI tækni­legt úrlausn­ar­efni heldur póli­tískt og heim­speki­legt við­fangs­efni. (493). Þrepa­skipt skatt­kerfi sé grund­vall­ar­stólpi vel­ferð­ar­kerf­is­ins sem gegndi lyk­il­hlut­verki við upp­bygg­ingu þess á 20. öld sem og við að auka jöfnuð á þeim sama tíma. (497)

Pi­ketty telur ójöfn­uð­inn í Banda­ríkj­unum eina orsök fjár­málakrepp­unn­ar, en vax­andi ójöfn­uður leiddi til þess að kaup­máttur lág- og milli­stétta staðn­aði með þeim afleið­ingum að þau heim­ili skuld­settu sig frekar og nýttu sér ódýrt láns­fjár­magn sem afreglu­væddir bankar buðu upp á. Þannig stuðl­aði ójöfn­uð­ur­inn að auk­inni skuld­setn­ingu lág- og milli­stétt­ar­innar og fjár­hags­legur óstöð­ug­leiki jókst. (297) Þannig sé jöfn­uður einn þáttur í að við­halda efna­hags­legum stöð­ug­leika.

Hnatt­vætt skatt­kerfi?En Piketty er ekki með ein­faldar lausnir á þessu við­fangs­efni. Hann segir að hnatt­væddur skattur sé því miður óraun­hæft mark­mið en hugs­an­lega væri hægt að taka upp svæð­is­bundna skatta eða álfu­skatta og jafn­vel sé þannig hægt að koma á hnatt­væddum þrepa­skiptum skatti á fjár­magn í áföng­um. Það sé besta leiðin ásamt auknu gagn­sæi í kringum alþjóð­lega fjár­magns­flutn­inga og við­skipti til að tryggja jöfnuð til fram­tíðar (515). Þetta er lík­lega útópísk lausn og kallar á mjög þétta alþjóð­lega sam­vinnu og mikið gagn­sæi sem eru nauð­syn­legar for­sendur hnatt­ræns jafn­að­ar. Kerfið er nú mjög ógagn­sætt, sem birt­ist t.d. í því að upp­lýs­ingar um millj­arða­mær­inga heims­ins liggja hvergi fyr­ir, helsta heim­ild er millj­arða­mær­inga­tal For­bes sem bygg­ist á upp­­­lýs­ingum úr árs­skýrslum en ekki opin­berum töl­um.

Aukið gagn­sæi kallar á afnám banka­leyndar gagn­vart stjórn­völd­um, sem Piketty telur rót­tækt skref en spyr á móti hvort ein­hver eigi rétt á því að ákvarða í raun eigin skatta­pró­sentu með því að halda til­teknum eignum utan kerf­is­ins (521-522). Piketty telur sam­ræmdan og gagn­sæjan fjár­magns­skatt raun­hæfan val­kost fyrir Evr­ópu, eða a.m.k. evru­rík­in, og telur það styrkja sam­keppn­is­stöðu þeirra gagn­vart Kína sem er með fjár­magns­höft og stýrir flæði fjár­magns inn og út úr land­inu. Fjár­magns­skattur sé í raun frjáls­lynda útgáfan af fjár­magns­höft­um. (536) Piketty telur að úr því að Evr­ópu­ríkin hafi sam­ein­ast um gjald­mið­il, evr­una, sé erfitt að skilja af hverju þau geti ekki komið sér saman um skatta­stefnu gagn­vart lög­að­ilum sem starfi þvert á landa­mæri. Piketty leggur til sér­stakt „fjár­laga­þing Evr­ópu“ þar sem sætu full­trúar evr­ópskra þjóð­þinga til að tryggja sam­ræmi við þjóð­þingin og lýð­ræð­is­lega ákvarð­ana­töku. (558-562). Nið­ur­staða Piketty er að gagn­sæi í fjár­hags­upp­lýs­ingum og nýt­ing þeirra upp­lýs­inga til að leggja á þrepa­skiptan skatt sé nauð­syn­legt fyrir efna­hags­legt lýð­ræði. Það sé und­ir­staða vel­ferð­ar­kerfis á 21. öld. (570)

Bók Pikettys er mik­il­vægt inn­legg í vax­andi umræðu um ójöfn­uð, afleið­ingar hans og hvort stjórn­völd um heim allan eigi að líta á það sem verk­efni sitt að sporna gegn ójöfn­uði. Þar hafa alþjóða­stofn­anir látið í sér heyra og bein­línis varað við ójöfn­uði sem einni helstu ógn við frið í heim­in­um. Bókin hefur þann stóra kost að sam­þætta ólíkar fræði­greinar og ræða fjár­magn í félags­legu sam­hengi – en fyrir það hefur hún líka verið gagn­rýnd, ekki síst af hag­fræð­ingum vest­an­hafs sem telja of lítið gert úr hefð­bundnum aðferðum hag­fræð­innar og eru gagn­rýnir á kenn­ingar Pikettys um tengsl auð­magns­rentu og vaxt­ar. Lang­flestir eru þó sam­mála um að þessi bók sé skyldu­lesn­ing fyrir alla þá sem vilja taka þátt í umræðu um efna­hags­þróun í heim­in­um.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None