Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Að hugsa eins og vogunarsjóður

hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Gnótt­staða í banda­ríkja­doll­ara; skort­staða í þýsku marki, frönskum franka og ítal­skri líru.

Þannig hljóð­aði fyrsta fjár­fest­ing fyrsta vog­un­ar­­sjóðs ver­ald­ar­sög­unn­ar, sem hóf starf­semi í Bret­landi hinn 1. jan­úar árið 1920, en fjár­fest­ingin merkti að sjóð­ur­inn græddi ýmist þegar banda­ríkja­doll­ar­inn styrkt­ist eða síð­ar­nefndu mynt­irnar veikt­ust gagn­vart breska pund­inu.

Þrátt fyrir að sjóð­ur­inn hafi verið stofn­aður fyrir hart­nær öld síðan er, þegar nánar er að gáð, ótrú­legt hve svip­aður hann var mörgum vog­un­ar­sjóðum nútím­ans. Sjóð­ur­inn var ekki opinn almenn­ingi, heldur voru fjár­fest­arnir fáir og sterk­efn­aðir og treystu vog­un­ar­sjóðs­stjór­anum vel. Hann nýtti sér lánsfé (þ.e. vogun – sem sjóð­irnir sækja nafn sitt til á íslensku) til þess að fjár­festa fyrir stærri upp­hæðir og ná fram meiri ávöxtun en ella, og víl­aði ekki fyrir sér að veðja á verð­lækkun á fjár­mála­mörk­uðum frekar en verð­hækk­un.

almennt_01_05_2014

Auglýsing

Merki­legri var fjár­fest­ing­ar­stefnan sem slík, en með því að fjár­festa í þjóð­ar­gjald­miðlum ríkja sitt­hvoru megin Atl­ants­hafs­ins ætl­aði sjóðs­stjór­inn sér að gera nokkuð sem eng­inn hafði áður reynt; að græða kerf­is­bundið á geng­is­breyt­ingum gjald­miðla einum sam­an. Það þarf reyndar engan að undra að hug­myndin hafi þótt nýstár­leg, enda hefðu álíka fjár­fest­ingar verið óhugs­andi ára­tug fyrr, þegar svo til allir gjald­miðlar heims voru á gull­fæti. Það þurfti heims­styrj­öld­ina fyrri til þess að riðla gull­fót­ar­skipu­lag­inu og geta af sér flot­gengi svo að fjár­fest­ingar á borð við þessar yrðu mögu­leg­ar.

Sjóðs­stjór­inn Key­nes!



Merki­leg­ast af öllu var þó hver sjóðs­stjór­inn sjálfur var; eng­inn annar en John Mayn­ard Key­nes, einn þekkt­asti hag­fræð­ingur sög­unn­ar, sem dvaldi í rúm­inu til hádegis á hverjum morgni, las fjár­mála­tíð­indi og hringd­ist á við miðl­ara á meðan hann drakk morg­un­teið sitt.

Það er ef til vill svo­lítið erfitt að ímynda sér Key­nes, hæg­látan fræði­mann sem stundum er út­­mál­aður merk­is­beri vinstri­mennsku og rík­is­af­skipta, í hlut­verki vog­un­ar­sjóðs­stjóra, sem á móti eru oft útmál­aðir botn­sugur óheflaðs kapital­isma. Kannski er það til marks um að hvor­ugur merki­mið­inn eigi fylli­lega rétt á sér. Í öllu falli eru ævi­sagna­rit­arar Key­nes á einu máli um að rekstur vog­un­ar­sjóðs­ins hafi haft góð áhrif á hann frekar en hitt; spá­­kaup­mennskan gerði hann að betri hag­fræð­ingi, og hag­fræðin gerði hann að betri spá­kaup­manni eins og Nicholas Daven­port komst að orði.

En hvað var það sem Key­nes lærði af því að stýra vog­un­ar­­sjóði? Hvað gera ann­ars vog­un­ar­sjóðs­stjórar og hvernig nálg­ast þeir hlut­verk sitt? Það er spurn­ing sem var löngum erfitt að svara nema þekkja hrein­lega einn slík­an, enda halda þeir spil­unum yfir­leitt þétt að sér og láta lítið fyrir sér fara.

Þess vegna var við­tals­bókin Inside the House of Money eftir Íslands­vin­inn Steven Drobny fengur fyrir áhuga­menn um starf­semi vog­un­ar­sjóða þegar hún kom út árið 2006, en þar birt­ust sam­ræður höf­und­ar­ins við 13 heims­þekkta og far­sæla sjóðs­stjóra þar sem þeir opn­uðu sig upp á gátt um fjár­fest­ingar sín­ar. Tit­ill bók­ar­innar er því rétt­nefni, enda býður hún les­and­anum í heim­sókn inn í hús sem fæstir fá að dvelj­ast í um ævina.

Ólík sýn



Við lestur bók­ar­innar kemur reyndar á óvart hve ósam­stíga sjóðs­stjór­arnir eru um flesta yfir­borðs­fleti fjár­fest­inga. Einum fannst best að fjár­festa í hluta­bréf­um, öðrum í hrá­vöru og þeim þriðja í gjald­miðl­um. Einn fjár­festi nán­ast ein­göngu í flóknum afleiðu­samn­ingum á borð við val­rétti, á meðan annar stóð á því fastar en fót­unum að val­réttir væru fyrir aum­ingja. Einn tók aldrei ákvörðun um fjár­fest­ingu nema heim­sækja fyrst „fjár­fest­ing­ar­kost­inn“, hvort sem hann var land eða fyr­ir­tæki, á meðan annar vildi meina að slíkar heim­sóknir væru bara til að rugla mann – það væru bein­hörð gögn sem skiptu mestu máli.

Þegar bók­inni vindur fram birt­ast hins vegar hægt og bít­andi end­ur­tekin til­brigði við sama stef; ákveðin prinsipp sem nán­ast allir sjóðs­stjór­arnir þakka vel­gengni sína, þrátt fyrir að vera ósam­mála um fram­kvæmd fjár­fest­inga að öðru leyti. Og þegar betur er að gáð hafa þessi prinsipp þeirra í raun minnst með fjár­fest­ingar að gera, og meira með heil­brigða skyn­semi og lífs­sýn. Þessi prinsipp eru fólgin í því að...

...læra af mis­tökum sín­um. Allir sjóðs­stjór­arn­ir, hver einn og einasti, eiga það sam­eig­in­legt að hafa ein­hvern tím­ann tapað stórt. Eng­inn þeirra ræddi hins vegar um þessar mis­heppn­uðu fjár­fest­ingar eins og þeir skömm­uð­ust sín fyrir þær eða sæu eftir þeim; mis­tökin eru dýr­mætasta eign þeirra, þau skil­greina vel­gengni þeirra betur en fjár­fest­ing­arnar sem heppn­uð­ust. Ástæðan er sú að allir hafa þeir dregið af þeim lær­dóm, sem þeir telja ómögu­legt að öðl­ast til fulls án þess að brenna sig fyrst. Aðal­at­riðið er ekki að mis­takast aldrei, heldur að gera ekki sömu mis­tökin tvisvar.

...­taka upp­lýstar ákvarð­an­ir. Sjóðs­stjór­arnir eru flestir víð­sýnir og leita hug­mynda að fjár­fest­ingum víða. Sumir þeirra eyða miklum tíma í lest­ur, aðrir í ferða­lög, og allir hlusta þeir með opnum hug á sjón­ar­mið ann­arra. Þrátt fyrir það láta þeir ekki nægja að treysta orðrómum og skvaldri, heldur kanna öll gögn sem þeir koma höndum yfir til hlítar og fylgja öguðu ákvarð­ana­töku­ferli áður en þeir ráð­ast í meiri­háttar fjár­fest­ing­ar, þótt rann­sókn­ar­að­ferð­irnar kunni að vera jafn­mis­jafnar og þær eru marg­ar.

...­skipta um skoð­un. Það hljómar kannski þver­sagna­kennt, en sjóðs­stjór­arnir virð­ast flestir auð­mjúkir gagn­vart tak­mörkum þekk­ingar sinnar og getu, þrátt fyrir að hafa veru­legt sjálfs­traust. Þess vegna birt­ist sjálfs­traustið ekki með þeim hætti að þeir séu alltaf sann­færðir um að hafa rétt fyrir sér, þrátt fyrir hið stífa ákvarð­ana­töku­ferli og rann­sókn­ar­vinnu, heldur þvert á móti í því að þeir ótt­ast ekki að við­ur­kenna þegar þeir hafa rangt fyrir sér og skipta hratt um skoðun þegar nýjar upp­lýs­ingar birt­ast þeim. Þannig eru þeir fljótir að kúpla sig út úr mis­heppn­uðum fjár­fest­ingum og inn­leysa tap fljótt, í stað þess að halda fast við sinn keip og horfa á tapið vaxa. Þekkt til­vitnun í Key­nes fjallar um einmitt þetta, en ein­hverju sinni bar and­stæð­ingur upp á hann að skoð­anir hans á hag­stjórn sveifl­uð­ust eins og lauf í vindi. Key­nes svar­aði um hæl: „Þegar stað­reyndir máls­ins breytast, þá endurskoða ég afstöðu mína. Hvað gerir þú, herra minn?“

...­búa sig undir það versta. Ef til vill kemur á óvart hversu með­vit­aðir sjóðs­stjór­arnir eru um áhættu miðað við þá mynd sem stundum er dregin upp af vog­un­ar­sjóð­um. Þeir reiða sig ekki einu sinni á hefð­bundin áhættu­matslík­ön, því þeir telja að þau van­meti áhættu. Í stað þeirra spyrja þeir sig stöðugt að því hvað geti farið úrskeiðis og gera ráð fyrir að allt fari á versta veg – allt – og skipu­leggja í þaula hvernig þeir gætu dregið úr högg­inu ef veru­leg lækkun á mörk­uðum skyldi raun­ger­ast. Með öðrum orðum eru þeir alltaf með plan B og C, eins og Reynir Grét­ars­son, for­stjóri Credit­In­fo, lagði nýlega áherslu á í við­tali við Kjarn­ann. Þeir eru jafn­framt nægi­lega agaðir til þess að fylgja varaplan­inu eftir ef á þarf að halda, í stað þess að vona að allt lag­ist af sjálfu sér – að hlut­irnir redd­ist.

...elska það sem þeir gera. Sjóðs­stjór­arnir hafa allir mis­mun­andi hug­myndir um það hvað ein­kenni góðan fjár­festi – allt frá því að hann þurfi að vera flinkur í stærð­fræði til þess að kunna góð skil á sagn­fræði, að vera auð­mjúk­ur, áhættu­með­vit­að­ur, að skilja sál­fræði og ákvarð­ana­töku. Eitt sam­mæl­ast þeir þó allir um; að fjár­festir sem hefur ekki áhuga á neinu öðru en pen­ingum sé fljótur að brenna upp. Mik­il­vægastur er áhugi, fróð­leiks­fýsn og ástríða fyrir við­fangs­efn­inu – annað skiptir minna máli.

Þótt sjóðs­stjór­arnir hafi sett þessi prinsipp sín í sam­hengi við fjár­fest­ingar ætti að vera ljóst að þau eiga ekki ein­ungis erindi við fjár­festa eða hag­fræð­inga, heldur hafa þau miklu víð­ari skírskot­un, enda eiga þau sér sam­svörun í starfs­háttum fólks sem nýtur vel­gengni á ólíkum sviðum um víða ver­öld. Það þarf eng­inn að ganga í aðdá­enda­klúbb vog­un­ar­sjóða eftir lestur pistils­ins en von­andi geta þó fleiri en bara Key­nes grætt á því að til­einka sér það besta úr hugs­un­ar­hætti þeirra – í það minnsta endrum og eins.

Pistill­inn birt­ist í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None