Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
arni-helgason.jpg
Auglýsing

Jákvæð­asta frétt árs­ins í íslensku efna­hags­lífi fór ekki hátt þegar hún birt­ist núna á dög­un­um. Hún var um „kúg­aða milli­stétt­araul­ann“ eins og hann kall­aði sig, mann­inn sem lýsti erf­iðri skulda­stöðu sinni á ein­lægan og opin­skáan hátt í blaða­grein fyrir nokkrum árum. Hann er ris­inn upp úr ösku- og skuldas­tónni og búinn að aug­lýsa húsið sitt til sölu á Smartland­inu fyrir 85 ­millj­ón­ir. Spurn­ing hvort kaup­and­inn gæti jafn­vel tekið við kefl­inu af hon­um, keypt eign­ina á lánum og svo í næstu kreppu skrifað grein um að fólk í hans sporum sé skilið eftir bjarg­ar­laust.

Vatna­skil?En mér finnst þetta gott mál, án þess að ég viti neitt um hvaða ástæður búa að baki eða hvernig staðan er að öðru leyti hjá hon­um. En væri það ekki til að setja ákveð­inn punkt við krepp­una ef mað­ur­inn sem súmmer­aði upp skulda­vanda milli­stétt­ar­inn­ar, og fékk alla þjóð­ina til að halda með sér, næði að gera upp sínar skuldir og eiga kannski smá afgang?

Það áhuga­verð­asta er að þessi færsla úr skulda­fang­elsi eft­ir­hrunsár­anna og yfir í birt­una sem stafar af útbólgnu fast­eigna­verði hafta­bólunnar er að ger­ast hjá nokkuð stórum hópi. Margir þeirra sem voru hvað verst settir eftir hrun hafa horft upp á fast­eign­irnar sínar hækka hratt í verði síð­an, sér­stak­lega ef þær eru mið­svæðis í Reykja­vík. Þetta er engu úrræði banka eða stjórn­valda að þakka heldur er þetta ein­fald­lega þró­unin sem hefur átt sér stað á fast­eigna­mark­aðn­um.

Breytt við­horfEn það voru ekki síst lýs­ingar manna eins og „milli­stétt­ar­aul­ans“ sem mynd­uðu á sínum tíma jarð­veg­inn fyrir fram­sókn Leið­rétt­ing­ar­innar með stóru L-i og allra 150 millj­arð­anna sem er verið að henda á bálið núna á næstu árum. Leið­rétt­ingin kemur til fram­kvæmda á sama tíma og hækkun fast­eigna­verðs er að laga til eigið fé margra í fast­eignum sín­um. En það skiptir ekki máli, það virð­ist vera orðið of seint að breyta um kúrs og til marks um póli­tískt veik­lyndi, enda varð til ákveðið móment á sínum tíma og við ákváðum ein­hvern veg­inn öll að fara all-in í stemn­ing­una og finn­ast eðli­legt og sjálf­sagt að hjálpa þeim sem urðu illa úti í hrun­inu.

Ölv­aður í augna­blik­inuÉg veit ekki af hverju en þróun mála hjá „kúg­aða milli­stétt­araul­an­um“ minnti mig á stöðu mála hjá Reyni Trausta­syni og DV. Kannski ekki aug­ljós teng­ing og eig­in­lega með öfugum for­merkjum því það hefur nú frekar verið að halla undan fæti hjá Reyni upp á síðkast­ið. En það er þetta með að fara all-in í stemn­ing­una og verða ölv­aður í augna­blik­inu eins og fólk gerði í skulda­mál­un­um. Reynir Trausta­son hefur svo­lítið verið að gera þetta með DV á und­an­förnum árum. Þó það við­ur­kenni það kannski ekki allir opin­ber­lega þá vildi fólk, í reið­inni eftir hrun­ið, lesa fréttir af alls konar skraut­legum við­skiptafléttum úr við­skipta­líf­inu og sjá höf­uð­paurana engj­ast á for­síð­unni dögum sam­an. DV hefur tekið þetta hlut­verk að sér í nafni þess að tryggja gegn­sæi í við­skipta­líf­inu og vera sá fjöl­mið­ill sem þorir að segja frá.

Þess vegna var eitt­hvað svo mann­legt við það að þegar rit­stjór­inn var sjálfur kom­inn með bakið upp við vegg­inn þá reyndi hann að bjarga sér fyrir horn – rétt eins og menn­irnir sem DV skrif­aði fréttir um. Það var tek­inn smá snún­ingur á eign­ar­haldið á DV með lán­veit­ingu og hluta­fjár­kaup­um, eitt­hvað sem hefði vel getað birst á for­síðu DV ef aðrir ættu í hlut.

Eilíf aðlögunÁ end­anum aðlagar fólk sig að aðstæðum og metur sína stöðu – einn dag­inn ertu ridd­ari gegn­sæis eða þjak­aður skulda­þræll en þann næsta ertu að slá lán hjá útgerð­ar­manni til að reyna að bjarga mál­unum eða selja húsið þitt á alger­lega yfir­verð­lögðum fast­eigna­mark­aði. Kúr­s­inn breyt­ist og það er bara gangur lífs­ins. En það sem er svo áhuga­vert er hvað við erum fljót til að drekka í okkur stemn­ing­una nákvæm­lega eins og hún er hverju sinni, nán­ast eins og það verði eng­inn morg­un­dag­ur.

Það er stundum eins og við fún­kerum ekki almenni­lega nema hafa eitt­hvað til að hneyksl­ast á, eitt­hvað sem er alveg að æra okkur í nokkra daga eða vikur og verður hrein­lega að breytast, lag­ast eða hverfa til að lífið nái jafn­vægi á ný í örstutta stund. Svo byrjar ballið aftur og ferlið end­ur­tekur sig. En þegar frá líður og þessir ærandi atburðir eru rifj­aðir upp er svo­lítið erfitt að átta sig á því hvað olli öllum lát­un­um.

Ís­lenska þjóðin hefur tekið þónokkra snún­inga á þess­ari hringekju. Við tókum upp­gang­inn fyrir hrun svo langt að uber-­móti­veraðir banka­menn og aðjúnktar við HR voru farnir að finna upp nýja frasa til að skýra íslenska yfir­burð­ar­hug­ar­farið og menn hentu bara fram víd­eói um Kaupt­hink­ing eins og til að segja kjána­hrolli í heim­inum stríð á hend­ur. Umhverf­is­vernd og kolefn­is­jöfnun var helsta áhuga­mál nýríka fólks­ins á Íslandi, svona á milli þess sem fólk var að gera upp við sig hvort 50 Cent eða Elton myndi taka lagið í næsta stóraf­mæli hjá sér eða hvort það væri kannski bara skemmti­legt twist að láta þá taka dúett. Eftir bjart­sýniskastið urðum við hins vegar svo póli­tískt reið eftir hrunið að það hefur ekki mátt koma upp ágrein­ingur án þess að nýr stjórn­mála­flokkur sé stofn­aður í kjöl­farið og hafi svo klofnað eftir hádegi. Flestir hafa sett umhverf­is­vernd­ar­á­hug­ann á hill­una og afmæli eru bara í mesta lagi haldin uppi í bústað.

Jafn­vægiðHugs­an­lega þarf að finna eitt­hvað jafn­vægi í þetta. Utan­að­kom­andi sér­fræð­ingar myndu lík­lega segja að við þyrftum að temja okkur meira lang­lund­ar­geð og yfir­veg­un, hætta að vera alveg brjáluð og krefj­ast breyt­inga á ein­hverju sem breyt­ist fljót­lega hvort eð er.

Spurn­ing samt hversu skemmti­leg svo­leiðis þjóð er, þar sem aldrei er upp­hlaup og aldrei læti, eng­inn æstur og eng­inn með óraun­hæfar kröf­ur, aldrei neinn sem stígur fram og krefst þess að þjóð­fé­lagið breyt­ist og komi til móts við sig helst fyrir hádegi. Senni­lega myndi land­flótt­inn fyrst hefj­ast af alvöru þá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None