Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Biggi í Maus: Ógeðslega góð æfing í æðruleysi

ABH4535.jpg Birgir Örn Steinarsson
Auglýsing

Kvikmyndin Vonarstræti í leikstjórn Baldvin Z. hefur rækilega slegið í gegn hér á landi. Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa myndina lofi frá því að hún var frumsýnd á dögunum og bíóþyrstir hafa flykkst í þúsundatali í kvikmyndahús til að berja myndina augum. Heiðurinn að handritinu eiga þeir Baldvin Z. og Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus.

Baldvin á að baki farsælan feril sem leikstjóri og handritshöfundur, en handritið að Vonarstræti er fyrsta kvikmyndahandritið sem Birgir Örn skrifar.

Dreymdi um svona viðtökur sem krakki


Eins og áður segir hafa viðbrögð gagnrýnenda við Vonarstræti verið ævintýri líkust. Á forsýningu myndarinnar ætluðu til að mynda fagnaðarlátunum aldrei að linna, þegar myndinni lauk.

Auglýsing

"Þetta er ógeðslega góð æfing í æðruleysi. Auðvitað er maður geðveikt glaður og þakklátur, þó það sé klisja að segja það, en þetta opnar svo margar dyr fyrir manni. Þetta er fyrsta handritið sem ég kem að og nú gæti svo farið að ég geti lifað af því sem ég elska að gera. Maður dreymir um svona viðbrögð þegar maður er krakki. Þegar ég var ungur var ég rosalega duglegur að semja lag eða plötu, sannfærður um að hún væri svo ógeðslega fokking góð, að ég var eiginlega búinn að taka við Íslensku tónlistarverðlaununum í huganum, áður en platan kom út. Maður var kannski svolítið hrokafullur, en ég hætti því fyrir nokkrum árum. Þegar þessi hugsun skaut aftur upp kollinum í hausnum á mér við gerð myndarinnar, ýtti ég henni jafnóðum út, því ég vissi hvað hún getur verið skemmandi. Þú verður fyrst og fremst að einbeita þér að því að sinna listaverkinu, en ekki rúnka þínu eigin egói."

Þetta er örstutt brot úr ítarlega og einlægu viðtali Kjarnans við Bigga í Maus um velgengni Vonarstrætis, fortíðina og framtíðina. Lestu það allt í nýjustu útgáfu Kjarnans hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None