Litla stúlkan með eldspýturnar er ein þekktasta saga danska rithöfundarins H.C. Andersen. Sagan fjallar um unga stúlku, sem þorir ekki heim til sín af ótta við föður sinn sem hafði sent hana út til að selja eldspýtur á gamlársdag. Þegar nóttin færist yfir með fannfergi og fjúki hefur stúlkan ekkert selt og veit að faðir sinn mun ganga í skrokk á sér snúi hún heim.
Sú útgáfa sem Björn Hlynur Haraldsson leikari les hér er þýðing Steingríms Thorsteinssonar sem kom út í fyrsta bindi Ævintýra og saga sem er samansafn ævintýra eftir Andersen í þýðingu Steingríms. Smelltu á spilaran hér að ofan til að hlusta á Litlu stúlkuna með eldspýturnar.
Sagan var fyrst birt í hátíðarútgáfu Kjarnans 2013.
Auglýsing