Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bókaútgáfa á Íslandi er sjómennska

audur-jons.jpg
Auglýsing

Þetta var í upp­hafi alls, þegar lífið var að byrja. Ég rölti niður Lauga­veg­inn ásamt skrif­systur minni, Guð­rúnu Evu Mínervu­dótt­ur, og við vorum ungskáld með haus­inn fullan af óskrif­uðum bók­um. Skammt frá bóka­búð Máls og menn­ingar sáum við þáver­andi for­leggjara okk­ar: Snæ­björn Arn­gríms­son hjá Bjarti og Hall­dór Guð­munds­son hjá Mál og menn­ingu. Þeir virt­ust voða­lega full­orð­ins að rabba um sín for­leggjara­mál þegar við potuðum í þá með hug­mynd sem við héldum virki­lega að eng­inn hefði fengið áður og spurðum hvort við gætum blásið til vor­út­gáfu. Okkur lang­aði að róta upp í þung­lama­legum hefðum jóla­bóka­flóðs­ins með því að gefa út bók í byrjun sum­ars.

Já, endi­lega, gerið það, stelp­ur! Eitt­hvað svo­leiðis sögðu þeir og flýttu sér svo að stinga aftur saman nefjum en við nátt­úr­lega tókum þessu eins og heil­agri herkvaðn­ingu og flýttum okkur heim til að skrifa vor­bók.



Mín vor­bók fædd­ist and­vana, nokkrar rugl­ings­legar smá­sögur sem ég hætti ekki á að sýna nokkrum manni. En Guð­rún Eva var stað­fast­ari en ég og skrif­aði snilld­ar­bók­ina Albúm sem Bjartur gaf út, að mig minnir að vori, í bóka­flokknum Neon.

Hið árlega gjald­þrot



Þessi upp­rifjun er í sjálfu sér ekki merki­leg en hún minnir mig á hvernig íslensk bóka­út­gáfa hefur verið drifin áfram af hug­sjón í bland við hugs­un­ar­leysi. Oftar en einu sinni hef ég unnið sjö daga vik­unnar í meira en ár að bók til að kom­ast að því stuttu fyrir prentun að það sé nýbúið að redda við­kom­andi for­lagi – sem hafi vegið salt á bjarg­brún gjald­þrots allt árið á undan og því engu munað að árs­vinna hefði strandað á harða disk­in­um. Rit­höf­und­arnir máttu bara ekki kom­ast að því, þeir yrðu að halda sig við skila­frest­inn – ef þetta skyldi nú redd­ast.

Bóka­út­gáfa á Íslandi er slík ævin­týra­mennska að hún hefur verið knúin áfram af adrena­lín­fíklum með rassvasa­bók­hald. Hún er hálf­gerð sjó­mennska. Tarna­vinna og enda­laus áhætta. Stundum eru átök á milli rit­höf­unda og for­leggjara, svipað og útgerð­ar­manna og sjó­manna, en sam­staða þegar á þarf að halda. Sem er oft. Því ef það hefði ekki verið sam­staða og þög­ult sam­komu­lag um að láta ævin­týrin ger­ast upp á von og óvon, þá væri íslensk menn­ing ólíkt fátæk­ari.

Auglýsing

Sögur af okkur sjálfum



Stað­reyndin er sú að rit­höf­undar á Íslandi eru ekki bara mik­il­vægir út af öfl­ugri útgáfu í öðrum lönd­um, atvinnu­sköpun í heima­land­inu og öðrum ver­ald­legum þáttum sem rík­is­stjórnin virð­ist loka aug­unum fyr­ir.

Íslenskir rit­höf­undar reyna á þan­þol íslensk­unnar á hverjum ein­asta degi; vinda upp á mál­ið, skoða það, pota í það og gæða það nýju orð­um. Þetta tungu­mál sem gæti orðið útdautt eftir hund­rað ár.

En þeir gera líka fleira. Þeir vinna með veru­leik­ann og alla hans hlið­ar­veru­leika. Fanga hið óræða jafnt sem fjar­lægar en mik­il­vægar hug­mynd­ir. Upp­götva nýjar stefnur og strauma. Lesa í nútíma­menn­ing­una, for­tíð­ina og stundum meira að segja fram­tíð­ina. Búa til tón­list úr orð­um, vinna með minni þjóðar og biðla til fólks að elska sög­urnar af því sjálfu. Skrifa bækur handa börnum sem spretta upp úr veru­leika þeirra og þau geta speglað sig í. Og samt er líka nóg að segja: Þeir skrifa eins og fugl­arnir syngja.

Þannig gæða rit­höf­undar veru­leik­ann kannski fleiri litum en maður áttar sig á í fljótu bragði. Litum sem vætla inn í þjóð­arsál­ina með lestri bóka og já, viku­legum heim­sóknum á bóka­safn­ið. Land­inn les haf­sjó af íslenskum bókum í gegnum bóka­söfnin þó að stjórn­völd hafi gefið skít í þá stað­reynd með því að lækka bóka­safns­sjóð höf­unda um helm­ing.

Bóka­heim­ur­inn í öllum sínum myndum



Ég vildi óska þess að núver­andi ráða­menn myndu þekkja bóka­heim­inn á Íslandi á sama hátt og ég þekki hann. Að þeir hefðu unnið með mér hér í denn á stóra bóka­mark­aðnum og kynnst veð­ur­börðum bóka­út­gef­endum héðan og þaðan sem minna á trillukarla og eiga það sam­eig­in­legt með þeim að vera týndir í ástríðu lífs síns. Hættu­legri en stór­kost­legri ástríðu.

Ég vildi óska að þeir þekktu starfs­fólkið í bóka­búð­unum sem margt hvert veit allt um bæk­urnar sem það er að selja en líka mis­sér­vitra fastakúnn­ana og hvað þessi gagn­rýn­andi hafi nú sagt við hinn gagn­rýn­and­ann eftir síð­ustu bóka­kynn­ingu.

Ég vildi óska að þeir þekktu alla ástríðu­fullu þýð­end­urna, sem minna á við­kvæma hljóð­færa­leik­ara í eilífri vinnu sinni með hljóm­inn í hverri setn­ingu, en fá ekki allir næga æfingu því það verður sífellt strembn­ara fyrir bóka­út­gef­endur að gefa út þýð­ing­ar.

Ég vildi óska að þeir þekktu fólkið í prent­smiðj­unum sem sér það sem aðrir sjá ekki af því það skilur bók á allt annan hátt en allir aðr­ir.

Ég vildi óska að þeir kæmu á jólafagnað rit­höf­unda­sam­bands­ins þar sem ungir menn dást að verkum aldr­aðra kvenna og gagn­kvæmt því þar eiga allir og allar hug­myndir heima.



Ég vildi að þeir spjöll­uðu við útgef­endur sem hafa oftar en einu sinni misst allt sitt bara til að geta gefið út næstu bók.

Ég vildi óska að þeir þekktu allt óeig­in­gjarna fólkið á for­lög­unum sem vinnur alla daga árs­ins að því að búa til bækur og er, í sann­leika sagt, ein­stök ver­öld sem lýtur sínum eigin lög­mál­um.

Og ég vona að þeir lesi alls­konar bækur eftir íslenska sam­tíma­höf­unda því ef þeir gera það er séns að þeir græði meira en á nokkrum hluta­bréfa­kaup­um.

Ég vona að mennta­mála­ráð­herra og aðrir ráð­herrar skilji hversu mikið er í húfi og hversu lítið þarf til að eyði­leggja bóka­heim­inn í núver­andi mynd. Aðeins nokkrar pró­sent­ur.

Til hvers? Eða, er kannski nær að spyrja: Af hverju?

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None