Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Dagur vill ekki í landsmálin né verða formaður flokks

14428169166_d549369176_o-1.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að Sam­fylk­ing­unni hafi gengið mjög vel í Reykja­vík í síð­ustu kosn­ingum þá verður ekki það sama sagt um árangur hennar á lands­vísu. Og í síð­ustu þing­kosn­ingum beið flokk­ur­inn afhroð. Að mati margra, bæði innan og utan flokks­ins er hann að upp­lifa leið­toga- og jafn­vel hug­mynda­fræði­lega krísu. Það er því stíft horft til Dags B. Egg­erts­sonar með það fyrir augum að hann gefi færi á sér sem næsti leið­togi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Er hann far­inn að hug­leiða að taka það skref?

„Nei. Ég er mjög ánægður með árangur flokks­ins hér í Reykja­vík og hann hefði gjarnan mátt vera meiri ann­ar­staðar á land­inu. Ég held að jafn­að­ar­stefnan eigi mjög mikið erindi og það er klárt verk að vinna innan flokks­ins. Það er þörf á upp­bygg­ing­ar­starfi. Ég er alveg sam­mála því. En ég held að nýver­andi for­ysta og þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar eigi að ráð­ast í það. Og ég skal glaður styðja þau í því en ég er aug­ljós­lega ekki á leið­inni í lands­mál­in. Ég er nýorð­inn borg­ar­stjóri og hef mín verk að vinna hér.“

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/20[/em­bed]

Auglýsing

Aðspurður hvort það komi til greina að færa sig yfir í lands­málin ein­hver tím­ann seg­ist Dagur ekki sjá það fyrir sér í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. „Það hefur svo sem oft komið upp á árum áður. En þegar ég hef farið í gegnum þetta með sjálfum mér þá hafa þessi verk­efni í borg­inni alltaf verið það stór og mik­il­væg og spenn­andi í mínum huga að þau hafa togað meira. Ég held að borg­ar­málin séu svo­lítið van­metin stærð í póli­tík. Mér finnst skrýtið að heyra það að það sé ein­hvern veg­inn sjálf­sagt að menn fari í sveit­ar­stjórn­ar­mál en fari síðan á þing og í lands­mál. Í Dan­mörku t.d. er til dæmis býsna algengt að fyrrum þing­menn og ráð­herrar fari í sveita­stjórn­ar­málin og spreyti sig á þeim. Borg­ar­stjór­inn í Kaup­manna­höfn var ráð­herra. Og borg­ar­stjórar í mörgum stærri borgum hafa einnig komið úr röðum þing­manna.

Mik­il­vægi borga er að aukast. Bæði vegna þess að þær stækka og straum­ur­inn leggur þangað en líka vegna þess að þar  er hið efna­hags­lega afl. Þar skap­ast fjöl­breytrni í störfum sem nýjar kyn­slóðir kalla eft­ir. Þar ræðst sam­keppn­is­hæfni milli þjóða þannig að póli­tík á þess­ari öld verður að stórum hluta borg­arpóli­tík.“

Hvað er fyr­ir­sjá­an­leg fram­tíð?

„Ég hef lært það er gott að vera með fimm ára plan og að maður eigi ekki að fulll­yrða neitt um mál sem eru lengra en tíu ár fram í tím­ann.“

Er þá hvorki á fimm ára né tíu ára plan­inu að fara í lands­málin?

„Nei.“

Ítar­legt við­tal við Dag B. Egg­erts­son, nýjan borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, er í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiViðtal
None