Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Dagur vill ekki í landsmálin né verða formaður flokks

14428169166_d549369176_o-1.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að Samfylkingunni hafi gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum þá verður ekki það sama sagt um árangur hennar á landsvísu. Og í síðustu þingkosningum beið flokkurinn afhroð. Að mati margra, bæði innan og utan flokksins er hann að upplifa leiðtoga- og jafnvel hugmyndafræðilega krísu. Það er því stíft horft til Dags B. Eggertssonar með það fyrir augum að hann gefi færi á sér sem næsti leiðtogi Samfylkingarinnar. Er hann farinn að hugleiða að taka það skref?

„Nei. Ég er mjög ánægður með árangur flokksins hér í Reykjavík og hann hefði gjarnan mátt vera meiri annarstaðar á landinu. Ég held að jafnaðarstefnan eigi mjög mikið erindi og það er klárt verk að vinna innan flokksins. Það er þörf á uppbyggingarstarfi. Ég er alveg sammála því. En ég held að nýverandi forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar eigi að ráðast í það. Og ég skal glaður styðja þau í því en ég er augljóslega ekki á leiðinni í landsmálin. Ég er nýorðinn borgarstjóri og hef mín verk að vinna hér.“

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_19/20[/embed]

Auglýsing

Aðspurður hvort það komi til greina að færa sig yfir í landsmálin einhver tímann segist Dagur ekki sjá það fyrir sér í fyrirsjáanlegri framtíð. „Það hefur svo sem oft komið upp á árum áður. En þegar ég hef farið í gegnum þetta með sjálfum mér þá hafa þessi verkefni í borginni alltaf verið það stór og mikilvæg og spennandi í mínum huga að þau hafa togað meira. Ég held að borgarmálin séu svolítið vanmetin stærð í pólitík. Mér finnst skrýtið að heyra það að það sé einhvern veginn sjálfsagt að menn fari í sveitarstjórnarmál en fari síðan á þing og í landsmál. Í Danmörku t.d. er til dæmis býsna algengt að fyrrum þingmenn og ráðherrar fari í sveitastjórnarmálin og spreyti sig á þeim. Borgarstjórinn í Kaupmannahöfn var ráðherra. Og borgarstjórar í mörgum stærri borgum hafa einnig komið úr röðum þingmanna.

Mikilvægi borga er að aukast. Bæði vegna þess að þær stækka og straumurinn leggur þangað en líka vegna þess að þar  er hið efnahagslega afl. Þar skapast fjölbreytrni í störfum sem nýjar kynslóðir kalla eftir. Þar ræðst samkeppnishæfni milli þjóða þannig að pólitík á þessari öld verður að stórum hluta borgarpólitík.“

Hvað er fyrirsjáanleg framtíð?

„Ég hef lært það er gott að vera með fimm ára plan og að maður eigi ekki að fulllyrða neitt um mál sem eru lengra en tíu ár fram í tímann.“

Er þá hvorki á fimm ára né tíu ára planinu að fara í landsmálin?

„Nei.“

Ítarlegt viðtal við Dag B. Eggertsson, nýjan borgarstjóra Reykjavíkur, er í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None