Elon Musk, forstjóri og eigandi SpaceX og Tesla Motors, hræddi netnotendur á dögunum þegar hann skrifaði athugasemd við framtíðarhugmyndasíðuna Edge.com. Þar fullyrti hann að þróun gervigreindar væri orðin svo hröð að vélmenni gætu hvað á hverju ákveðið að skynsamlegt væri að útrýma mannkyninu.
„Hættan á að eitthvað svo stórvægilegt gerist er innan fimm ára tímaramma,“ skrifaði Musk og bætti við, til að koma í veg fyrir að netverjar færu að draga hann í efa, að hann vissi nákvæmlega hvað hann væri að segja. „Það er ekki eins og ég sé að kalla „úlfur, úlfur“ um eitthvað sem ég skil ekki.“
Það er ekki eins og ég sé að kalla „úlfur, úlfur“ um eitthvað sem ég skil ekki.
Nokkrum mínútum eftir að hann birti athugasemdina á vefnum var henni eytt. Frá þessu er greint á vef Business Insider. Musk hefur nokkrum sinnum áður tjáð sig um hættuna á að vélmenni snúist gegn mannkyninu.
Á ráðstefnu Vanity Fair í október ræddi Musk til að mynda um það hvernig gervigreind mundi á endanum ganga frá mannkyninu. „Ég held að enginn átti sig á því hversu hratt stór skref eru stigin í þróun gervigreindar, sérstaklega þegar litið er til véla sem eiga að sjá um sig sjálfar og bæta.“
„Ef verkefni vélar er að eyða öllum ruslpósti í tölvupósthólfinu, gæti vélin allt eins komist að niðurstöðu um að hægt væri að eyða ruslpósti með því að eyða mannfólki,“ sagði Musk á ráðstefnunni og bætti að lokum við að hann teldi Jarðarbúa ekki hafa neinar undankomuleiðir, jafnvel þó við myndum setjast að á Mars. „Nei, það er líklegra en hitt, ef við horfumst í augu við tortímingu, að vélarnar fylgi okkur frá Jörðu.“
Viðtalið við Elon Musk á ráðstefnu Vanity Fair
[embed]https://www.youtube.com/watch?v=Ze0_1vczikA[/embed]
Athugasemd Musk í heild sinni
Undir færslu á Edge.com
The pace of progress in artificial intelligence (I'm not referring to narrow AI) is incredibly fast. Unless you have direct exposure to groups like Deepmind, you have no idea how fast-it is growing at a pace close to exponential. The risk of something seriously dangerous happening is in the five year timeframe. 10 years at most. This is not a case of crying wolf about something I don't understand.I am not alone in thinking we should be worried. The leading AI companies have taken great steps to ensure safety. The recognise the danger, but believe that they can shape and control the digital superintelligences and prevent bad ones from escaping into the Internet. That remains to be seen...