Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ef kona sér ekki vel um börnin sín er litið á hana sem slæma manneskju

tiffany-dufu.jpeg
Auglýsing

„Ævi­starf mitt er að vinna að fram­gangi stúlkna og kvenna, það er minn til­gangur í líf­in­u,“ eru fyrstu orð Tiffany Dufu í þessu við­tali. Hún er ein þeirra sem tóku þátt í ráð­stefn­unni Women Empowerment í Hörpu á fimmtu­dag og föstu­dag og ræddi um konur og stjórn­mál. Dufu starfar hjá Levo League, stórri vef­síðu og sam­fé­lags­miðli sem ætlað er að hjálpa konum í atvinnu­líf­inu. Hún kom einnig að stofnun Lean In, sam­tak­anna sem voru stofnuð af aðal­fram­kvæmda­stjóra Face­book, Sheryl Sand­berg. Áður var Dufu fram­kvæmda­stjóri The White House Project, sam­taka sem höfðu það að mark­miði að auka þátt­töku kvenna í stjórn­málum og við­skipta­lífi.

„Nú er það þannig að það er ójafn­vægi í heim­inum þegar kemur að fjölda kvenna í for­ystu í stjórn­mál­um. Þó eru nokkur lönd sem standa sig vel, og ég er mjög upp­numin að vera á Íslandi þar sem er mik­ill fjöldi kvenna í for­ystu­sveit í stjórn­málum miðað við Banda­rík­in, þar sem við höfum verið í 17 til 18 pró­sentum í mörg, mörg ár,“ segir hún og skýtur því inn í að hún hafi einmitt skrifað um hrifn­ingu sína á Twitt­er.



Impressed to be in Iceland where women hold 45% cor­porate board seats. @levo­league #WE2015

Auglýsing


— Tiffany Dufu (@t­dufu) June 18, 2015

Hún er komin til Íslands til að ræða um kon­ur, kosn­ingar og for­ystu í stjórn­mál­um. Stærstu áskor­an­irnar í þeim málum eru auð­vit­að ó­líkar eftir heims­hlut­um, segir Dufu. „Eitt eru menn­ing­ar­legar hindr­an­ir. Enn­þá, jafn­vel í Banda­ríkj­unum þar sem við viljum telja okkur trú um að við séum mjög nútíma­leg, þá finnst okkur ennþá að staður kvenna sé fyrst og fremst á einka­svið­inu sem eig­in­konur og mæð­ur. Hvort sem þig langar að fara í fram­boð eða hasla þér völl í við­skipt­um, þá er það ekki fyrr en allt annað í lífi þínu er í lagi sem þér leyf­ist að gera þessa hluti og ganga vel. Með öðrum orð­um, ef kona sér ekki mjög vel um börnin sín sjálf þá er litið á hana sem slæma mann­eskju, jafn­vel þótt hún sé for­stjóri hjá einu af 500 stærstu fyr­ir­tækjum heims.“ Þessu sé hins vegar ekki öfugt far­ið. Kona geti verið frá­bær ­móðir og ekki starfað utan heim­il­is­ins og henni sé hampað fyrir það.

"We need to remove the stigma of polit­ics." Tiffany Dufu @tdufu #WE2015 @In­spirally pic.twitt­er.com/jMcvZojm97 — liza­donn­elly (@liza­donn­elly) June 19, 2015

Þá segir Dufu að í hennar störfum hafi hún séð að það hafi reynst mörgum konum menn­ing­ar­leg hindrun að stjórn­mál krefj­ist mik­illar skuld­bind­ingar og þau séu mjög vægð­ar­laus. „Þú þarft að koma þér á fram­færi og vera mjög skýr um metnað þinn og fyr­ir­ætl­an­ir.“

Og þá komum við að annarri hindr­un, sem á ekki síst við í Banda­ríkj­un­um, og það er efna­hags­lega hindr­un­in, segir Dufu. „Mjög víða kostar það mikið að fara í fram­boð. Það er efna­hags­leg hindrun sem hjálpar ekki kon­um.“ Því þurfa margir að safna pen­ingum og þá þarf að leita til fjár­sterkra aðila þar sem bæði menn­ing­ar­legar og efna­hags­legar hindr­anir spila inn í.

Góðar fyrir alla aðra en sjálfar sig



„Þú þarft að færa rök fyrir því hvers vegna fólk á að fjár­festa í þér, og konur eru ekki mjög góðar í því. Kald­hæðnin er sú að konur eru yfir­leitt ofboðs­lega góðar í því að færa rök fyrir því hvers vegna fólk á að fjár­festa í öllu öðru en þeim sjálf­um. Ef þú spyrð konu hvers vegna ein­hver ætti að fjár­festa í börn­unum hennar gefur hún þér frá­bært svar. Ef þú spyrð hvers vegna eigi að fjár­festa í vörum fyr­ir­tækja kvenna þá gefur hún þér lík­lega frá­bært svar, það sama á við um sam­tök og sam­fé­lög.

En ef ég spyr konu: af hverju á ég að fjár­festa í þér eða af hverju ætti ég að kjósa þig? Þá verður þetta allt í einu erfið spurn­ing fyrir margar konur að svara. Það að fara í fram­boð ýtir á þetta og konur þurfa að vera mjög skýrar með sínar fyr­ir­ætl­an­ir.“

Þetta er hluti þess sem Tiffany Dufu og aðrar hjá The White House Project unnu að í mörg ár. Að finna konur sem væru reiðu­búnar að fara í fram­boð, iðu­lega í sínum sveit­ar­fé­lögum eða nær­sam­fé­lög­um, og hjálpa þeim. „Við höfum kom­ist að því að þegar vel gengur í þessu teng­ist það því að láta konum líða vel með að færa rök fyrir eigin ágæti. Þetta er spurn­ing um sjálfs­traust.

Við byrj­uðum oft á að fá til liðs við okkur bar­áttu­konur í litlum sam­fé­lög­um, sem voru að berj­ast fyrir ein­hverjum breyt­ing­um, og spurðum þær hvort þær vildu ekki bara bjóða sig fram í bæj­ar­stjórn­ina. Það væri áhrifa­rík­asta leiðin til að koma breyt­ingum til leiðar - að geta þá tekið ákvarð­an­irnar um málin sem þær voru að berj­ast fyr­ir.“

Þurfum að hætta að halda að ein­göngu konur geti alið upp börn



And­legar og félags­legar hindr­anir halda mörgum konum niðri, segir Dufu svo. „Við þurfum að kom­ast fram­hjá þess­ari hug­mynd um að ein­göngu konur geti alið upp börn,“ segir hún og hlær. „Það er svo­lítið stórt ágrein­ings­mál og sam­fé­lagið gerir ennþá ráð fyrir því.“ Hún tekur dæmi um að ekki aðeins sé fæð­ing­ar­or­lof varla til staðar í Banda­ríkj­unum heldur standi fólki ekki til boða við­ráð­an­leg dag­vist­un­ar­úr­ræði fyrir börn. Það sé mikil hindrun fyrir konur í atvinnu­líf­inu öllu. „Við þurfum að styðja við vinn­andi fjöl­skyldur í heild, ekki bara vinn­andi mæð­ur.“

Svo eru það pen­ing­arn­ir, að það kostar að bjóða sig fram og konur hafa ekki eins mik­inn aðgang að pen­ing­um. „Þér þarf líka að líða vel í því að safna pen­ing­um. Þar kemur menn­ingin aftur inn og spurn­ingin um sjálfs­traust.“

Þetta er líka spurn­ing um fyr­ir­mynd­ir, segir Dufu. „Hér á Íslandi hafið þið fyr­ir­mynd­ir. Konur sem stofn­uðu sinn eigin stjórn­mála­flokk! Það er svo mik­il­vægt. Ég á son sem er dökkur á hör­und og hann býr í Banda­ríkj­un­um. Hann trúir því að hann geti orðið for­seti Banda­ríkj­anna af því að hann þekkir bara for­seta sem er eins og hann. Þessar kven­fyr­ir­myndir vantar í Banda­ríkj­un­um, og eins og sagt er: þú getur ekki orðið það sem þú sérð ekki.“

Kven­for­seti myndi breyta miklu - en ekki öllu



En hversu miklu myndi það þá breyta ef kona yrði kjörin for­seti Banda­ríkj­anna, eins og gæti gerst á næsta ári? „Það myndi breyta miklu við að vekja stúlk­ur, konur og sam­fé­lagið allt til vit­undar um þessi mál.

Það sem það myndi ekki gera er að flýta á einni nóttu fyrir fram­gangi helm­ings banda­rísks sam­fé­lags. Við erum ennþá með þessar hindr­anir sem ein kona mun ekki breyta þótt hún verði leið­togi hins frjálsa heims. En það væri skref í átt­ina og það myndi örva ímynd­un­ar­afl svo margra.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None