Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Lee Buchheit: Efnahagsleg endurreisn Íslands verður kennd við Harvard í framtíðinni

leecrop1.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar von­ast lík­lega til þess að þurfa aldrei aftur að sjá Lee Buchheit. Hann hefur tví­vegis verið kall­aður til þjón­ustu, í bæði skiptin til að hjálpa við lausn á risa­stórum efna­hags­legum vanda­málum sem gætu haft mjög alvar­legar afleið­ingar fyrir íslenska þjóð ef illa tæk­ist til við lausn þeirra. Í fyrra skiptið leiddi hann við­ræður sem leiddu til þriðju Ices­a­ve-­samn­ing­anna, sem síðar voru felldir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Síð­ustu mán­uði hefur hann verið lyk­il­maður í því að finna lausn á því risa­stóra vanda­máli sem erlend krónu­eign slita­búa fall­inna banka og ýmissa ann­arra fjár­festa, og fjár­magns­höft til að halda þeim krónum inni, er fyrir íslenska hag­kerf­ið.

Lausn þess vanda­máls var opin­beruð á mánu­dag­inn. Stærstu kröfu­hafar Glitn­is, Kaup­þings og gamla Lands­bank­ans hafa sam­þykkt að gefa eftir mörg hund­ruð millj­arða króna gegn því að fá að fá að klára slit á búum sínum og losa um eignir sín­ar.

Lítið land með risa­stórt vanda­málBuchheit var ráð­inn ráð­gjafi fram­kvæmda­hóps um losun hafta í júlí 2014. Sá hópur heyrði undir stýrinefnd sem í sátu meðal ann­ars Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri og full­trúar úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Buchheit segir að þegar hann kom að mál­inu hafi staðið til að leysa það á árinu 2014. „Það sem þurfti að gera strax var að átta sig á umfangi vand­ans. Hann var mun stærri en bara slitabú bank­anna þriggja. Það þurfti lika að greina aflandskrón­urnar og mögu­legt útflæði inn­lendra aðila við losun hafta.

Auglýsing

Fram­kvæmda­hópur um losun hafta  hafði unnið þorra þeirrar grein­ingar þegar ég kom að þessu. Erf­iði hluti vanda­máls­ins var, eins og oft vill verða, lausnin á því. Við eyddum því fyrstu vik­unum í að skoða mögu­legar leiðir til að takast á við vand­ann. Það eru tak­mörkuð for­dæmi fyrir svona stöðu í heims­sög­unni.

Vanda­málið á Íslandi var risa­stórt. Hag­kerfið var lít­ið, fjár­magns­höft höfðu verið til staðar í sex ár og um 70 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu var fast á bak við þau höft. Og íslenska efna­hags­hrunið var auð­vitað eitt það versta sem nokkru sinni hefur átt sér stað í heims­sög­unni. Sam­an­lagt gjald­þrot föllnu bank­anna var eitt stærsta gjald­þrot sem átt hefur sér stað.“

Lee Buchheit er bjartsýnn á að þeir kröfuhafar sem hafa ekki tekið þátt í viðræðunum undanfarna mánuði muni spila með og samþykkja nauðasamningstillögur í haust. Lee Buchheit er bjart­sýnn á að þeir kröfu­hafar sem hafa ekki tekið þátt í við­ræð­unum und­an­farna mán­uði muni spila með og sam­þykkja nauða­samn­ings­til­lögur í haust.

Við­ræður við kröfu­hafa hófust í marsÁ fyrri hluta árs­ins 2015, nánar til­tekið í lok febr­úar og í byrjun mars, fór að kom­ast tölu­verður gangur á mál­ið. Búið var að vinna grein­ingar á vand­anum og hvað þyrfti til svo hægt væri að losa höft. Ljóst var að kröfu­hafar slita­búa föllnu bank­anna myndu þurfa að gefa tölu­vert eftir af eignum sín­um, sem raunar hafði blasað við í umtals­verðan tíma. Allt annað myndi ógna íslenskum greiðslu­jöfn­uði þannig að íslenskt sam­fé­lag myndi bíða mik­inn skaða af.

Buchheit segir að á þessum tíma hafi verið ákveðið að velja hóp kröfu­hafa sem voru álitnir leið­andi, þrjá til fjóra stærstu í hverju slita­búi fyrir sig, til að taka þátt í við­ræðum um lausn á vand­an­um. Auk þeirra tóku helstu fjár­mála- og lög­fræði­legu ráð­gjafar kröfu­haf­anna þátt í fund­un­um. „Á þessum tíma, í lok febr­úar og byrjun mars, ákvað stýrinefndin að nú væri rétti tím­inn til að hefja form­legt sam­ráðs­ferli með nokkrum leið­andi kröfu­höfum í hverjum banka fyrir sig. Við ákváðum að við þyrftum að tala við full­trúa kröfu­hafa í þessum þremur slita­bú­um. Vanda­málið við það er að kröfur á slita­búin ganga kaupum og sölum á mark­aði. Við gátum því ekki látið hluta kröfu­haf­ana fá upp­lýs­ingar sem aðrir voru ekki með nema að þeir væru tak­mark­aðir á ein­hvern hátt.

­Kröfu­haf­arnir sem tóku þátt í við­ræð­unum voru því beðnir um að skrifa undir trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingar og beðnir um að taka ekki þátt í við­skiptum með kröfur á slita­búin á meðan að við­ræð­urnar áttu sér stað og þangað til að upp­lýs­ing­arnar sem þeir fengu á meðan væru orðnar opinberar.

Kröfu­haf­arnir sem tóku þátt í við­ræð­unum voru því beðnir um að skrifa undir trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingar og beðnir um að taka ekki þátt í við­skiptum með kröfur á slita­búin á meðan að við­ræð­urnar áttu sér stað og þangað til að upp­lýs­ing­arnar sem þeir fengu á meðan væru orðnar opin­ber­ar.

Hlut­verk fram­kvæmda­hóps­ins í þessum við­ræðum var að koma á fram­færi sýn stjórn­valda á vand­ann og hvernig fram­lag kröfu­hafa til lausnar á vand­anum þyrfti að verða. Það leiddi til þess að kröfu­haf­arnir lögðu fram ýmsar til­lögur um lausn sem fram­kvæmda­hóp­ur­inn bar síðan saman við þá kríteríu sem hann hafði sett sem skil­yrði að yrði að upp­fylla til að hann gæti sam­þykkt til­lögur þeirra.

Þeim nið­ur­stöðum var síðan komið aftur til kröfu­haf­anna sem gerðu slikt hið sama og þannig gekk þetta fram og til baka. Á end­anum þá lögðu kröfu­haf­arnir fram til­lögu sem fram­kvæmda­hóp­ur­inn taldi að hann gæti mælt með við stýrinefnd­ina að yrði sam­þykkt.“

Varð var við lekaMikið hefur verið rætt um að upp­lýs­ingar um fram­gang hafta­los­un­ar­ferl­is­ins hafi lekið út til fjöl­miðla og ann­arra und­an­farna mán­uði. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði til að mynda að trún­að­ar­brestur eftir fund í sam­ráðs­nefnd um losun hafta í des­em­ber, sem í sitja full­trúar allra stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á Alþingi, hefði leitt til þess að upp­lýs­inga­gjöf hafi verið breytt þannig að flæði upp­lýs­inga var tak­mark­að. Þá hefur fram­kvæmda­hópur um losun hafta legið undir ámæli víða, meðal ann­ars á meðal þing­manna og innan fjár­mála­geirans, fyrir að leka upp­lýs­ingum um fram­gang áætl­un­ar­innar og helsta inn­tak henn­ar, til val­inna fjöl­miðla.

Buchheit kann­ast við umræð­una um leka úr starf­inu. „Lekar voru smá­vægi­legt vanda­mál í fyrstu skref­unum eftir að ég kom inn, en ekki alvar­legt vanda­mál. Það voru engir alvar­legir lekar eftir að trún­að­ar­yf­ir­lýs­ing­arnar voru und­ir­rit­aðar snemma á þessu ári. En fyrir þann tíma voru nokkrir lek­ar.“

Margra mán­aða aðdrag­andiLíkt og frægt er orðið voru til­lögur kröfu­haf­anna ekki lagðar fram fyrr en á sunnu­dag og mánu­dags­morg­un. Þær síð­ustu eru sagðar hafa borist nokkrum mín­útum áður en kynn­ing­ar­fundur stjórn­valda á áætlun sinni um losun hafta hófst í Hörpu um hádeg­is­bil á mánu­dag.

Að sögn Buchheit var unnið að því alla nótt­ina að klára til­lög­urnar svo hægt yrði að leggja þær fram á þeim degi. Þær höfðu þó, líkt og áður sagði, átt sér margra mán­aða aðdrag­anda og voru nið­ur­staða mik­illa við­ræðna milli fram­kvæmda­hóps um losun hafta og stærstu kröfu­hafa slita­bú­anna um hvernig þau gætu mætt skil­yrðum íslenskra stjórn­valda þannig að hægt verði að slíta búunum með nauða­samn­ingi. „Loka­til­lög­urnar komu ein­ungis fram fyrir hádegi á mánu­dag, sama dag og kynn­ingin á hafta­á­ætl­un­inni fór fram. Fólk var vak­andi alla nótt­ina að klára þetta. Ferlið hafði þá staðið yfir frá því um miðjan mars. Frá þeim tíma hafa margar hug­myndir verið settar á flot um hvernig lausnin ætti að ver­a.  Stjórn­völd unnu sam­hliða að mögu­legri álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts vegna þess að það var engin vissa um að sam­komu­lag myndi nást um til­lögu sem upp­fyllti þau skil­yrði sem sett höfðu verið fram.“

Sam­komu­lag gefur stjórn­völdum margt sem skattur gerir ekkiHann segir að sam­komu­lag um nið­ur­stöðu við kröfu­hafa, sem byggi á því að skil­yrði stjórn­valda séu sam­þykkt, færi stjórn­völdum margt sem stöð­ug­leika­skattur gæti ekki fært þeim. „Til dæmis það að slita­búin lána nýju bönk­unum sínum fé til að borga niður þau lán sem rík­is­sjóður og Seðla­banki hafa veitt þeim. Það er mikil búbót og færir mikið magn af gjald­eyri aftur til Seðla­bank­ans sem hann átti ekki von á árum sam­an.

Annað sem sam­eig­in­leg nið­ur­staða leiddi af sér er sú gjörð að slita­búin láta Seðla­bank­ann hafa krónu­kröfur sínar á inn­lenda aðila. Sumar krafn­anna eru á sveita­fé­lög og stór íslensk fyr­ir­tæki. Það að Seðla­bank­inn fái yfir­ráð yfir því gefur honum tæki­færi til að hafa áhrif á hvernig efna­hags­kerfið muni þró­ast á næstu árum. Svo gera til­lögur kröfu­haf­anna auð­vitað ráð fyrir þeim mögu­leika að nýju bank­arnir verði seldir fyrir gjald­eyri sem má nota til að greiða niður skuld­ir. Það hefði ekki verið hægt að fá slita­búin til að gera þessa hluti, neyða þau til að gera þetta, með ein­faldri skatt­lagn­ingu.

Það eru því mikil hagur fyrir stjórn­völd að leysa þetta mál með sam­komu­lagi frekar en með skatt­lagn­ing­u.“

Áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt í Hörpu á mánudag. Áætlun stjórn­valda um losun hafta var kynnt í Hörpu á mánu­dag.

Bjart­sýnn á að til­lög­urnar verði sam­þykktarAðspurður hvort hann hafi skynjað vilja á meðal kröfu­hafa til að semja, og hvort það hafi ein­hvern tím­ann slegið í brýnu á milli þeirra á meðan á við­ræð­unum stóð, segir Buchheit að gera verði sér grein fyrir því að um rosa­lega stórar upp­hæðir sé að ræða og eðli­legt að upp komi aðstæður þar sem menn séu ósam­mála. „Ég er nokkuð viss um að margir kröfu­haf­anna eru ekk­ert sér­stak­lega ánægðir með að þurfa að gefa eftir svona mikla pen­inga. Að því sögðu þá hefur þetta gengið mjög fag­mann­lega fyrir sig. Ráð­gjaf­arnir sem slita­búin réðu, bæði á Íslandi og erlend­is, voru mjög fag­mann­leg­ir. Ég man ekki eftir að styggð­ar­yrði hafi komið frá þeim á meðan að þetta ferli stóð yfir. En það var auð­vitað munur á skoð­unum um hvað væri við­eig­andi að gera, eins og búast mátti við.“

Þótt að stærstu kröfu­hafar Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafi allir skilað til­lögum sem stýrinefnd um losun hafta hefur sam­þykkt að upp­fylli stöð­ug­leika­skil­yrðin sem þarf til að klára nauð­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna er enn eftir tölu­verð vinna við að klára mál­ið. Slita­stjórn­irnar þurfa að leggja til­lög­urnar fyrir kröfu­hafa­fund og þar þarf auk­inn meiri­hluti allra kröfu­hafa að sam­þykkja þær svo nauða­samn­ing­arnir klárist.

Buchheit er bjart­sýnn á að þeir kröfu­hafar sem hafa ekki tekið þátt í við­ræð­unum und­an­farna mán­uði muni spila með. „Það vinnur með Íslandi að þessir kröfu­hafar eru búnir að vera fastir á Íslandi mun lengur en þeir reikn­uðu nokkru sinni með.

Þeir voru því vilj­ugir til að ræða sam­komu­lag þegar það bauð­st, meðal ann­ars vegna þess að þeir eru orðnir nokkuð þreyttir á ver­unni hérna. Þetta eru vog­un­ar- og fjár­fest­ing­ar­sjóðir sem vilja frelsa pen­ing­ana sína reglu­lega til að koma þeim í aðrar áhuga­verðar fjár­fest­ing­ar. Þeir voru hins vegar fastir hérna vegna haft­anna. Eftir sex ár þá voru þeir mjög mót­tæki­legir fyrir lausn þegar hún bauðst.

Ég er því bjart­sýnn á því að auk­inn meiri­hluti kröfu­hafa muni sam­þykkja til­lög­urnar sem munu verða lagðar fyrir þá af slita­stjórn­unum þegar þar að kem­ur.  Ef auk­inn meiri­hluti sam­þykkir þetta þá ætti það að girða fyrir mál­sóknir í kjöl­far nauða­samn­inga.“

Enn á eftir að leysa aflandskrónu­vand­ann svo­kall­aða, sem verður gert í gegnum upp­boð þegar líður á árið. Buchheit telur að þau muni fara fram á svip­uðum tíma og slita­stjórn­irnar muni leggja til­lögur um nauða­samn­ing fyrir alla kröfu­hafa sína, vænt­an­lega í haust.

Gæti skilað 650 millj­örðum krónaEf kröfu­haf­arnir sam­þykkja þær til­lögur sem nú liggja fyrir telur Buchheit að stórt skref hafi verið stigið í átt að fullum efna­hags­bata Íslands eftir hrun­ið. „Ef áætl­unin gengur upp munu um 650 millj­arðar króna renna til rík­is­sjóðs.  Ég veit ekki nákvæm­lega hver end­an­lega talan verð­ur. Það fer eftir því á hvað nýju bank­arnir munu seljast, á hvað kröf­urnar gegn inn­lendu aðil­unum skila og svo fram­veg­is. En mér finnst þetta lík­leg tala.

Þessi upp­hæð kemur auka­lega inn í rík­is­sjóð. Það er ekki gert ráð fyrir henni í fjár­lögum eða neinu slíku og hún er á pari við árleg útgjöld rík­is­ins. Hversu oft í sögu lands ger­ist slíkt?

 En ég spái því að eftir tíu ár muni við­skipta­deild Harvard háskóla vera að vinna með dæmi (e. case-stu­dy) sem heiti „Ís­land frá 2008 til 2015“.

Þetta mun skapa spíral upp á við fyrir íslenskt hag­kerfi. Hann mun mynd­ast vegna þess að íslenska ríkið mun greiða um þriðj­ung skulda sinna, sem mun spara ykkur nokkra tugi millj­arða króna í vaxta­greiðsl­ur. Það mun þýða að láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækin munu hækka láns­hæfi rík­is­ins, og í kjöl­farið íslenskra fyr­ir­tækja, sem mun draga úr lána­kostn­aði. Svo mun lyft­ing hafta gera það að verkum að fjár­fest­ing á Íslandi gæti auk­ist. Þetta vanda­mál, lausn á losun hafta, var síð­asta stóra vanda­málið sem hefti efna­hags­legan bata Íslands.“

Hann segir að Ísland hafa upp­lifað for­dæma­lausa tíma frá efna­hags­hruni og allar stóru ákvarð­an­irnar sem teknar hafa verið á síð­ustu tæpu sjö árum hafi reynst rétt­ar. „Þetta hefur verið áreynslu­mik­ill tími fyrir Ísland. En ég spái því að eftir tíu ár muni við­skipta­deild Harvard háskóla vera að vinna með dæmi (e. case-stu­dy) sem heiti „Ís­land frá 2008 til 2015“. Ég man ekki eftir neinu landi sem varð fyrir eins miklum og víð­tækum áhrifum vegna efna­hags­á­falls­ins en hefur jafnað sig á jafn ótrú­legan hátt á svona skömmum tíma. Ég er ekki að gera lítið úr þeim sárs­auka sem þetta ferli hefur valdið mörgum á Íslandi en end­ur­reisnin hefur verið hrað­ari en flestir töldu mögu­leg­t.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiViðtal
None