Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ef kona sér ekki vel um börnin sín er litið á hana sem slæma manneskju

tiffany-dufu.jpeg
Auglýsing

„Ævistarf mitt er að vinna að framgangi stúlkna og kvenna, það er minn tilgangur í lífinu,“ eru fyrstu orð Tiffany Dufu í þessu viðtali. Hún er ein þeirra sem tóku þátt í ráðstefnunni Women Empowerment í Hörpu á fimmtudag og föstudag og ræddi um konur og stjórnmál. Dufu starfar hjá Levo League, stórri vefsíðu og samfélagsmiðli sem ætlað er að hjálpa konum í atvinnulífinu. Hún kom einnig að stofnun Lean In, samtakanna sem voru stofnuð af aðalframkvæmdastjóra Facebook, Sheryl Sandberg. Áður var Dufu framkvæmdastjóri The White House Project, samtaka sem höfðu það að markmiði að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og viðskiptalífi.

„Nú er það þannig að það er ójafnvægi í heiminum þegar kemur að fjölda kvenna í forystu í stjórnmálum. Þó eru nokkur lönd sem standa sig vel, og ég er mjög uppnumin að vera á Íslandi þar sem er mikill fjöldi kvenna í forystusveit í stjórnmálum miðað við Bandaríkin, þar sem við höfum verið í 17 til 18 prósentum í mörg, mörg ár,“ segir hún og skýtur því inn í að hún hafi einmitt skrifað um hrifningu sína á Twitter.


Impressed to be in Iceland where women hold 45% corporate board seats. @levoleague #WE2015

Auglýsing

— Tiffany Dufu (@tdufu) June 18, 2015
Hún er komin til Íslands til að ræða um konur, kosningar og forystu í stjórnmálum. Stærstu áskoranirnar í þeim málum eru auðvitað ólíkar eftir heimshlutum, segir Dufu. „Eitt eru menningarlegar hindranir. Ennþá, jafnvel í Bandaríkjunum þar sem við viljum telja okkur trú um að við séum mjög nútímaleg, þá finnst okkur ennþá að staður kvenna sé fyrst og fremst á einkasviðinu sem eiginkonur og mæður. Hvort sem þig langar að fara í framboð eða hasla þér völl í viðskiptum, þá er það ekki fyrr en allt annað í lífi þínu er í lagi sem þér leyfist að gera þessa hluti og ganga vel. Með öðrum orðum, ef kona sér ekki mjög vel um börnin sín sjálf þá er litið á hana sem slæma manneskju, jafnvel þótt hún sé forstjóri hjá einu af 500 stærstu fyrirtækjum heims.“ Þessu sé hins vegar ekki öfugt farið. Kona geti verið frábær móðir og ekki starfað utan heimilisins og henni sé hampað fyrir það.
"We need to remove the stigma of politics." Tiffany Dufu @tdufu #WE2015 @Inspirally pic.twitter.com/jMcvZojm97 — lizadonnelly (@lizadonnelly) June 19, 2015
Þá segir Dufu að í hennar störfum hafi hún séð að það hafi reynst mörgum konum menningarleg hindrun að stjórnmál krefjist mikillar skuldbindingar og þau séu mjög vægðarlaus. „Þú þarft að koma þér á framfæri og vera mjög skýr um metnað þinn og fyrirætlanir.“

Og þá komum við að annarri hindrun, sem á ekki síst við í Bandaríkjunum, og það er efnahagslega hindrunin, segir Dufu. „Mjög víða kostar það mikið að fara í framboð. Það er efnahagsleg hindrun sem hjálpar ekki konum.“ Því þurfa margir að safna peningum og þá þarf að leita til fjársterkra aðila þar sem bæði menningarlegar og efnahagslegar hindranir spila inn í.

Góðar fyrir alla aðra en sjálfar sig


„Þú þarft að færa rök fyrir því hvers vegna fólk á að fjárfesta í þér, og konur eru ekki mjög góðar í því. Kaldhæðnin er sú að konur eru yfirleitt ofboðslega góðar í því að færa rök fyrir því hvers vegna fólk á að fjárfesta í öllu öðru en þeim sjálfum. Ef þú spyrð konu hvers vegna einhver ætti að fjárfesta í börnunum hennar gefur hún þér frábært svar. Ef þú spyrð hvers vegna eigi að fjárfesta í vörum fyrirtækja kvenna þá gefur hún þér líklega frábært svar, það sama á við um samtök og samfélög.

En ef ég spyr konu: af hverju á ég að fjárfesta í þér eða af hverju ætti ég að kjósa þig? Þá verður þetta allt í einu erfið spurning fyrir margar konur að svara. Það að fara í framboð ýtir á þetta og konur þurfa að vera mjög skýrar með sínar fyrirætlanir.“

Þetta er hluti þess sem Tiffany Dufu og aðrar hjá The White House Project unnu að í mörg ár. Að finna konur sem væru reiðubúnar að fara í framboð, iðulega í sínum sveitarfélögum eða nærsamfélögum, og hjálpa þeim. „Við höfum komist að því að þegar vel gengur í þessu tengist það því að láta konum líða vel með að færa rök fyrir eigin ágæti. Þetta er spurning um sjálfstraust.

Við byrjuðum oft á að fá til liðs við okkur baráttukonur í litlum samfélögum, sem voru að berjast fyrir einhverjum breytingum, og spurðum þær hvort þær vildu ekki bara bjóða sig fram í bæjarstjórnina. Það væri áhrifaríkasta leiðin til að koma breytingum til leiðar - að geta þá tekið ákvarðanirnar um málin sem þær voru að berjast fyrir.“

Þurfum að hætta að halda að eingöngu konur geti alið upp börn


Andlegar og félagslegar hindranir halda mörgum konum niðri, segir Dufu svo. „Við þurfum að komast framhjá þessari hugmynd um að eingöngu konur geti alið upp börn,“ segir hún og hlær. „Það er svolítið stórt ágreiningsmál og samfélagið gerir ennþá ráð fyrir því.“ Hún tekur dæmi um að ekki aðeins sé fæðingarorlof varla til staðar í Bandaríkjunum heldur standi fólki ekki til boða viðráðanleg dagvistunarúrræði fyrir börn. Það sé mikil hindrun fyrir konur í atvinnulífinu öllu. „Við þurfum að styðja við vinnandi fjölskyldur í heild, ekki bara vinnandi mæður.“

Svo eru það peningarnir, að það kostar að bjóða sig fram og konur hafa ekki eins mikinn aðgang að peningum. „Þér þarf líka að líða vel í því að safna peningum. Þar kemur menningin aftur inn og spurningin um sjálfstraust.“

Þetta er líka spurning um fyrirmyndir, segir Dufu. „Hér á Íslandi hafið þið fyrirmyndir. Konur sem stofnuðu sinn eigin stjórnmálaflokk! Það er svo mikilvægt. Ég á son sem er dökkur á hörund og hann býr í Bandaríkjunum. Hann trúir því að hann geti orðið forseti Bandaríkjanna af því að hann þekkir bara forseta sem er eins og hann. Þessar kvenfyrirmyndir vantar í Bandaríkjunum, og eins og sagt er: þú getur ekki orðið það sem þú sérð ekki.“

Kvenforseti myndi breyta miklu - en ekki öllu


En hversu miklu myndi það þá breyta ef kona yrði kjörin forseti Bandaríkjanna, eins og gæti gerst á næsta ári? „Það myndi breyta miklu við að vekja stúlkur, konur og samfélagið allt til vitundar um þessi mál.

Það sem það myndi ekki gera er að flýta á einni nóttu fyrir framgangi helmings bandarísks samfélags. Við erum ennþá með þessar hindranir sem ein kona mun ekki breyta þótt hún verði leiðtogi hins frjálsa heims. En það væri skref í áttina og það myndi örva ímyndunarafl svo margra.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None