Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Er ráðherra hreinn sveinn?

audur-jons.jpg
Auglýsing

Mynd­irðu fara upp í flug­vél með flug­manni sem hefði ein­göngu lært sitt fag í flug­hermi?

Ég myndi afþakka farið því það er svo margt sem er ekki hægt að skynja og skilja nema með reynsl­unni. Eins og til að mynda það að vera íbúi í öðru landi en upp­runa­lega heima­land­inu.

Ég próf­aði það fyrst þegar ég var barn og bjó í þrjú ár með for­eldrum mínum í Englandi. Þá hætti ég að taka því sem sjálf­sögðum hlut að raun­veru­leik­inn rúm­að­ist allur á einum og sama staðn­um. Upp frá því varð mér ljóst að ég gæti aldrei tekið full­komið mark á raun­veru­leika­sýn minni því þessi svo­kall­aði raun­veru­leiki væri á ótelj­andi stöðum í ótelj­andi útgáfum á sama tíma. Til­finn­ingin olli því að mér fannst líf mitt vera lygi.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/58[/em­bed]

Vakn­aði hjá dönskum eig­in­manniUm þrí­tugt eign­uð­umst við hjónin litla íbúð í Vest­ur­bæn­um. Við höfðum búið í henni í tæpt ár þegar óþægi­leg kennd hvísl­aði að líf mitt væri of tak­mark­að. Eitt­hvað svipað gerð­ist í hausnum á eig­in­mann­in­um, sem var alinn upp í Kaup­manna­höfn, því að augna­bliki síðar vorum við búin að losa okkur við íbúð­ina og koma okkur upp heim­ili í þeirri sömu borg.

Eig­in­maður minn reynd­ist vera svo flug­mæltur á dönsku að Kaup­manna­hafn­ar­búar spurðu í mesta lagi hvort hann kæmi frá Borg­und­ar­hólmi. En hann hafði hrein­lega gleymt að segja mér að hann ætti til annað ein­tak af sjálfum sér, danskan hafði ekki skipt máli í Reykja­vík. Ég var stein­hissa að vera ófor­var­endis gift kjaftaglöðum Dana með erki­danskan húmor og æsku­vini á Aust­ur­brú.

Lífið í Kaup­manna­höfn end­ur­nýj­aði á mér hausinn, þó að þetta væri bara gamla, púka­lega Íslend­inganý­lendan Köben. Ég keypti mér gam­alt hjól, hellti mér í dönsku­nám í dönsku­skóla fyrir inn­flytj­endur og las safa­rík helg­ar­blöð að dönskum hætti. Þarna fannst mér ég græða helj­ar­innar hell­ing á því að fylgj­ast með sam­fé­lags­um­ræðu á öðru tungu­máli en íslensku og ensku.

Guð blessi Ísland!Eftir þrjú ár varð lífið í Köben of danskt. Við fluttum með allt okkar haf­urtask til Barcelona, þar sem við borg­uðum strákum frá Alsír nokkrar evrur fyrir að bera fimm­tíu bóka­kassa upp í kytru í risi á gömlu húsi, á horn­inu við aðal­hóru­götu borg­ar­inn­ar. Þeir fóru bein­ustu leið á bar­inn á eftir en við hófum þriðja líf­ið. Mað­ur­inn minn reynd­ist vel mæltur á spænsku, haf­andi búið áður á Spáni, en ég tók kúrs í spænsku­skóla og staut­aði mig í gegnum Hola!

Við dvöldum í tvö ár í töfrum slung­inni sjó­ræn­ingja­borg­inni. Þessi tími er skrýt­inn en lær­dóms­ríkur draumur sem tók skyndi­lega enda. Ég hafði flúið hit­ann til að geta unnið betur próförk að skáld­sögu og var stödd hjá bróður mínum á Ísa­firði þegar Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þannig urðum við, mið­aldra hjón­in, stranda­glópar hjá litla bróður á Vest­fjörð­um. Okkur tókst að losna við leigu­í­búð­ina í Barcelona og eftir langa leit fundum við góða leigu­í­búð á Drafn­ar­stíg, á sann­gjörnum kjör­um.

Í tæp fimm ár hvíldum við vel í okkar Vest­ur­bæj­ar­lífi, enda fædd­ist sonur okk­ar. Leigusal­inn ljúfi leyfði okkur að skipta á íbúðum við Þjóð­verja á sumr­in, son­ur­inn fór í leik­skóla og allt var í sóma ... þangað til einn rign­ing­ar­dag­inn að ég las enn eina leið­inda­frétt­ina um rík­is­stjórn­ina og heimt­aði að flytja aftur út, hvernig sem við færum að því. Íslenski raun­veru­leik­inn varð yfir­þyrm­andi í allri sinni lygi.

Davíð Odds­son í útlöndumNú búum við í Berlín. Mað­ur­inn minn talar þýsku en ég sæki skóla á morgn­ana, ásamt skóla­fé­lögum af fimmtán þjóð­ern­um. Seinni hluta dags­ins skrifa ég, þakk­lát fyrir allar hug­mynd­irnar sem borgin gefur mér; þessi borg sem er eilíft stefnu­mót ólíkra veru­leika.

Þannig vinn ég bæk­urnar mín­ar, annað umhverfi þjónar betur hags­munum ýmissa ann­arra höf­unda. Sumir þurfa á nátt­úr­unni að halda, aðrir á kunn­ug­legu umhverfi með aðgengi að góðu bóka­safni en flæk­ingur þjónar ein­hverj­um.

Nú er ekki ætl­unin að monta sig af meintum heims­borg­ara­hætti í hrokatón, slíkt til­gerð­ar­tal er löngu úrelt. Maður getur verið sannur heims­borg­ari í sinni sveit jafnt sem for­pok­aður lúði í stór­borg­inni. Ég hefði líka viljað dvelja í öðrum heims­álf­um, hugs­an­lega er ég farin að sjá heim­inn með of evr­ópskum gler­aug­um, þrátt fyrir fjöl­breytn­ina í Evr­ópu. Og auð­vitað fyr­ir­finnst líka alls konar vit­leys­is­­gangur í útlöndum

En þessi lífs­reynsla, að takast á við áskor­anir sem inn­flytj­andi í fjórum lönd­um, hefur samt vakið mig til umhugs­unar um hvort það hafi reynst íslenskri þjóð hættu­legt hversu margir ráða­menn henn­ar, bæði þá og nú, hafa aldrei, eða ein­ungis um stund­ar­sakir, búið á erlendri grund og tek­ist á við annað sam­fé­lag en þeir þekkja. Ég er ekki á þeirri skoðun að það þjóni endi­lega hags­munum allra að dvelja lang­dvölum í útlöndum en sú reynsla hlýtur að skipta máli fyrir þá sem starfa við að sjá um sam­skipti Íslands við umheim­inn.

Reyndar eru þeir nokkrir ráð­herr­arnir í núver­andi rík­is­stjórn sem hafa farið út í nám, þó að dag­leg orð­ræða þeirra beri ekki vott um áhuga á umheim­in­um. Þeir tala eins og Ísland sé heim­ur­inn og restin af jarð­kringl­unni lítil eyja úti í Ball­ar­hafi; líkt og ekk­ert skipti máli nema sveitir Íslands, en þó ekki nátt­úran því af aðförum þeirra að dæma hefur hún engan til­veru­rétt.

Samt má velta fyrir sér: Hvernig væri til dæmis Ísland í dag ef Davíð Odds­son hefði búið í nokkur ár í nokkrum löndum áður en hann tók við stjórn­ar­taumun­um? Hvernig hefðu utan­rík­is­málin þró­ast síð­asta árið ef Gunnar Bragi hefði skilið hvað hann var sjálfur að segja á erlendri grundu? Ráða­menn hafa rétt á sínum skoð­unum en getum við treyst því að þeir hafi við­eig­andi yfir­sýn?

Auglýsing

Sig­mundur Davíð í dul­ar­fullu námiKannski hefði það engu breytt. Sig­mundur Davíð flækt­ist jú í dul­ar­fullum náms­er­indum á milli erlendra háskóla í nokkur ár en talar samt í þjóð­remb­ings­legum klisj­um. En kannski hefði það ein­hverju breytt, fólk er mis­vel til þess fallið að taka inn fram­andi áhrif og ég er ekki frá því að núver­andi for­sæt­is­ráð­herra hafi fæðst viss í sinni sök, hver sem hún nú er, kannski of viss til að ljúka til­settum próf­gráðum, þó að náms­er­indin hafi lík­ast til kostað skild­ing­inn (dropp­á­t­inu mér ferst að gjamma um próf­gráður en á móti kemur að ég er ekki for­sæt­is­ráð­herra).

Það er mark­miðið með starfi bæði for­sæt­is­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra að Ísland megi blómstra til fulls í óhjá­kvæmi­legu sam­spili með umheim­in­um. Því er fárán­legt þegar þeir sem gegna þessum mik­il­vægu störfum fyrir hönd svo fámennrar þjóðar í flók­inni nútíma­ver­öld hafa enga reynslu af því að búa með fjöl­menn­ari þjóðum og kynn­ast því að hvaða leyti þær fún­kera öðru­vísi en sú íslenska.

Ísland er svo erki­ís­lenskt og því finnst manni nauð­syn­legt að ráða­menn séu með­vit­aðir um gang­verkið í öðrum lönd­um. Margt gott má um Ísland segja en það er líka margt í sam­fé­lags­um­ræðu fjöl­menn­ari landa sem sjaldn­ast ratar inn í umræð­una hjá 300.000 manna þjóð.

Svein­björg hafði nokkuð til síns málsKannski talar Bjarni Ben þýsku en ég þyk­ist þó vita að þeir séu ekki margir í rík­is­stjórn­inni sem tali að stað­aldri önnur tungu­mál en íslensku, ensku og íslensku­skotna skand­in­av­ísku. Það gæti haft áhrif á hug­myndir ráða­manna um Evr­ópu­sam­bandið og um leið allan vand­ræða­gang­inn í sam­skiptum við full­trúa þess.

Skortur á inn­sýn í gild­is­mat ann­arra þjóða gæti jafn­vel hafa haft áhrif á nýlegar ákvarð­anir eins og þær að mis­muna náms­mönnum erlendis og á Íslandi, þannig að fyrr­nefndir fái lægri náms­lán en hinir – á tímum þegar fátt er eins dýr­mætt fyrir fámenna þjóð og ungt fólk að afla sér þekk­ingar í öðrum löndum – eða dýra hreppa­flutn­inga á mennt­uðum sér­fræð­ingum rík­is­stofn­unar sem bera vott um heim­ótt­ar­lega lít­ils­virð­ingu gagn­vart bæði reynslu og þekk­ingu.

Svo ekki sé minnst á skrípa­til­bún­ing­inn mein­tan umhverf­is­ráð­herra, nú á háska­leg­ustu tímum í sögu mann­kyns vegna yfir­vof­andi nátt­úru­ham­fara sem aðeins alþjóða­sam­fé­lagið getur tek­ist á við í öfl­ugri sam­vinnu. Stjórn­málin verða alþjóð­legri með hverjum deg­inum sem líð­ur, fiðr­ilda­á­hrif þeirra æ greini­legri.

Odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík benti reyndar á mik­il­vægi þess að stjórn­mála­menn kynntu sér aðra menn­ing­ar­heima, þó að sá mál­flutn­ingur hafi verið á hæpnum for­send­um. Raun­veru­leik­inn er sam­spil ótelj­andi veru­leika og það er starf stjórn­mála­manna að kljást við hann. Þjóð­ar­innar vegna þurfa þeir að öðl­ast yfir­sýn því við erum þjóð meðal þjóða.

Annað fólk í öðrum löndum hefur gefið mér eitt­hvað dýr­mætt sem erfitt er að festa reiður á. Að dvelja á meðal þess og kynn­ast áður ókunn­ugum sam­fé­lögum hefur kennt mér svo margt sem ég hefði ekki getað lært nema í snert­ingu við það. Sam­líf með öðrum er ekki hættu­laust en það er engin fram­tíð í því að fróa sér að eilífu einn og sjálf­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None