Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Það getur verið skemmti­legur sam­kvæm­is­leikur að giska á úrslit leikja. Vinnu­staðir eru margir hverjir með leiki í gangi þessa dag­ana þar sem giskað er á úrslit leikja á HM í Bras­il­íu.

Hér er einn lít­ill sam­kvæm­is­leik­ur; Hver verður ráð­inn næsti seðla­banka­stjóri og af hverju?

Hver? Ég ætla að giska á Ragnar Árna­son pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Auglýsing

Af hverju? Ég held að stjórn­völd vilji gera breyt­ingar og þá undir þeim for­merkjum sem stjórn­völd hafa unnið að, bak við tjöldin og opin­ber­lega, þegar kemur að slita­búum föllnu bank­anna og snjó­hengju króna í eigu erlendra aðila. Sem sagt; stjórn­völd vilja fá seðla­banka­stjóra sem er sam­mála þeim í því hvað er best að gera þegar afnám eða mikil rýmkun fjár­magns­hafta er ann­ars veg­ar. Ragnar hefur einn umsækj­enda tekið virkan og mik­inn þátt í und­ir­bún­ings­vinnu sem stjórn­völd hafa leitt um þessi mál, og mun alltaf standa vel að vígi þegar þetta risa­vaxna mál verður til umræðu í við­tölum við umsækj­end­ur. Ekk­ert ein­stakt atriði mun ráða meiru um það hver fær starfið en þetta. Allir umsækj­endur munu þó vafa­lítið hafa mikið fram að færa í þessum efn­um, ekki síst Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sem er með mikil alþjóð­leg tengsl, reynslu og þekk­ingu fram að færa þegar að þessum málum kem­ur, og hefur að minnsta kosti tvennt umfram alla aðra umsækj­end­ur; reynslu af því að vera seðla­banka­stjóri og hafa verið stjórn­andi hjá Alþjóð­greiðslu­bank­anum í Basel (BIS). Ég spái því að valið hjá nefnd­inni sem skipar í starfið muni á end­anum standa á milli Ragn­ars og Más. Ég hugsa að for­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ljósi áherslna hennar þegar kemur að losun fjár­magns­hafta (gjald­þrot fremur en nauða­samn­ing­ar, erlendir kröfu­hafar í slita­búin látnir taka mik­inn skell), vilji ólm fá Ragnar í starfið og eflaust margir hjá Sjálf­stæð­is­flokknum líka. Það eru þó deildar mein­ingar innan stjórn­ar­flokk­anna, einkum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um hvað sé best að gera þegar kemur að losun hafta og nefndin sem skipar í starfið mun þurfa að taka til­lit til póli­tískra atriða í ráðn­ingu sinni. Það er hvernig seðla­banka­stjór­inn muni sinna sínu starfi í sam­hengi við póli­tíska efna­hags­stefnu stjórn­valda. Þetta skiptir máli jafn­vel þó Seðla­banki Íslands sé sjálf­stæður lögum sam­kvæmt. Hvað sem tautar og raular þá mun póli­tík alltaf ráða för enda er skip­unin póli­tísk af ráð­herra á end­an­um.

Maður saknar þess að fleiri konur en þrjár hafi ekki sótt um þetta valda­mesta starf hafta­lands­ins Íslands.

Nefnd: Ólöf Nor­dal, for­maður banka­ráðs Seðla­bank­ans, Stefán Eiríks­son lög­reglu­stjóri og Guð­mundur Magn­ús­son, ­fyrrum háskóla­rekt­or, mun ákveða hver fær stöð­una.

 

Umsækj­end­ur:

Ásgeir Brynjar Torfa­son

Frið­rik Már Bald­urs­son

Haukur Jóhanns­son

Íris Arn­laugs­dóttir

Lilja Mós­es­dóttir

Már Guð­munds­son

Ragnar Árna­son

Sandra María Sig­urð­ar­dóttir

Yngvi Örn Krist­ins­son

Þor­steinn Þor­geirs­son

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umdeilt leigufélag ratar enn og aftur í fréttir vegna frásagna af okri á leigjendum
Saga Ölmu íbúðafélags teygir sig aftur til ársins 2011 og skýrslu sem meðal annars var unnin af núverandi seðlabankastjóra. Félagið var einu sinni í eigu sjóðs í stýringu hjá hinu sáluga GAMMA og hét um tíma Almenna leigufélagið.
Kjarninn 10. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiPistlar
None