Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Það getur verið skemmtilegur samkvæmisleikur að giska á úrslit leikja. Vinnustaðir eru margir hverjir með leiki í gangi þessa dagana þar sem giskað er á úrslit leikja á HM í Brasilíu.

Hér er einn lítill samkvæmisleikur; Hver verður ráðinn næsti seðlabankastjóri og af hverju?

Hver? Ég ætla að giska á Ragnar Árnason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Auglýsing

Af hverju? Ég held að stjórnvöld vilji gera breytingar og þá undir þeim formerkjum sem stjórnvöld hafa unnið að, bak við tjöldin og opinberlega, þegar kemur að slitabúum föllnu bankanna og snjóhengju króna í eigu erlendra aðila. Sem sagt; stjórnvöld vilja fá seðlabankastjóra sem er sammála þeim í því hvað er best að gera þegar afnám eða mikil rýmkun fjármagnshafta er annars vegar. Ragnar hefur einn umsækjenda tekið virkan og mikinn þátt í undirbúningsvinnu sem stjórnvöld hafa leitt um þessi mál, og mun alltaf standa vel að vígi þegar þetta risavaxna mál verður til umræðu í viðtölum við umsækjendur. Ekkert einstakt atriði mun ráða meiru um það hver fær starfið en þetta. Allir umsækjendur munu þó vafalítið hafa mikið fram að færa í þessum efnum, ekki síst Már Guðmundsson seðlabankastjóri sem er með mikil alþjóðleg tengsl, reynslu og þekkingu fram að færa þegar að þessum málum kemur, og hefur að minnsta kosti tvennt umfram alla aðra umsækjendur; reynslu af því að vera seðlabankastjóri og hafa verið stjórnandi hjá Alþjóðgreiðslubankanum í Basel (BIS). Ég spái því að valið hjá nefndinni sem skipar í starfið muni á endanum standa á milli Ragnars og Más. Ég hugsa að forysta Framsóknarflokksins, í ljósi áherslna hennar þegar kemur að losun fjármagnshafta (gjaldþrot fremur en nauðasamningar, erlendir kröfuhafar í slitabúin látnir taka mikinn skell), vilji ólm fá Ragnar í starfið og eflaust margir hjá Sjálfstæðisflokknum líka. Það eru þó deildar meiningar innan stjórnarflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokksins, um hvað sé best að gera þegar kemur að losun hafta og nefndin sem skipar í starfið mun þurfa að taka tillit til pólitískra atriða í ráðningu sinni. Það er hvernig seðlabankastjórinn muni sinna sínu starfi í samhengi við pólitíska efnahagsstefnu stjórnvalda. Þetta skiptir máli jafnvel þó Seðlabanki Íslands sé sjálfstæður lögum samkvæmt. Hvað sem tautar og raular þá mun pólitík alltaf ráða för enda er skipunin pólitísk af ráðherra á endanum.

Maður saknar þess að fleiri konur en þrjár hafi ekki sótt um þetta valdamesta starf haftalandsins Íslands.

Nefnd: Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans, Stefán Eiríksson lögreglustjóri og Guðmundur Magnússon, fyrrum háskólarektor, mun ákveða hver fær stöðuna.
 

Umsækjendur:

Ásgeir Brynjar Torfason

Friðrik Már Baldursson

Haukur Jóhannsson

Íris Arnlaugsdóttir

Lilja Mósesdóttir

Már Guðmundsson

Ragnar Árnason

Sandra María Sigurðardóttir

Yngvi Örn Kristinsson

Þorsteinn Þorgeirsson

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None