Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Það getur verið skemmti­legur sam­kvæm­is­leikur að giska á úrslit leikja. Vinnu­staðir eru margir hverjir með leiki í gangi þessa dag­ana þar sem giskað er á úrslit leikja á HM í Bras­il­íu.

Hér er einn lít­ill sam­kvæm­is­leik­ur; Hver verður ráð­inn næsti seðla­banka­stjóri og af hverju?

Hver? Ég ætla að giska á Ragnar Árna­son pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Auglýsing

Af hverju? Ég held að stjórn­völd vilji gera breyt­ingar og þá undir þeim for­merkjum sem stjórn­völd hafa unnið að, bak við tjöldin og opin­ber­lega, þegar kemur að slita­búum föllnu bank­anna og snjó­hengju króna í eigu erlendra aðila. Sem sagt; stjórn­völd vilja fá seðla­banka­stjóra sem er sam­mála þeim í því hvað er best að gera þegar afnám eða mikil rýmkun fjár­magns­hafta er ann­ars veg­ar. Ragnar hefur einn umsækj­enda tekið virkan og mik­inn þátt í und­ir­bún­ings­vinnu sem stjórn­völd hafa leitt um þessi mál, og mun alltaf standa vel að vígi þegar þetta risa­vaxna mál verður til umræðu í við­tölum við umsækj­end­ur. Ekk­ert ein­stakt atriði mun ráða meiru um það hver fær starfið en þetta. Allir umsækj­endur munu þó vafa­lítið hafa mikið fram að færa í þessum efn­um, ekki síst Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sem er með mikil alþjóð­leg tengsl, reynslu og þekk­ingu fram að færa þegar að þessum málum kem­ur, og hefur að minnsta kosti tvennt umfram alla aðra umsækj­end­ur; reynslu af því að vera seðla­banka­stjóri og hafa verið stjórn­andi hjá Alþjóð­greiðslu­bank­anum í Basel (BIS). Ég spái því að valið hjá nefnd­inni sem skipar í starfið muni á end­anum standa á milli Ragn­ars og Más. Ég hugsa að for­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ljósi áherslna hennar þegar kemur að losun fjár­magns­hafta (gjald­þrot fremur en nauða­samn­ing­ar, erlendir kröfu­hafar í slita­búin látnir taka mik­inn skell), vilji ólm fá Ragnar í starfið og eflaust margir hjá Sjálf­stæð­is­flokknum líka. Það eru þó deildar mein­ingar innan stjórn­ar­flokk­anna, einkum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um hvað sé best að gera þegar kemur að losun hafta og nefndin sem skipar í starfið mun þurfa að taka til­lit til póli­tískra atriða í ráðn­ingu sinni. Það er hvernig seðla­banka­stjór­inn muni sinna sínu starfi í sam­hengi við póli­tíska efna­hags­stefnu stjórn­valda. Þetta skiptir máli jafn­vel þó Seðla­banki Íslands sé sjálf­stæður lögum sam­kvæmt. Hvað sem tautar og raular þá mun póli­tík alltaf ráða för enda er skip­unin póli­tísk af ráð­herra á end­an­um.

Maður saknar þess að fleiri konur en þrjár hafi ekki sótt um þetta valda­mesta starf hafta­lands­ins Íslands.

Nefnd: Ólöf Nor­dal, for­maður banka­ráðs Seðla­bank­ans, Stefán Eiríks­son lög­reglu­stjóri og Guð­mundur Magn­ús­son, ­fyrrum háskóla­rekt­or, mun ákveða hver fær stöð­una.

 

Umsækj­end­ur:

Ásgeir Brynjar Torfa­son

Frið­rik Már Bald­urs­son

Haukur Jóhanns­son

Íris Arn­laugs­dóttir

Lilja Mós­es­dóttir

Már Guð­munds­son

Ragnar Árna­son

Sandra María Sig­urð­ar­dóttir

Yngvi Örn Krist­ins­son

Þor­steinn Þor­geirs­son

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None